Á að láta börnin ganga í áberandi merktum fötum s.s. húfum með nafninu á ?

Dóttir mín fékk húfu að gjöf þegar hún var nokkurra mánaða gömul.  Þetta er ofsalega falleg bleik og hvít flíshúfa með nafninu hennar ísaumuðu framan á.  Þessa húfu er Halla Kata búin að nota mjög mikið og gerir ennþá því húfan virðist stækka með henni.  En fljótlega kemur að því að ég láti húfuna hverfa og læt hana hafa húfu sem er ekki með nafninu hennar í staðinn.  Ástæðan er einfaldlega sú að það eru því miður til svo mikið af fólki sem hefur afbrigðilegar hvatir og notfærir sér börn. 
Maður getur vissulega aldrei passað börnin algerlega fyrir svona fólki en það er margt sem hægt er að kenna börnunum til að varast það, s.s. eins og að tala ekki við ókunnuga, fara ekki í burtu með ókunnugum o.m.fl.  Málið er bara að börn trúa frekar og treysta þeim sem ávarpar þau með nafni .......

Þegar Halla mín fer að fara ein út í smá stund í einu hættir hún að vera í áberandi merktum fötum ......

0002011D

Afmælisbarn dagsins er yngsta systir mín hún Árný !

Wizard Elsku Árný, innilega til hamingju með 30 ára afmælið Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég er sammála þér með þessi merktu föt. Þau eru stórsniðug að vissu leyti því það er svo auðvelt að þekkja merkta húfu  í stórum bunka af viltum húfum en ég hef heyrt af því að börn sem hafa verið nafnmerkt hafa lent í því að einhverjir óprúttnir einstaklingar kalli á barnið með nafni jafnvel yfir girðingarnar á leikskólanum þeirra.

Mín skoðun er sú að foreldrar eigi að láta af nafnmerktum klæðnaði strax við upphaf leikskólagöngu barnsins.  

Til hamingju með litlu systu

Fjóla Æ., 23.4.2008 kl. 08:42

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

0002011D

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Fínt að hafa merkingarnar bara innan í húfum, peysum osfrv. 

Rannveig Lena Gísladóttir, 23.4.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband