Kominn tími til að blogga obbolítið ......

Það vantar ekkert uppá að ég hafi haft eitthvað til að blogga um undanfarna dag, ég hef einfaldlega bara alls ekki nennt því ! 
Ég er búin að vera að vinna frekar mikið, tekið aukavaktir og svoleiðis, ofsalega dugleg
Wink  Nú svo hef ég auðvitað verið að reyna að vinna upp í náminu og síðast en ekki síst verið að sinna börnunum mínum, karlinum og heimilinu. 

Þær nætur sem að ég hef verið heima undanfarið hafa ekki einkennst af miklum og góðum svefni eins og eðlilegt væri.  Þær hafa að mestu leyti einkennst af slitnum svefni, grát og mikilli vanlíðan hjá litlu skvísunni minni.  Hún er að taka tennur þessi elska og það tekur heldurbetur á í þetta sinn.  Hún er lengi búin að vera bara með 12 tennur og núna allt í einu eru þær orðnar 15 og sú 16. er alveg að sprengja sig í gegnum síðasta spölinn.  Svei mér þá ef að ég skil hana ekki mjög vel að gráta þegar svona stendur á.  Ég held að ég mundi ekki vera neitt voðalega hress ef að ég væri með tannpínu á 4 stöðum í munninum !

Í gærmorgunn fór ég til tannsa í fyrsta tíma til að smíða nýja tönn í stað þeirrar sem að brotnaði hjá mér um daginn.  Ég var sko ekki að nenna að mæta í þennan tíma því að hann var klukkan 9 í gærmorgunn og ég kláraði næturvakt klukkan 8.  Hlussaðist nú samt til tannsa og svaf á meðan að hann slípaði til og gerði klárt fyrir nýju krónu-tönnina mína.  Eitthvað hlít ég að hafa hrotið í stólnum því að þegar að hann var búinn og ég mátti standa upp sagði ég við hann: "Ég held að ég hafi náð að sofna svolítið ......".  "Það fór ekkert á milli mála" svaraði tannsi og brosti .........

 

DSC06175
 
DSC06180

 Að lokum þá má geta þess að ég fékk 9,0 fyrir siðfræðiritgerðina sem ég hef verið minnast á hérna undanfarið ....... Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Dugleg varstu að fá 9.0.

Sofa í tannlæknastól, það gæti ég nú ekki ...shit

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef sofnað í tannlæknastól - Hjartanlega til hamingju með 9,0

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.4.2008 kl. 14:42

3 identicon

Til hamingju

Sigrún (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:31

4 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til hamingju með níuna þína 

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.4.2008 kl. 19:29

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Að sofna hjá tannlækni gæti ég aldrei,ji minn eini,never...haha og til lukku með níuna þína...Bara flott...

Agnes Ólöf Thorarensen, 22.4.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til lukku með níuna

Gerða Kristjáns, 22.4.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband