Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Að rifna úr stolti !

DSC05016
 
Ég er vissulega mjög stolt af öllum börnunum mínum 4 en í dag var ég alveg extra stolt af þessum á myndinni hérna fyrir ofan  Smile  Fyrir þá sem ekki vita er þetta yngsti sonur minn hann Sigurjón Stefán. Um þessar mundir er hann að klára sinn fyrsta vetur í skóla og í byrjun skólaársins var mikill kvíði í okkur foreldrunum ...... Hann er nefnilega "mjög virkur" EN þessi litli / stóri snillingur okkar er alveg búinn að brillera í 1. bekk Grin Hann hefur tekið miklum framförum í hegðun og sjálfsstjórn, að mínu mati miklu meiri framförum en mér fannst rétt að gera sér vonir um á einum vetri.  Námslega hefur hann svo verið að skara framúr Grin  Þrátt fyrir að vera svona ör.  Hann er alveg læs og tók lestrarpróf upp á 3,4 (hraðapróf) sem er víst frábær árangur í 1. bekk.  Svo tók hann próf í stærðfræði upp á 10 Smile Kennararnir ákváðu að leggja fyrir hann miðsvetrarpróf í stærðfræði fyrir 2. bekk og þar náði hann ríflega 8,0 Smile (Kennarinn átti eftir að klára að fara yfir prófið)  Það eina sem ekki liggur vel fyrir honum Sigurjóni er skriftin en hvaða strákum finnst nauðsynlegt að skrifa fallega ?  Ekki mínum strák allavega ......
 

 
Í dag fór ég líka með elsta strákinn minn hann Kristján Atla í smá útskriftarathöfn en hann var að klára miðstigið í grunnskólanum og næsta vetur tekur unglingastigið við með allri gelgjunni og öllu hinu sem fylgir. Það er reyndar alllangt síðan að gelgjan fór að láta á sér kræla ........  Kristján er ekki búinn að fá sínar einkunnir ennþá en ég veit að hann hefur líka staðið sig með eindæmum vel og get líka verið mjög stolt af honum Smile
 
 Að lokum vil ég minnast hennar Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem lést í dag úr krabbameini.
Guð veri með litlu börnunum hennar þremur á þessum erfiðu tímum 
 
candle
 

Smá grín og grillveisla í Hólabergi

Fórum í dag í árlega grillveislu í Hólabergi.  Alveg frábærlega vel heppnuð veisla þar sem börnin voru auðvitað í fyrirrúmi og veitingarnar voru pylsur og gos Grin  Veðrið alveg frábært og allir voða glaðir.  Sigtryggur kaus að fara í hesthúsið með Ragnhildi og koma seint í veisluna.  Þessi forgangsröðun kom ekki neinum á óvart sem þekkir Sigtrygg vel ...... 

 

Svo er það grínið ..... Fékk þetta sent í e-mail frá vinkonu minni í dag, alger snilld Grin

Íslendingar eru svoooo svalir ! 

+15°C / 59°F
This is as warm as it gets in Iceland, so we'll start here.
People in Spain wear winter-coats and gloves.
The Icelanders are out in the sun, getting a tan.

+10°C / 50°F
The French are trying in vain to start their central heating.
The Icelanders plant flowers in their gardens.

+5°C / 41°F
Italian cars won't start.
The Icelanders are cruising in Saab cabriolets.

0°C / 32°F
Distilled water freezes.
The water in Hvita river gets a little thicker.

-5°C / 23°F
People in California almost freeze to death.
The Icelanders have their final barbecue before winter.

-10°C / 14°F
The Brits start the heat in their houses.
The Icelanders start using long sleeves.

-20°C / -4°F
The Aussies flee from Mallorca.
The Icelanders end their Midsummer celebrations. Autumn is here.

-30°C / -22°F
People in Greece die from the cold and disappear from the face of the earth.
The Icelanders start drying their laundry indoors.

-40°C / -40°F
Paris start cracking in the cold.
The Icelanders stand in line at the hotdog stands.

-50°C / -58°F
Polar bears start evacuating the North Pole.
The Icelanders navy postpones their winter survival training awaiting real winter weather.

-60°C / -76°F
Myvatn freezes.
The Icelanders rent a movie and stay indoors.

-70°C / -94°F
Santa moves south.
The Icelanders get frustrated since they can't store their Brennavinn outdoors.
The Icelanders navy goes out on winter survival training.

-183°C / -297.4°F
Microbes in food don't survive.
The Icelandic cows complain that the farmers' hands are cold.

-273°C / -459.4°F
ALL atom-based movement halts.
The Icelanders start saying "it's cold outside today."

-300°C / -508°F
Hell freezes over,
Iceland wins the Eurovision Song Contest.


Vegna fjölda áskorana .....

ja allavega tveggja, þá hef ég ákveðið að setja inn smá fréttir héðan úr uppsveitum Reykjavíkur Wink  Af mér og mínum eru að mestu leyti bestu fréttir.  Allir við hestaheilsu eins og er og verða vonandi eitthvað áfram ......
Nú er blessaður skólinn að verða búinn hjá drengjunum og boj hvað allavega sá elsti er farinn að hlakka til Pouty  Hann er komin með skólaleiða á mjög háu stigi !  Ekki lagaðist sá leiði þegar Sigtryggur Einar fékk að fara norður á Blönduós með ömmu sinni á föstudaginn og sleppa þar af leiðandi við 2 heila daga í skólanum !  Þetta fannst Kristjáni mikið ranglæti ...... Woundering  Stefnan er að Sigtryggur komi suður með ömmu sinni á morgun en miðað við síðustu fréttir eru þau mamma og hann ekki alveg sammála um hvort það sé svo mikilvægt að fara suður ...... Drengurinn er víst ekki á því að það sé svo nauðsynlegt.
Af minnsta stráknum mínum honum Sigurjóni er líka allt gott að frétta.  Hann fékk að koma til okkar Óla í gær í smá aukaheimsókn.  Við Óli skiluðum honum svo heim um klukkan fjögur í dag.  Drengurinn búinn að vera mikið úti að leika sér í allan dag og farinn að kynnast krökkunum hérna í kring og alsæll.  Rétt eftir kvöldmatinn var hringt í mig og ég beðin að taka símann af honum Sigurjóni því hann hafði verið að ónáða viðkomandi mörgum sinnum (hún hélt ca 20 símtöl og slatti af sms) ég þurfti ekki að klóra mér lengi í hausnum til að fatta að litli símasjúklingurinn minn hafði náð að stela símanum af stóra bróður sínum og farið með hann heim.  Ég hringdi auðvitað í gemlinginn og innti hann eftir því hvort hann væri með símann og hann viðurkenndi það að lokum en að undangengnu því að játa líka fyrir mér að hann hefði verið týndur og pabbi hans hafði þurft að leyta að honum og fundið hann að lokum uppi á þaki á einhverju húsi í nágrenninu.  Það þarf varla að taka það fram að pabbi hans var ekki hress með þessi uppátæki hjá drengnum.  Refsingin verður að hann fær ekki að hafa sinn síma (sem er b.t.w. dótasími) í óákveðinn tíma.  Þetta er alveg ferlegt hvað drengurinn er símasjúkur !  Hér fyrir neðan er mynd af Sigurjóni að máta hjólið mitt Tounge

 

   Tekur hann sig ekki vel út ?
 
Halla Katrín heldur áfram að stækka sem aldrei fyrr og bæta við sig ýmsum hæfileikum.  Tönnunum hefur ekkert fjölgað og eru þær ennþá bara 2.  Hún er farin að setjast upp og bisa við að reyna að standa upp.  Eitthvað gengur það síðarnefnda illa en ég er viss um að það tekst fyrr en varir.  Hún er farin að segja mamma og babba (ísl. þýð. pabbi) Smile 
 
Halla Katrín Weywadt pabbastelpa
 
Nú styttist óðum í stóra daginn ! En það er fyrir þá sem ekki vita 30. júní Smile  Þann dag ætlum við Óli minn að gifta okkur.  Undirbúningur er búinn að vera svolítill en hann er á lokastigi.  Við erum búin að fá eina svona fyrirfram brúðargjöf.  Við fengum svona "tungusófa" frá vinum okkar þeim Gunnu og Sævari Grin  Ef þið lesið þetta, Sævar og Gunna ..... Kærar þakkir Kissing
 
Að lokum langar mig að benda á myndasíðuna okkar en hana finnið þið undir slóðinni http://myndir.us/anna/gallery  Smile

 

 


Þema dagsins er "skápatiltekt" !

Þegar liðið mitt bæði stórt og smátt var farið í vinnu og skóla í morgun ákvað ég að sleppa endurnæringarviðbótarlúrnum sem ég tek stundum á morgnana og hella mér í tiltekt á heimilinu !  (Veitti sko ekki af!)  Efst á forgangslistanum urðu fataskáparnir og þá fremstur í þeirri röð forstofuskápurinn.  Þar var ástandið orðið svo slæmt að maður varð eiginlega að troða inn í'ann og skella á eftir því og fá svo allt draslið í feisið næst þegar var opnað.  Þessi mikla skápatiltekt endaði með sorpuferð með tvo stóra poka fulla af fötum sem fóru í Rauða kross gám.  Skelfing er það skrítið hvað það er erfitt að henda jafnóðum ..... alltaf heitir maður því að henda jafnóðum en gerir svo alltaf sömu vitleysuna ..... safna drasli þar til allt er komið í óefni og taka þá trylling ! *dæs*
Þegar skápatiltektartryllingurinn var búinn tók ég mér til og smellti mér í lit og plokkun og svei mér þá ég er hætt að líta út eins og ég sé búin að vera með flensuna í mánuð eða meira Grin  Ég er actually komin með andlit .... eða eins og frænka mín orðaði það svo smekklega þá er þetta víst að fara í framköllun Smile

Over and out ....
~Anna~ komin með andlit aftur Cool


Vrúmmmmmmmmm

Picture_020Ví hí ...... Ég fór LOKSINS út að hjóla í dag á nýja hjólinu Grin  Hrikalega gaman ! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt í góðum gír nema blogggleðin hjá mér er í algeru lágmarki .....
Þar til næst hafið það eins gott  og  þið mögulega getið !
~Anna~

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband