Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Strætó á HRAÐFERÐ !

20070411180704987Eitt helsta gleðiefni dagsins var að verða vitni að því að strætóinn (einn af þeim) sem keyrir um götuna "mína" var tekinn fyrir of hraðan akstur Smile  Skv. mbl var hann tekinn á 69 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði.  Það er búið að vera mikið baráttumál hjá þeim sem búa í staðahverfinu að fá þrengingar og hraðahindranir  í götuna til að reyna að sporna við miklum hraðakstri.  Til að byrja með var skólinn í hverfinu, Korpuskóli, á Korpúlfsstöðum og á þeim tíma eða fyrir ca 3 - 4 árum síðan þá var keyrt á son nágranna minna þegar hann var að ganga yfir Korpúlfsstaðaveg.  Þetta slys varð til þess að settar voru 2 hraðahindranir á þann veg.  Reyndar ekki fyrr en íbúar í hverfinu höfðu skrifað undir undirskriftalista sem bað um úrbætur.  Fyrir 2 árum flutti svo Korpuskóli í nýtt húsnæði sem stendur við Bakkastaði.  Eftir að skólinn flutti er búið að setja 2 þrengingar í götuna til að draga úr hraða.  Þessar þrengingar voru settar upp núna í vor en ég get ekki séð að það hafi haft mikið að segja varðandi hraðakstur hjá strætó í götunni.  SAMT er 30 km hámarkshraði og hægri réttur (sem er btw nánast aldrei virtur af mörgum ...) út úr öllum botnlöngum götunnar !  Eitthvað eru mótmælin farin að virka fyrst að löggan er farin að radarmæla þarna og góma strætó á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða.


Að taka upp tólið getur verið erfiðara fyrir suma .......

telephone_lgÞað hefur reynst honum Sigtryggi mínum afar erfitt að læra að taka þetta annars ágæta verkfæri, símann, í sátt og notkun.   Honum hefur alltaf þótt þetta leiðindatæki vera hinn mesti óþarfi.  Með tímanum hefur okkur samt tekist að ná ágætum sáttum hjá þeim Sigtryggi og símanum.  Undanfarið höfum við verið að prófa okkur áfram með að leyfa Sigtryggi að vera einn heima t.d. meðan að við skreppum út í búð eða sækjum Höllu litlu á leikskólann.  Þetta hefur gengið vonum framar.  Hluti af þessari þjálfum hefur verið að hann verður að svara í símann þegar hann er einn heima.  Fyrstu skiptin sem að við hringdum heim hringdi jafnvel út og svo svaraði hann í annarri tilraun.  Nú orðið svarar hann strax og er bara nokkuð skýr í svörum.  Þegar ég hef spurt hann að því hvort hann sé ekki duglegur að vera svona einn heima þá segir hann: "Ég passa húsið Smile"  Hann vill ekki tala um að hann sé einn heima, því hann er bara að passa húsið fyrir mig. 
Í dag ákvað ég að nú væri kominn tími á að gera tilraun til að auka svolítið kröfurnar á Sigtrygg og gera tilraun með hvað hann gerði ef einhver hringir í mig meðan hann er einn heima.   Ég fór út að sækja systur hans og um leið og ég var farin út hringdi ég í mömmu og bað hana að hringja í númerið heima og spyrja eftir mér.  Bara til að vita hvort hann léti mig vita ef einhver hefði hringt.  Mammma gerði þetta fyrir mig og þegar að ég kom til baka og var rétt komin heim að húsinu kom Sigtryggur út á tröppu og kallaði til mín:  "...... amma Halla hringja" Grin  Ég er ekkert smá stolt af stráknum  Wink  Nú er bara að tryggja að einhver hringi í mig í næstu skipti sem að hann er einn svo að þetta "festist" hjá honum að koma skilaboðum til mín ef einhver hringir Smile

Sumum finnst kannski þetta var ómerkilegt að barnið geti svarað í síma ....... EN hann Sigtryggur minn er einhverfur og fyrir mann eins og hann er þetta HRIKALEGA stórt skref að geta þetta Grin


Helgin búin .....

.... og komin næstum því vika síðan að ég bloggaði síðast Blush  Já ég veit að þetta er vítavert kæruleysi ..... 

sun4Kristján Atli minn er algjör perla Smile  Í kvöld tók ég eftir sári á einni tánni á honum Kristjáni Atla og segi við hann að hann verði að hætta að plokka í táneglurnar á sér.  (Hann er að verða búinn að plokka eina nöglina af ...) Ég sagði líka við hann að hann skyldi ekki reyna að sækja vorkunn hjá mér ef hann færi að finna til í tánni því ég væri svo oft búin að segja honum að hætta að plokka.  Það var fátt um svör .... stuttu seinna kom stráksi fram til mín þar sem ég sat við pc að byrja að blogga og sagði: "þetta á tánni minni, mamma..... grær þetta áður en ég gifti mig ?" Grin

Sigurjón Stefán er búinn að vera hjá okkur alla helgina og hinir gaurarnir mínir voru hjá pabba sínum.   Helgina erum við hjónin búin að nota í að gera miklar tilfæringar á heimilinu.  Við máluðum forstofuherbergið og fluttum Sigtrygg Einar í það herbergi og svo fluttum við prinsessuna á heimilinu í herbergið við hliðina á okkur (sem Sigtryggur var að flytja úr)  Sigtryggur er ekkert smá glaður með nýja herbergið sitt Smile  Halla er greinilega mjög sátt við sitt líka því hún mótmælti ekki neitt og fór góð að sofa í fyrsta skipti í sínu eigin herbergi Grin


Stóðréttir og slef út um allt !

Þreytt lítil kona í réttum .....Þetta blogg er búið að vera lengi í smíðum því að á sunnudagskvöld var Halla Katrín orðin lasin þannig að hún var heima hjá mér í gærdag.  Ég fór með hana til læknis sem reyndar hafði ekkert upp á sig annað en að læknirinn sagði að það væri ekkert að henni annað en að hún væri að taka tennur og með smá kvef.  Til að vera viss lét ég kíkja í eyrun á dömunni, hálsinn líka og svo var hún hlustuð vel og vendilega.  Læknarnir eiga líka að sinna taugaveikluðu mömmunum ........
Það er alveg deginum ljósara að eitthvað er að gerast í munninum á litla skinninu því að hún slefar þvílíkt að ég hef bara aldrei séð annað eins (nema kannski hjá litla frænda, Birni Snæ) Pouty Þegar verst lét í gær var að verða stígvélafæri í íbúðinni hjá okkur !  Það voru slefpollar út um allt !

Í gær komum við suður eftir að hafa dvalið í sveitasælunni s.l. helgi.  Aðalerindi ferðarinnar var Sigtryggur Einar auðvitað að fara í Kirkjuskarð og taka á móti stóðinu og svo að fara í Skrapatungurétt á sunnudaginn.  Veðrið á laugardaginn var svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir en það slapp þó, kuldi en úrkomulaust.  En veðrið á sunnudaginn var vægast sagt ógeðslegt !  Þegar við vöknuðum var alhvít jörð Pouty  Við létum okkur samt hafa það og fórum fram í Skrapatungurétt með krakkana.  Frá KirkjuskarðiSigtryggur var auðvitað alveg alsæll með lífið og tilveruna en Kristján og Halla voru ekki alveg jafn ánægð ....... Kristjáni hundleiddist og Halla var voðalega óvær og leið.  Ég held svei mér þá að við höfum fengið allar sortir af veðri nema kannski þoku því að á mjög skömmum tíma var ýmist sólskin, rigning, snjókoma og allt þetta með og án vinds Pinch
Þetta ógeðslega veður gerði það að verkum að við Óli drifum okkur bara niður í Efri-Mýrar með Kristján og Höllu og tókum saman dótið okkar meðan að við biðum eftir að réttirnar kláruðust og Sigtryggur kæmi heim.  
Þegar réttum var lokið og Sigtryggur loksins kominn í hús fórum við á Blönduós þar sem að Óli tengdi nýja helluborðið hennar mömmu áður en við lögðum svo í'ann heim


Helgin alveg að koma og ég er á leiðinni í sveitina mína !

DSC00419Já á morgun er loksins komið að því ...... Við erum að fara norður í sveitina mína.  Síðustu skipti sem við höfum farið norður höfum við haldið til hjá pabba og mömmu á Blönduósi en núna ætlum við að vera hjá Árnýju systir í sveitinni Grin  Þegar ég sagði Sigtryggi mínum frá því að við værum að fara ætlaði hann varla að trúa mér hann var svo glaður Smile  Sérstaklega þegar að ég sagði honum að við myndum gista í sveitinni.  Ekki það að hann vilji ekki vera hjá afa og ömmu það er bara svo fast í þessari elsku að vilja helst bara vera í sveitinni sinni.  Það verður rosalegt þegar að búið er að selja sveitina að segja sveitakarlinum honum Sigtryggi að við getum ekki farið þangað oftar Woundering  Spurning um að fara að undirbúa hann svo að sjokkið verið ekki alveg eins mikið þegar að þessu kemur.

Varðandi reiði mína í síðustu færslu þá er ég ásamt fleiri foreldrum að vinna í því að mótmæla þessum vinnubrögðum hjá velferðasviði Reykjavíkurborgar.  Mín kenning er sú að þetta sé sparnaðarleið hjá Reykjavíkurborg.  Þeir segja við okkur foreldrana að börnin eigi rétt á t.d. liðveislu en bara því miður þá fáist enginn í starfið ..... = þeir þurfa ekki að borga og svo þegar svona úrræði eins og Ragnhildur er að bjóða upp á koma þá segja þeir nei takk, svo þeir þurfi ekki að borga Devil 

back%20to%20schoolEn að öðru og miklu gleðilegra efni ..... Þann 12. september byrjaði ég í skólanum þ.e. ég fékk aðganginn minn inn í tölvukerfið sem námið fer fram í gegn um.  Ég verð alveg að viðurkenna að ég fékk smá hnút í magann þegar að ég fór inn í kerfið og skoðaði fyrstu póstana frá kennurunum ....... Woundering  En það er bara svona smá byrjunarskrekkur sem að á örugglega eftir að lagast.  Það er jú svolítið síðan að ég var í skóla ........

Af krakkastóðinu mínu er allt gott að frétta Smile  Skólinn fer alveg ágætlega af stað hjá öllum strákunum mínum.  Kristján Atli á reyndar svolítið erfitt með gelgjuna sem er að hellast yfir hann af miklum krafti.  En það er eitthvað sem við hjálpumst öll við að takast á við. 

AÐ lokum ein mynd af þeim systkinunum Kristjáni og Höllu Katrínu.  Þau eru svo miklir vinir Grin
Nokkrar nýjar myndir ...... Smellið bara á myndina hér fyrir neðan

IMG_0782


Nú er ég pirruð, reið, sár, svekkt ......

23257773Mikið djö.... er þetta búið að vera ömurlegur dagur að mörgu leyti ! 

Í morgun dreif ég mig í að tæma frystikistuna og afhríma hana með það fyrir augum að flytja hana svo út í skúr þegar því væri lokið.  Ég sjænaði kistuskrattann allan að innan sem utan og í hádeginu kom Óli til að hjálpa mér með kistuna út í skúr og svona í gamni þá settum við hana í samband hérna inni svona til að prófa áður en við færum með hana út og viti menn ..... ($&U&%$$/ frystikistan gaf upp öndina ! ÓNÝT !   Ég sem var búin að eyða tíma í að gera hana svo fína Devil 

Í kvöld fór ég svo á fund með konunni sem hefur verið liðveisla fyrir Sigtrygg Einar s.l. vetur.  (Sjá færsluna 27.8. s.l) Hún boðaði okkur foreldra "Reykjavíkurbarnanna" á fund til að kynna okkur niðurstöðu hennar baráttu við að ná samningi við Reykjavíkurborg.  Í stuttu máli sagt var svarið: "Nei takk.  Börn í Reykjavíkurborg hafa úr svo mörgum úrræðum að velja að við höfum ekkert að gera við þína þjónustu" Hvar í andsk.... eru þessi úrræði ???????  DevilDevilDevilDevil

Ég er of reið til að skrifa meira um máli í bili .........


Nýjar myndir

Það hlaut að koma að því að myndirnar færu á sinn stað ........ Smellið á myndina og kíkið á þær Smile

DSC05669
Elsta og yngsta krúttið mitt að snæða kex Grin

Mikið væri nú gaman að þeir sem eru að lesa það sem hér á síðuna er skrifað myndu skilja eftir sig spor í commentum Wink


Ekki mikið að gera í vinnunni ........

red_rose2..... er þá ekki tilvalið að nota tímann til að blogga ofurlítið frekar en að góna úr sér augun við imbann ? 

Ég er búin að ákveða að framvegis ætla ég ekki að senda frá mér blogg öðruvísi en að myndskreyta það svolítið.  Þar sem að ég á eftir að hlaða nýjustu myndunum af krílunum mínum í tölvuna heima þá læt ég þessa fallegu rós nægja í þetta sinn.  Myndirnar af krílunum koma bara næst ...... já eða þarnæst Smile 

Núna er ég á vakt númer 2 af 3 í þessari lotu.  Þessa helgina er Sigurjón Stefán hjá okkur Óla og stóru strákarnir eru hjá pabba þeirra.  Reyndar voru allir gaurarnir hjá okkur Óla í gærkvöldi, ja reyndar voru þeir bara hjá Óla því ég var auðvitað í vinnunni.  Þegar ég var að klára vaktina í morgun fékk ég sms og ég sagði við vinnufélagana í gamni mínu: "það þori ég að veðja að þetta er frá manninum mínum og krökkunum og þau eru að biðja mig um að koma við í bakaríi á leiðinni heim".  Viti menn, ég hafði sko alveg rétt fyrir mér Smile  Auðvitað kom ég við hjá "héraðsstubbnum" og fór heim með rúnstykki og kleinuhringi handa hernum mínum, fékk mér smá bita með þeim og fór svo að sofa og svaf til klukkan 3 í dag.  Þegar að ég vaknaði var Sævar búinn að sækja stóru strákana þannig að við Óli fórum í bíltúr með Höllu og Sigurjón upp í Svínadal til Valla frænda. 

Restin af aðlöguninni hjá Höllu litlu á leikskólanum gekk eins og í góðri sögu.  Aðlögunin átti að vera yfir alla vikuna en á fimmtudaginn sögðu þær við okkur að við skyldum bara leyfa henni að vera allan tímann á föstudeginum því hún væri svo góð og það gengi svo vel með hana.  Við samþykktum það auðvitað og föstudagurinn gekk ofsalega vel Smile  Nú er mín bara orðin "fullgild" leikskólastelpa Tounge


Gleði gleði !

happiness
Einnar mínútu skapvonska rænir 60 dýrmætum gleðisekúndum úr lífi okkar ! Grin

Ég vissi það alltaf !

sleep-learning Og kannski þess vegna er ég að koma á fætur núna og klukkan orðin rúmlega eitt eftir hádegi Grin   Nei kannski ekki ..... ég svaf svona lengi af því að ég er að fara á næturvakt í nótt eða reyndar 3 næstu nætur.  Ég átti að vera í fríi en uppgötvaði að helgina sem að stóðréttirnar eru og ég ætlaði norður þá átti ég að vara að vinna.  Ég fékk skipti og er að vinna af mér núna um helgina.  Það hefði orðið mikið drama hér á heimilinu hefði ekki verið hægt að fara norður í stóðréttir.  Sigtryggur minn veit svo sem ekki að við erum að fara en hann er búinn að segja nokkrum sinnum við okkur: "haustið er tími stóðréttanna" en þetta er hans leið að biðja okkur um að fara Smile  
mbl.is Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband