Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Myndablogg frá jólum

Jólin á Bakkastöðum 
Jólakrúttin Halla Katrín og Sigurjón Stefán
 
IMG_1254
Halla með aðra af tveimur dúkkum sem komu úr pakkaflóðinu
 
IMG_1287
Sigurjón með róbótinn sem hann fékk frá pabba sínum
 
Jólin í Laufrimanum 
Kristján Atli og Sigtryggur Einar komnir í sparifötin
 
Hmmm... hvað skyldi vera í þessum ?  Sigtryggur með pakkann frá afa og ömmu á Blönduósi
 
Kristján Atli gluggar í jólagafirnar
 
Sigtryggur með bangsahestinn Lísu sem kom úr einum jólapakkanum
 
... að lokum ein af Höllu Katrínu í jólaveislu í Laufrimanum 
Höllu Katrínu finnst rauðkál alveg ofsalega gott ! 
 
 
 
 

Jólin koma á morgun !

Christmas-Pooh-Piglet-TreeTæknilega séð þá er sko kominn aðfangadagur.  Klukkan er reyndar bara rúmlega hálf fimm þegar þetta er skrifað og ég er í vinnunni. 

Ég er búin að eiga alveg yndislegan dag við jólaundirbúninginn.  Ég svaf að vísu til klukkan 1 en það er jú liður í jólavinnunni Wink  Þegar ég kom á fætur var Halla mín farin út að sofa þannig að á meðan að hún kláraði miðdegislúrinn sinn á svölunum dunduðum við hjónakornin okkur við að laga til og fara yfir það sem að við þurftum að gera í dag.  Stærsta verkefnið var að dreifa jólapökkum um allan bæ, bæði fyrir okkur og svo líka fyrir tengdapabba ..... já og líka fyrir fólkið mitt fyrir norðan.  Herbergið mitt er eiginlega búið að vera eins og póstdreyfingastöð síðustu 2 vikur.  Við vorum meira að segja komin með hillurekka í herbergið fyrir allt saman. 
Þegar klukkan var farin að ganga þónokkuð mikið í þrjú ákváðum við að fröken Halla Katrín væri búin að sofa nóg og vöktum hana og drifum okkur af stað í jólaleiðangurinn.  Fyrst fórum við með pakkaflóð í Laufrimann til strákanna okkar sem eru þar, stoppuðum smá og fengum kaffi og piparkökur Smile  Kristján og Sigtryggur voru búnir að skreyta jólatréð hátt og lágt og voru orðnir mjög spenntir yfir þessu öllu saman.  Strákarnir sögðu mér að þeir hefðu smakkað skötu í hádeginu og hún hefði verið "ógeðslega vond" !  Hingað til hafa þeir aldrei fengist til að smakka skötuna því að lyktin er svo vond segja þeir.  En í dag hafði pabbi þeirra keypt þá til að smakka ...... þeim var lofað að ef að þeir settu einn bita í munninn af skötunni fengju þeir Dominospizzu í kvöldmatinn.  Þeir smökkuðu víst báðir þannig að í kvöldmatinn var Dominos pizza en amma þeirra sagði að það hefði litlu mátt muna að Sigtryggur ældi við það eitt að fá skötuna í munninn Sick  Næsta stopp í röðinni hjá okkur var hjá henni Magneu Dís frænku minni.  Þangað fórum við með fullan höldupoka af pökkum ogchristmastree fengum kaffi og smákökur Wink  Síðasta stoppið var svo hjá vinnufélaga hans Óla en þangað fórum við með sendingu frá vinnuveitanda þeirra honum tengdapabba mínum og eins og á hinum stöðunum fengum við kaffisopa Smile  Þegar þessu var lokið var eiginlega komin tími á að halda heim á leið því það var komið ansi nærri kvöldmatartíma .........
Í stað þess að leggja mig fyrir næturvaktina fór ég að dunda mér við að laga smá til og gera og græja meira fyrir jólin.  Eftir kvöldmatinn fóru Óli og Sigurjón saman í leiðangur að kaupa jólatré og svei mér þá, þá held ég að þeir hafi keypt handa mér jólagjöf því að þegar að þeir komu heim kölluðu þeir úr forstofunni að ég mætti ekki koma fram og alls ekki fara í herbergið hans Sigtryggs ...... GetLost  Þegar ég fór svo í vinnuna í kvöld vorum við Sigurjón búin að skreyta jólatréð og setja hreint á öll rúmin og þau systkinin Sigurjón og Halla Katrín voru komin í jólanáttfötin sín Smile  Mín jólanáttföt bíða eftir mér heima ....... og mig hlakkar ekkert smá til að fara í þau eftir heita og góða sturtu Smile
 

Kæru bloggvinir; mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári Smile


Jólajátningar ....... bara 3 dagar til jóla !

santaclausÉg er bara orðin svakalega spennt Smile  Þetta verða að vísu svolítið skrítin jól því að undanfarin ár höfum við boðið Jökli Snæ, bróður mínum og hans fjölskyldu og tengdaforeldrum mínum í jólagraut í hádeginu á aðfangadag en þetta árið er allt þetta fólk í burtu.  Jökull, Oddný og Birnir Snær ætla að vera fyrir norðan hjá pabba og mömmu á aðfangadag og christmastreetengdó verða úti í Danaveldi hjá mágkonu minni og hennar fjölskyldu.  Olga mágkona og Gísli maðurinn hennar eiga nefnilega von á kríli um jólin og tengdamamma fór út 15. des að hjálpa þeim í jólaundirbúningnum og tengdapabbi fer svo út á laugardaginn.  Ætli það fari ekki eftir því hvenær krílið kemur í heiminn hvenær tengdó skila sér aftur heim til Íslands.  Svo á aðfangadagskvöld verðum við bara 4 heima því að stóru strákarnir mínir verða hjá pabba þeirra um jólin.  Ég verð alveg að viðurkenna að mig langar svakalega mikið til að hafa öll börnin mín hjá mér um jólin en þar sem að þau eru ekki eingetin þá er það frekar eigingjarnt af mér ef að þeir fengu ekki líka að vera hjá pabba sínum á jólum.  
Kristján og Sigtryggur er mjög spenntir að fara til pabba síns.  Þeir tala mikið um að þeir fái sko að skreyta jólatréð Smile  Á morgun fara þeir til pabba síns og um leið kemur Sigurjón Stefán til okkar Grin 

christmasgift1Þegar ég var ca. 10 ára gömul gerði ég svolítið sem ég er voðalega lítið stolt af ....... Ég kíkti í einn jólapakkann minn Pouty  Þetta er í eina skiptið á æfinni sem ég hef gert þetta og ég skammast mín ennþá fyrir það Frown 
Á þessum tíma voru allir jólapakkar sem bárust heim geymdir í svefnherberginu hjá pabba og mömmu og nánast allan desembermánuð var þetta herbergi á bannlista fyrir okkur systkinin.  Einhverntíman þegar pabbi og mamma voru ekki heima notaði ég tækifærið og lét undan forvitninni og fór inn á bannsvæðið.  Ég man ennþá í hvaða skáp pakkinn var sem ég kíkti í.  Ég man líka hvað var í pakkanum og frá hverjum hann var.  Þetta var Adidas sundpoki sem búið var að merkja handa mér sem að Elín og Grímur, frændsystkini mín gáfu  mér.  Alveg svakalega fínn poki en í hvert sipti sem að ég notaði hann minntist ég þess hvað ég gerði og skammaðist mín alveg ofan í tær ! 
Þess má geta að glæpurinn komst ekki upp og fyrir ekki svo löngu síðan játaði ég brotið fyrir mömmu Grin


6 dagar til jóla

Christmas-Minnie-Mickey-ClausMikið svakalega eru jólin stutt undan.  Bara 6 dagar þangað til.

Það sem helst hefur truflað jólaundirbúninginn eru prófin og þá ekki síst biðin eftir niðurstöðum prófanna.  Núna er sú stund loksins runnin upp að allar einkunnir eru "komnar í hús" Smile  Eins og áður sagði þá fékk ég 8,0 í sálfræði, 7,0 í náttúrufræði og 8,0 í heilbrigðisfræði Grin  Mikið svakalega er ég stolt af sjálfri mér Grin  Þúsund þakkir til ykkar sem hafið hvatt mig áfram og hrósað mér hérna í commentakerfinu.  Nú er bara að halda ótrauð áfram eftir áramót Wink

Hann er nú meira krúttið, elsti sonur minn, hann Kristján Atli.  Um síðustu helgi var hann hjá pabba sínum og ömmu.  Amma hans er búin að eiga svolítið erfitt undanfarið þar sem að hún datt og brákaðist á hrygg og fékk samfall á hryggjarliðum.  Á laugardagsmorguninn sagði Kristján við ömmu sína að hann vildi glaður gefa allar jólagjafirnar sínar fyrir það að ömmu myndi batna í bakinu og höfðinu ...... svo fór hann að skæla þetta stóra en samt litla grey því hann fann svo til með ömmu sinni. 


Prófin BÚIN og tími til að blogga

christmas_clipart21Mikið svakalega er ég fegin að prófin eru loksins búin.  Þetta er búið að vera ansi strembið að láta allt ganga upp ........ en auðvitað gekk allt upp Tounge 
Ég tók heilbrigðisfræðiprófið í gær og gekk alveg ágætlega að ég held og í dag fór ég í náttúrufræðiprófið og gekk sæmilega....  Held samt að ég sé búin að ná en hversu mikið fyrir ofan 5 ég er veit ég hreinlega ekki Pouty  Það kemur allt í ljós núna um helgina en kennarinn sendi meil í dag og þar sagði hún að hún mundi skila einkunn um helgina.  Ég hef ekki hugmynd hvenær er von á einkuninni fyrir heilbrigðisfræðina .....
Síðastliðna nótt gat ég eiginlega ekkert sofið.  Bölvaður veðurhamurinn stóð beint upp á gluggann hjá okkur svo það hvein og söng í öllu.  Mér stóð eiginlega ekki á sama, hávaðinn var þvílíkur !  Ég var komin á fremsta hlunn með að fara með Kristján og Höllu fram í stofu og sofa þar því að mér fannst eins og að gluggarnir væru á leiðinni inn hjá okkur.  En áður en til þess kom róaðist veðrið og ég náði loksins að sofna.  Svefninn varð ekki langur þar sem að ég dreif mig á fætur þegar liðið mitt var farið í skóla, leikskóla og vinnu.

Hjá ormunum mínum snýst allt um blessaðan jólasveininn þessa dagana.  Núna eru þeir 2 bræðurnir komnir til byggða og sá þriðji kemur víst í nótt.  Sá sem kemur til byggða í nótt er hann Stúfur karlinn Grin  Það er ýmislegt sem að krakkakrílin leggja á sig til að tryggja það að fá smávegis í skóinn hjá þeim bræðrum.  Hann Sigurjón Stefán er þar engin undantekning.  Á þriðjudaginn þegar hann kom heim úr skólanum og átti að læra heima var hann alls ekki til í það og bara "nennti því ekki !"  Pabbi hans áminnti hann að nú væri sko von á jólasveininum þannig að hann yrði nú að vera góður og læra heima.  Það var eins og við manninn mælt, heimavinnan var drifin af.  Og til að vera alveg viss þá galaði Sigurjón Stefán til pabba síns og ömmu klukkan 19:15 "Góða nótt" LoL  og um klukkan hálf átta var minn maður sofnaður .......


Enginn tími til að blogga ......

Brjálað að gera við próflestur og smá jólaundirbúning ........

Ég er búin að fá lokaeinkunn fyrir sálfræðina 8,0 Grin

 

Blogga sennilega næst þegar hin 2 prófin eru búin ............ 


Mamma hvað er síminn hjá Jólasveininum ?

telephoneÞessa spurningu fékk ég frá honum Kristjáni mínum núna í kvöld.  Þarna varð ég að vera snögg að hugsa og sagði við strákinn: "Ja, það er nú það.  Þú verður bara að kíkja á ja.is......." Þarna hélt ég að ég væri sloppin .... en það var nú aldeilis ekki svoleiðis.   Kristján fór í tölvuna og fann símanúmerið hjá jólasveinunum ÖLLUM !  Júbb, þeir eru sko allir í skránni og auðvitað allir með sama símanúmer og fyrir þá sem ekki vita þá er símanúmerið hjá þeim bræðrum 587-1097 Tounge
"Má ég ekki hringja í jólasveininn og panta hann hingað til okkar og spjalla við hann ?" var næsta spurning.  "Það er örugglega svo mikið að gera hjá honum að hann hefur örugglega ekki tíma til að koma bara og spjalla" svaraði ég og þóttist nokkuð góð ....... "Má ég þá ekki bara hringja í hann og segja honum í símann hvað mig langar í jólagjöf ?" spurði Kristján svo og var nú svolítið svekktur á þessum svörum móður sinnar.  Og ekki minnkaði svekkelsið við svarið við þessari spurningu: "Neeeee, jólasveinarnir vilja bara fá óskalistana í bréfi.  Þeir taka ekki á móti þeim í gegnum síma."  Þetta fannst honum greinilega frekar leiðinlegt og hætti að tala um að hringja í jólasveininn. 

10_12_2002_19_48_39Í morgun átti ég von á því að pabbi og mamma myndu kíkja til okkar í heimsókn.  Ég vissi að þau komu suður í gær til að fara á jólahlaðborð með "Nesbúsliðinu".  Ég hringdi í pabba til að vita hvenær þau kæmu en þá var hann á leiðinni til Keflavíkur að sækja mömmu því að í nótt hafði Jökull bróðir komið og sótt mömmu því að hann og Oddný þurftu að fara með litla krílið hann Birni Snæ á sjúkrahús.  Birnir er kominn með RS - vírus og er alveg ofsalega veikur litla greyið.  Ég frétti svo seinnipartinn í dag að hann væri farinn að fá einhverja stera og væri allur að skána, sem betur fer.  RS - vírus er sko ekkert grín fyrir þessi litlu grey, ég er ekki enn búin að gleyma því þegar að hann Sigtryggur fékk þetta þegar hann var um það bil 8 mánaða gamall.  


1 búið - 2 eftir .....

Já nú er blessað sálfræðiprófið búið og ég er ekkert smá fegin !  Þetta eru búnir að vera svolítið strembnir dagar.  Halla litla er búin að vera lasin, með augnvírus og kvef og hefur þess vegna sofið mjög illa.  Í gærkvöldi fór ég svo í vinnuna og þar sem að stressið var alveg að fara með mig þá notaði ég hverja mínútu í nótt sem ekkert var að gera til að lesa fyrir sálfræðiprófið.  Í stresskastinu í nótt var ég alveg harðákveðin í að vera bara í vinnunni fram að prófinu og lesa en þegar vaktinni lauk var ég svo búin á því að ég fór heim og svaf í tæpa 2 tíma.  Vaknaði tímanlega, fór í góða sturtu til að vakna almennilega og fór svo í prófið.  Ég held svei mér þá að mér hafi gengið bara alveg sæmilega.  Ég skildi bara 1 spurningu eftir (sem gilti 6%).  Svo er bara að sjá hverju hinar spurningsanta13arnar skili mér.  Verkefni á önninni sem voru 4 giltu 20% í lokaeinkunn og 2 gagnvirk próf giltu 10%.  Ég fékk 7,8  9,2  9,2  og 9,0 fyrir verkefnin og 4,0 og 7,5 fyrir gagnvirku prófin þannig að ég þarf bara að ná 4,5 í lokaprófinu til að ná örugglega áfanganum og fj..... hafi það ég er viss um að ég náði .........  Það kemur í ljós um helgina en kennarinn er búinn að setja loforð inn á skólavefinn um að skila einkunnum á sunnudaginn.

Eins og undanfarin ár er hann Sigtryggur minn mjög duglegur við að skrifa óskalista til jólasveinsins.  Hann er svolítið búinn að uppfæra verkið og er farinn að hnuppla umslögum til að setja óskalistann í og utaná er svo skrifað: "Til sveinka"  og til að vera viss um að allt fari þetta nú á réttan stað teiknar hann frímerki í hægra hornið á umslaginu og setur það svo í skóinn sinn Grin  Listinn á myndinni hérna til hliðar gæti sko alveg hæglega verið listinn frá Sigtryggi því það er ansi margt sem hann langar í í jólagjöf Smile


Allt í gangi og jólin nálgast eins og óð fluga !

Samkvæmt útreikningum systra minna, sem eru btw úber góðar í að reikna, þá eru 98 dagar þar til að við systurnar ásamt, mömmu, mágkonu okkar, frænku, vinkonu, fyrrverandi mágkonu okkar systra og fyrrv. tengdó (minni sko) förum til LONDON Wink Ekki seinna vænna að fara að telja niður Wink

Eins og áður hefur komið fram þá er brjálað að gera hjá mér.  Það er nú samt farið að sjá fyrir endann á því þar sem að prófin eru framundan og mér finnst eiginlega jólin meigi bara koma um leið og prófin eru búin því að undirbúningur jólanna er vel á veg kominn hjá mér Smile  Ég er búin að skila öllum verkefnum og búin að fá einkunnir fyrir þau flest.  Ekki man ég hvort að ég hef náð að monta mig eða kvarta yfir þeim öllum en ég bara verð að monta mig yfir þeirri sem ég fékk í gær.  Ég held reyndar að ég hafi bloggað hérna einu sinni um slæma tilfinningu mína fyrir þessu verkefni og kviðið þvi mikið að ég fengi nún ekki gott fyrir það ...... EN í gær fékk ég s.s. einkunina fyrir sálfræðirannsóknina mína á eigin skammtímaminni og ég fékk 9,2 fyrir hana !

Svo er ég loksins búin að fá niðurstöður fyrir 4 verkfeni sem að ég vann í heilbrigðisfræði á önninni og þar eru ein 10 og þrjú 9 Smile 

Nú er bara að halda áfram að lesa undir sálfræðiprófið sem að er á fimmtudaginn.  Ég tók nefnilega próf á netinu (algerlega óundirbúin) í sálfræðinni og fékk 4 Angry  Þetta má ekki gerast aftur .......

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband