Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

25 dagar til jóla

Jólin nálgast óðfluga eða eins og hún frænka mín hún Sif sagði ...... "þau nálgast eins og óð fluga" Smile  Ég er samt ekki enn farin að verða vör við neitt svokallað jólaskap.  Jú kannski smávegis og þá aðallega í formi þess að rifja upp hvar jólaskrautið sé í veröldinni og hvar jólageisladiskarnir séu ?  Það fer að líða að því að ég kvelji þá sem í kringum mig eru með stanslausri jólatónlist Grin  Strákarnir eru farnir að velta jólunum fyrir sér og hafa nokkrar spurningar um jólasveinana verið bornar upp við mig.  Svo sem eins og "Fyrst að jólasveinarnir eru svona gamlir, fara þeir þá ekki að deyja bráðum ?"  og  "Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að fá í skóinn ?" Í framhaldi af seinni spurningunni kom svo: "Mér finnst að Halla Katrín eigi að fá líka í skóinn þó hún sé svona lítil og geti ekki kíkt í skóinn sjálf"  Það er stóri snillingurinn minn hann Kristján Atli sem bar þessar spurningar upp við mig Smile 
Ég er búin að taka eina stórákvörðun fyrir þessi jól og hún er að baka ekki eina einustu köku fyrir jólin.  Ég fór að velta því fyrir mér til hvers ég væri að baka þessar blessuðu smákökur og komst að þeirri niðurstöðu að smákökurnar væru alveg óþarfar þar sem strákarnir mínir hafa aldrei verið hrifnir af þeim og við Óli erum þau einu sem borðum þær hérna heima og það vita flestir að við höfum alls ekki gott af því að borða smákökur ...... En þið sem hafið hug á að heimsækja okkur yfir hátíðarnar óttist ekki veitingaskort þó smákökurnar vanti þá get ég alveg skellt í eina hnallþóru já eða ostaköku Grin

Í morgun þegar ég var á leiðinni upp í Grafarholt með Höllu Katrínu í pössun var svínað alveg skelfilega fyrir bílinn hjá mér Angry  Ég náði að bremsa í tæka tíð og það var alveg örugglega ekki bílstjóra /&%#&%#%$/#/$ fávitanum á hinum bílnum að þakka að ekki varð árekstur !  Ég varð alveg brjáluð ! og ekki skánaði skapið við það að átta mig á því að bíllinn sem svínaði á mig var einn af skólabílunum sem keyra m.a. syni mína í og úr skóla.  Fyrsta hugsunin var að ná helvítinu og hella mér yfir hann en ég hætti snarlega við það og hringdi frekar í yfirmann þessa ökuníðings og klagaði þetta aksturslag.  Ég náði númerinu á bílnum þannig að það ætti að vera einfalt að veita ökumanninum tiltal fyrir athæfið.    Það er alveg á hreinu að ég kæri mig ekki um að svona aksturslag með mín börn innanborðs Angry

~Anna~


Það var mikið !

Já það var mál til komið að þessu óréttlæti væri aflétt.  Það versta er að með þessu er aðeins hálfur sigur unnin því störfin sem skapast með þessu eru svo illa launuð að það fæst ekkert fólk og þ.a.l. verður stór hópur þessara barna sem öðluðust réttinn samt sem áður heima vegna manneklu ......
mbl.is Ríkið taki þátt í lengdri viðveru fatlaðra grunnskólabarna í 5.-10. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örblogg um miðja nótt .....

Jebb ég er að stelast til að blogga í vinnunni um miðja nótt !  Það er svo sem ekkert að stelast því það er ósköp rólegt hjá mér. 
Núna er ég á minni fyrstu næturvakt hérna á Hrafnistu.  Það var ferlega skrítið að fara á fætur í morgun bara til að fara með Höllu til Ágústu og fara svo heim aftur og beint að sofa.  Það tókst nú samt alveg ágætlega hjá mér og ég náði að sofa í 3 - 4 tíma.  Rétt eftir kvöldmatinn náði ég svo að leggja mig í rúman klukkutíma.  Það hefur sennilega ekki verið nóg þessi svefn því ég er alveg hræðilega syfjuð núna .........  Gasp Ja kannski er það bara líka að ég er óvön þessu ......  Gasp

Stóru strákarnir mínir fóru til pabba síns seinnipartinn í dag og Sigurjón Stefán kom til okkar Óla. Ég verð sennilega að fara að venja mig af því að segja stóru strákarnir og Sigurjón Stefán því hann er jú orðinn nokkuð stór líka og kann því mjög illa að vera sagður lítill ....... Hann er jú alveg að verða 7 ára Wink 


Fimmtudagur 16. nóvember

Kominn tími á blogg .......  er það ekki ?   Hjá mér gengur allt sinn vanagang, sinna börnum, heimilinu, vinnunni og auðvitað karlinum Grin  Það þarf að sinna honum líka Tounge

Ég var í fríi í vinnunni í dag og var þess í stað heima að gera "aðeins" ...... Þetta aðeins fólst í því að þrífa ísskápinn, bakaraofninn, skipta á rúmum og þvo þvott, ja eða allt svo láta blessaða þvottavélina þvo ....... Ekki má gleyma að ég álpaðist til að fara í Bónus í stórinnkaup Angry  Ég hefði sennilega ekki átt að gera það því ég kom heim 11.000 krónum fátækari og gjörsamlega frosin á höndum og fótum !  Þvílíkur helvítis skítakuldi ......


7. nóvember

Neibb ég er ekki hætt að blogga ..... bara svolítið löt við það þessa dagana.   Ég er svona að vinna í því að finna rétta taktinn við að vinna úti - sinna heimilisstörfum - vera mamma o.s.frv. Grin  Það gengur bara alveg ljómandi hjá mér nema kannski að skvísa inn óþarfa eins og bloggi ...... Fellur blogg kannski undir "sinna heimilisstarfa-liðinn" ????  

Það er ekki laust við að það sé svolítill hamagangur á heimilinu þegar við erum að búa allt liðið út á morgnana Grin  Ég hrúga öllu litla liðinu mínu út í bíl klukkan hálf átta og þar bíðum við eftir skólabílnum.   Þegar hann kemur svo, yfirleitt um klukkan 8:35, fara strákarnir yfir í skólabílinn og við Halla förum upp í Gvendargeisla en þar er Halla Katrín í pössun á daginn meðan að ég er að vinna. 

Haldiði að unglingurinn minn hann Kristján Atli er kominn með strípur í hárið W00t 

Kristján Atli unglingur

Já núna sníst allt um að líta vel út fyrir stelpurnar í skólanum Grin  og drengurinn er líka farinn að suða um að fá eyrnalokk í annað eyrað Errm  Mér leyst satt að segja ekki alveg á blikuna þegar hann bað um lokkinn en ég er að spá í að láta þetta eftir honum samt ....... 
Það eru fleiri en Kristján Atli sem sýna ótvíræð merki um að vera að fullorðnast því núna fyrir nokkrum dögum síðan byrtist fyrsta fullorðinstönnin hjá honum Sigurjóni Stefáni Smile  Hann er búinn að missa 2 barnatennur og nú er fyrsta fullorðins tönnin komin og svei mér þá hún fyllir eiginlega alveg í skarðið eftir þessar 2 sem eru farnar.

DSC04170

Af Sigtryggi Einari  er það helst að frétta að hann er farinn að huga að jólunum og byrjaður að föndra Smile  Hann er mikið að teikna og lita þessa dagana og það mokast alveg frá honum alveg frábærar teikningar.  Sökum mikillar leti þá nenni ég ekki að skanna inn sýnishorn af teikningum í kvöld en það er aldrei að vita nema það birtist sýnishorn hérna einn góðan veðurdag ....... Í staðinn set ég inn mynd af listamanninum sjálfum í óða önn við að búa til pappírslengju fyrir jólin  Smile

DSC04169


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband