Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Löngu komin heim frá Boston ..... Bara búið að vera brjálað að gera síðan

make-me-happy-ecardsÉg kom heim frá Boston á miðvikudagsmorgunn, alveg eldsnemma.  Dauðþreytt og búin að tína heilli nótt vegna tímamismunar.  EN þó ég væri þreytt þá var ég alveg alsæl með ferðina í alla staði Grin  Við versluðum auðvitað lítið eitt og svo lékum við túrista og skoðuðum okkur um alveg stórskemmtilega borg sem Boston er.  En eins og við öll skemmtileg og vel heppnuð ferðalög er eitt af því besta við þau að koma heim aftur, hitta börnin, sofa í rúminu mínu og lífið fer í sinn vanalega farveg Smile

Eitt að því sem fer óhjákvæmilega á "hold" þegar maður fer í svona ferðalag er námið (ég er ekki eins og ónefnd systir mín sem fer með skólabækurnar í útlandaferð .....)  Það verður líka til þess að maður þarf að bretta upp ermarnar og vinna upp þegar heim er komið.  Þetta er einmitt ástæðan fyrir þvi að ég bloggaði ekki fyrr.  Það biðu mín nefnilega 2 skilaverkefni óunnin og eitt próf á netinu þegar ég kom heim.  Verkefnunum átti ég að skila 26. október og klára prófið fyrir 28. október.  Þrátt fyrir að vera ekki byrjuð á neinu af þessu fyrir brottför náði ég að klára allt á tilsettum tíma, silaði verkefnunum í gær og núna rétt áðan tók ég prófið.  Prófið er gagnvirkt þannig að niðurstaðan kom um hæl og einkunin var 7,2. 

Áður en ég fór til Boston skilaði ég einu verkefni í sálfræði og þegar ég kom heim fékk ég einkunina fyrir það, 9,0 Smile  Fékk 8,0 í fyrsta sálfræðiverkefninu, 9,0 núna og svo var ég að skila þriðja í gær.  Hitt verkefnið sem ég skilaði í gær var fyrsta silaverkefnið í heilbrigðisfræði. 

Well best að halda áfram að læra ... (ég er í vinnunni en það er bara mjög lítið að gera .....)


Obbolitid blogg fra Amerikunni .....

... OMG (isl. thiding O mae god)
... buin ad versla fullt
... buin ad borda godan mat (mikid af'onum)
... buin ad drekka nokkra bjora (ja og strawberry margarita)

Her rignir helling en vid erum buin ad panta thurrt vedur a morgun.  Sem betur fer tha er hlytt tho thad rigni Tounge 

Kvedja til allra heima ......


Helgin búin og ég missti alveg af'enni !

horseFjórða vaktin af 6 aaalveg að verða búin sem betur fer Pouty  Ég er alveg búin að sá það að það á ekki alveg við mig að taka svona margar vaktir í röð.  Kannski er það svona extra erfitt af því að ég er svoooo spennt yfir utanlandsferðinni og fríinu framundan ....... Bara 3 nætur í viðbót, 2 í vinnunni og svo ein heima hjá mér og svo er ég farin til Boston !antennaballs-angel!!!

Um síðustu helgi byrjaði Sigtryggur Einar að fara í hesthúsið til hennar Ragnhildar aftur Grin  Og mikið svakalega varð hann glaður þegar að honum var sagt að hann fengi að byrja aftur hjá Ragnhildi. 
Það er nú samt ekki svo gott að Reykjavíkurborg hafi dregið til baka fyrri ákvörðun heldur fór hverfisþjónustumiðstöðin okkar, Miðgarður í málið og á endanum var soðin saman bráðabirgða lausn sem Ragnhildur gekk að.  Í dag fór svo Sigtryggur í hesthúsið aftur og hann vissi að Ragnhildur kæmi að sækja hann um klukkan 14. En strax um klukkan 12 var hann farinn að ganga á milli glugga og fylgjast með hvort að Ragnhildur væri nokkuð komin.  Strákgreyið var alveg að springa úr spenningi !

Kristjáni Atla gengur ofsalega vel í skólanum.  Hann er duglegur að læra og er mjög montinn af því núna hvað hann er duglegur að læra dönsku.  Hann er ákveðinn í því að leggja mikla áherslu á dönskuna í vetur af því að hann er sko að fara til Danmerkur næsta sumar Smile 
Kristján er byrjaður í frístundaklúbb eftir skóla og fer hann þangað strax eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum.  Þar sem ennþá hefur ekki tekist að fullmanna öll störf í frístundaklúbbnum fá krakkarnir bara 2 - 3 daga í viku svo að allir fái einhverja viðveru.
Því miður er ástandið svo bágt í frístundaklúbbnum sem ég sótti um fyrir Sigtrygg Einar að það er ekki einu sinni búið að opna þar hvað þá annað !

Þar til næst farið vel með hvert annað InLove


Niðurtalningin heldur áfram .......

2bigstockphoto_Happy_Sun_103457.... það eru bara 4 dagar í brottför ! 

Ekki misskilja þessa mynd því að hún endurspeglar alls ekki hvernig hugarástand mitt er þessa stundina Pouty  Mér fannst myndin bara svo ferlega flott að ég varð að láta hana fljóta með þessu annars innihaldslausa blaðri í mér ....... 118375

Ég er búin að ráða hann Sigtrygg Einar í vinnu heima.  Hann er lengi búinn að vera að lesa fyrir mig frasann sem stendur á mjólkurfernunum um að það eigi að skola fernurnar og skila þeim í næsta fernugám til endurvinnslu. Ég ákvað að nota þennan áhuga hans og bauð honum vinnu við að labba með fernurnar sem til falla á heimilinu í "grenndarstöðina" í hverfinu okkar.  Í dag færði ég mig svolítið upp á skaftið og sendi hann með dagblöðin í blaðagáminn á sama stað Grin 
Sigtryggur fær auðvitað smá laun fyrir þessa vinnu og vonandi tekst smátt og smátt að kenna honum að safna sér fyrir einhverju sem hann langar að eignast. 

Nenni ekki að blogga meir í þetta skipti ......

Þreytt - þreyttari - laaaaaaaaaaang þreyttust Woundering


Búin að fá nýja bílinn minn !

Dominos-SegullÞegar að ég var búin að sofa nægju mína í dag fórum við Óli og sóttum nýja bílinn "minn" Grin  Alveg rosa flottur glænýr stubbastrætó Tounge  Sigtryggur og Halla Katrín komu með okkur að sækja bílinn og þegar búið var að skrifa undir alla pappíra og afhenda gamla bílinn fórum við á nýja bílnum að sækja Kristján Atla í frístundklúbbinn.  Því næstu fórum við í Laufrimann, sníktum smá kaffi og kleinur og fengum svo Sigurjón Stefán lánaðan með okkur heim.  Það varð jú að sýna honum nýja bílinn Smile  Svo var splæst í Dominos pizzur í kvöldmatinn svona í tilefni dagsins ....... já og líka að ég nennti ekki að elda Blush  Það var auðvitað meiningin að setja inn mynd af kagganum en vegna veðurs verður myndatakan að bíða betri tíma. 

Þegar að við vorum að borða kvöldmatinn segir Sigurjón við Óla: "Ég get ekki borðað meira en 2 sneiðar".  "Nú af hverju ekki ?" svarar Óli.  "Sko, ef að ég borða meira þá fæ ég stóra bumbu eins og þú og þá spring ég og þá verður kók, vatn og kjöt út um allt !"   Hann er svoooo mikill bullukollur þessi elska LoL

SporðdrekiSporðdreki: Þú heldur ekki lengur að það besta eigi eftir að koma. Það besta er það sem þú fæst við núna, og smám saman gerirðu þetta að miklu heillaári. 

Núna eru bara 5 dagar í brottför ..........


Bara 6 dagar í Boston !

boston_1Eftir 6 daga verð ég komin til Boston í 6 daga frí frá öllu !  Það er sko ekki laust við það að ég sé orðin svolítið spennt.  Ég er reyndar orðin svolítið stressuð líka því að það eru ansi strembnir dagarnir fram að ferðinni.  Í þessum skrifuðu orðum er ég á fyrstu næturvaktinni af 6 sem ég tek áður en að ég fer út.  Ég næ að sofa eina nótt heima hjá mér eftir törnina áður en ég fer.  Svo er það blessað Eflingarnámskeiðið í aðhlynningu bæði á þriðjudaginn og miðvikudaginn þannig að svefn verður eitthvað af skornum skammti dagana áður en að ég fer.  Ætli endi ekki með því að ég steinsofi fyrstu dagana þarna úti Pouty 
Undirbúningur fyrir ferðina gengur mjög vel.  Innkaupalistinn verður sífellt lengri og það er ekki bara ég sem bæti þar við atriðum.  Ég nýt dyggrar aðstoðar eiginmannsins og fleirra góðs fólks við að gera listann lengri. 


Óréttlæti á háu stigi .....

eflingFljótlega eftir að ég byrjaði í vinnu á Hrafnistu voru kynnt fyrir mér námskeið í umönnun sem stéttarfélagið Efling stendur fyrir og fjármagnar fyrir sitt fólk í samstarfi við Mími símenntun.  Umönnunarnámskeiðin eru tvö og í heild færa þau manni 3 launaflokka hækkun þegar maður hefur lokið báðum námskeiðum.  Eins eru þessi námskeið undanfari að svokallaðri félagsliðabrú sem ég ætla svo ekki að fara nánar út í hérna. 
Í síðustu viku byrjaði ég á fyrra námskeiðinu, fagnámskeiði I í umönnun.  Ég var reyndar búin að afskrifa það að komast að á þessu námskeiði því að þegar að ég sótti um var mér tjáð að báðir hóparnir væru orðnir fullir og ekki séð fram á að þeim yrði fjölgað.  Sú varð ekki raunin því að aðsóknin í þetta var þvílík (nýtt met er sagt) að á endanum þegar af stað var farið þá var startað í fjórum hópum.  Ég fékk tilkynningu um að ég væri í hóp 2 sem væri kennt í Rafiðnaðarskólanum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 2. október til 22. nóvember.  Ég mætti í fyrsta tímann s.l. þriðjudag full bjartsýni og tilhlökkun en OMG hvað sjokkið var mikið þegar á hólminn var komið.  Í hópnum mínum eru 20 manns og þar af aðeins 5 íslendingar Pouty, ég þar með talin.  Ég ákvað samt að gefa þessu sjens en sótti um að vera flutt í hóp 1 en þar er ein sem vinnur með mér jafn alein í heiminum og ég í hóp 2.   Það var ekki hægt að verða við ósk minni fyrstu dagana þannig að síðustu viku sat ég námskeiðið í hóp 2.  Eftir að líða tók á námskeiðið í vikunni undrast ég alltaf meira og meira framkvæmdin á þessu öllu saman.  Þessi námskeið eru ætluð til að auka þekkingu okkar á því sem við erum að gera og fá út á það launahækkun.  En það sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér er að ég skuli eiga að sætta mig við sitja sama námskeið og fá jafnmikla launahækkun og fólk sem talar ekki stakt orð í íslensku !  Ég er að eyða miklum tíma í að sitja þetta námskeið og læra það sem þar er kennt og fæ vonandi launahækkun eins og fyrirfram er lofað EN þarna eru líka fólk af allavega 4 þjóðernum sem situr og sendir sms, lakkar á sér neglurnar og talar saman í tímum á sínu móðurmáli Devil  Svo þegar það er yrt á þetta fólk á okkar ástkæra ilhýra (sem er jú tungumálið sem kennslan fer fram á) þá brosa þau bara sínu blíðasta og segja: "já, já ég skilja", sem þetta virðist vera automatisct svar við nánast öllum spurningum sem fyrir þau er lagt. 
Í dag fékk ég svo upphringingu frá Mími þar sem mér var tjáð að ég mætti færa mig í hóp 1 á morgun og sitja þar námskeiðið með vinkonu minni sem vinnur með mér.  Ég stóðst ekki freistinguna og tjáði mig (mjög kurteislega) um hvað mér finnst um þetta fyrirkomulag á námskeiðinu.  Svörin sem ég fékk voru svo sem ekki upp á marga fiska ...... en í þeim kom fram að 70 manns sóttu um fagnámskeið I, þar af voru bara 20 íslendingar !  Miðað við hópinn sem ég sagði frá hér að framan þá mundi ég giska á að u.þ.b. 30  manns eru á þessum námskeiðum og fá launahækkun sem tala ekki stakt orð í íslensku.  Þetta finnst mér bara argasta óréttlæti !
Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki rasisti og ég hef ekkert á móti útlendingum í vinnu á Íslandi EF þetta fólk bara talar íslensku ! 

Kominn mánudagur og bara 10 dagar í brottför til Boston !

10

Sporðdreki: Þig dreymir dagdrauma þegar þú getur, svo þú getur einbeitt þér þess á milli. Framkvæmdasemi er blanda af frelsi og skipulagningu. 

Skyldi eitthvað vera til í þessari stjörnuspá minni ?  Það er sko hverju orði sannara að mig dreymir dagdrauma þessa dagana.  Svo mikið framundan hjá mér og margt annað sem mig langar mikið til að gera.  Annars ætti ég alls ekki að kvarta því það eru ansi margir dagdraumar mínir að rætast Grin  En til þess að láta suma drauma rætast verður maður stundum að færa fórnir og í dag ætla ég að færa eina stóra fórn.  En það er að selja mótorhjólið mitt Frown 

DSC05013
Á myndinni er Sigurjón Stefán að máta hjólið mitt núna í sumar.  Það er víst ekki bæði sleppt og haldið og þar sem að áhugamálin eru orðin 2 og bæði kosta mikinn pening ákvað ég að velja á milli og í þessu vali varð hjólið undir.  Þetta er búið að eiga sér svolítinn aðdraganda en í dag kemur stelpan sem kaupir hjólið og sækir það.  EN þá hef ég líka minna samviskubit yfir því að kaupa mér myndavél og 2 nýjar linsur þegar ég fer til Boston Smile
Já svona er lífið ! 

Skýjum ofar !

sitelogoIcelandair-planeJá ég er sko skýjum ofar í dag Grin  Þannig er að í dag fékk ég upphringingu sem gladdi mig ofboðslega mikið.  Konan sem hringdi kynnti sig og sagðist vera að hringja frá Icelandair og spurði hvort að ég ætti son sem heiti Sigtryggur Einar.  Ég játaði því auðvitað strax og um leið spurði hún hvort að ég kannaðist við að hafa sótt um hjá "Vildarbörnum Icelandair".  Ég kannaðist við það líka og hugsaði með mér nú vantar upplýsingar ....... EN þá sagði konan við mig: "Það gleður mig að tilkynna þér að Sigtryggur hefur fengið úthlutað ferð með vildarbörnum" Grin  Þessu fylgdi svakaleg gæsahúð og það var ekkert meira en svo að ég tryði konunni svona í fyrstu.   Ég sagði konunni að við værum búin að plana fjölskylduferð til Danmerkur næsta sumar og spurði jafnframt hvort að sú ferð gæti farið saman við þessa úthlutun.  Svarið við því var já en það sem við ætlum að vera í hálfan mánuð þá borgum við mismuninn á bæði sumarhúsinu og bílaleigubílnum (velji maður Evrópuland þá er vikutími í boði) því í úthlutuninni er barninu og fjölskyldu þess er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur, þ.e. flug, gisting, bílaleigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem Vildarbarnið langar að upplifa.  Það er ég alveg viss um að hann Sigtryggur minn kemur til með að velja dýragarða og LEGOland til að heimsækja Wink

011_G
"Vildarstrákurinn" Sigtryggur Einar (Mynd tekin í sumar)

Skýjum ofar í dag í huganum ...... í orðsins fyllstu næsta sumar Tounge


Fyrstu einkunirnar komnar


Nú er ég búin að skila einu verkefni í sálfræði og taka eitt próf í náttúrufræði.  Náttúrfræðiprófið tók ég online og fékk 9,0.   Sálfræðiverkefnið  gekk ekki jafnvel  ..... Angry fékk bara 8,0 í því.  En ég á mér kannski þá afsökun að vera svolítið ryðguð í svona verkefnaskrifum.  En það gengur bara betur næst Smile  

Allt brjálað að gera hjá mér þessa dagana ..... börnin, heimilið, skólinn, námskeið 3 í viku og svo auðvitað vinnan Pouty  Lítill tími til að blogga ........ 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband