Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Annar í sprengidegi .....

Þó að það sé ekki opinberlega viðurkennt að það sé til annar í sprengidegi þá er hann nú samt til heima hjá mér Smile og felur þessi ágæti dagur það í sér að vera annars vegar öskudagur og hins vegar ástæða til að hita upp saltkjöt og baunir gærdagsins og borða yfir sig AFTUR !  

Nýjar myndir HÉR Police

~Anna~

 

DSC04735
Halla Katrín og Kristján Atli Smile

 


Litli frændi kominn með nafn !

IMG_9132Já í morgun þegar ég kom heim úr vinnunni spólaði ég beint í sparigallann því klukkan 11 átti að skíra litla Snæ Jökulsson í Keflavíkurkirkju.  Það þurfti að koma öllu liðinu á fætur og koma sér svo suður í Keflavík með smá viðkomu í Breiðholtinu að sækja Kristján Atla.  Allt hafðist þetta nú og við komum í kirkjuna á góðum tíma Wink  Skírnarmessunni var skipt í tvo hluta, fyrst skírnin sem var eiginlega barnamessa í leiðinni og að henni lokinni var börnunum boðið að fara í sal í safnaðarheimilinu í sunnudagaskóla á meðan að "fullorðins-messan" fór fram. 
Barna og skírnarmessan var alveg stórskemmtileg athöfn þar sem allir fengu að taka þátt.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð vitni að því að prestur hvetur til þess að klappað sé í kirkju !  Svei mér þá að þetta er bara skemmtilegra með smá klappi og stemmingu.  Ég held að ég færi oftar í kirkju ef það væri meiri stemming og gleði í athöfnum kirkjunnar.
Það er lengi búið að vera vitað að seinna nafn drengsins yrði Snær en í dag fékk hann svo fyrra nanið, Birnir Grin  Birnir Snær Jökulsson er bara fallegt nafn og drengurinn ber það bara vel.  Ég fékk að mynda allt í bak og fyrir og gekk það bara vel.  Ég samdi við minn heittelskaða að smella af nokkrum myndum af mér og Birni Snæ og hér fyrir ofan er ein þeirra Smile
Þegar ég kom heim var ég búin að vaka í rúman sólarhring ......

Þreytt - þreyttari - uppgefin !
~Anna~
 


Nú er ég skvekkt

421435AJá ég er alls ekki sátt við þessa niðurstöðu að Eiríkur fari út fyrir Íslands hönd.  Ég hef svo sem ekkert út á Eirík sjálfan að setja en lagið finnst mér frekar leiðinlegt og svo held ég að það gefi ekki góða raun að senda rokklag í keppnina núna ári eftir að Lordi vann keppnina með þungarokkslagi.   En miðað við megnið af lögunum held ég að við meigum sátt við sitja því flest af lögunum fannst mér vera vægast sagt hundleiðinleg og flutningurinn ömurlegur. 

Sjálf hefði ég viljað að Friðrik Ómar hefði unnið keppnina.  Mitt atkvæði fór allaveg til hans. 

 

En maður spyr að leikslokum.  Það er svo sem aldrei að vita hvernig fer í Helsinki þann 10. maí n.k.

~Anna~

 


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svo galin hugmynd .......

Svei mér þá ..... ég held að þetta sé ekki svo vitlaus hugmynd Smile
mbl.is Talandi salerni minna menn á að aka ekki ölvaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stafakarlarnir ..... einu sinni enn

1125Það telst kannski ekki til frétta að ég hafi verið að kaupa mér bók fyrir innan við 2.000 krónur, en það var ég einmitt að gera.  Ég fékk auglýsingu í e-mail um tilboð á bókinni Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds og þar sem hin tvö eintökin sem ég hef áður keypt eru upplesin ákvað ég að skella mér á eintak.  Þessi bók er algjör snilld að mínu mati.  Eins hinar bækurnar eftir sama höfund, Tóta og tíminn, Talnapúkinn, Gralli gormur og stafaseiðurinn mikli.  Allt eru þetta frábærar bækur.  
Ég vil meina að "Stafakarlarnir", bæði bókin og tölvuleikurinn, hafi átt stóran þátt í að Sigtryggur Einar og Sigurjón Stefán lærðu að lesa.  Reyndar var Gralli gormur kominn út bæði á bók og tölvuleik þegar Sigurjón lærði að lesa þannig að hann hafði þær báðar.  Báðir strákarnir voru orðnir læsir áður en þeir hófu skólagöngu.   

Að öðru ....... Í nótt vaknaði Halla litla upp og átti voðalega bágt.  Ég staulaðist á fætur og náði í mjólk í pelann hennar og gaf henni að drekka.  Þar sem að ég var ferlega syfjuð þá fékk Óli stelpuskottið í fangið til að láta hana ropa.  Það endaði með því að Halla ældi yfir sjálfa sig og pabba sinn.  Við vorum eiginlega alveg viss um að ástæðan væri sú að hún er að hætta á bakflæðilyfjunum og ákváðum að ná í hálfa töflu handa henni.  Hún fékk töfluna sína og smá meira að drekka stuttu seinna en það endaði á sama veg ....... hún ældi því öllu, nema núna fór það allt niður á milli brjóstanna á mér .......   Eftir þetta sofnaði Halla fljótlega og svaf til morguns.  Þá fékk hún morgungrautinn sinn eins og venjulega og lyfið sitt líka því við vorum viss um að hún væri bara ekki orðin nógu góð til að hætta á lyfinu.  Ekki leið á löngu þar til að hún skilaði grautnum og ældi út um allt bókstaflega.  Hún var í fanginu á mér þegar hún ældi og það var fátt af fötunum okkar beggja sem slapp við ælugusuna.  Eftir þessa stóru gusu hefur hún ekkert ælt sem betur fer.  Skýringin á öllu saman kom svo laust fyrir hádegi.  Þá hringdi nýja dagmamman í okkur og bað mig um að vera ekkert að koma með Höllu í aðlögunina í dag því hún væri að senda öll hin börnin heim ælandi !  Við fórum nefnilega í fyrstu aðlögun í gær og sennilega hefur daman smitast í þeirri heimsókn.  7 (bank) 9 (bank) 13 (bank) þá hefur Halla ekkert ælt meira þrátt fyrir að vera bæði búin að fá hádegismat og pela á eftir.

Over and out
~Anna~


Breytingar í gangi .....

Já nú er tími breytinga !  Ég byrjaði á því að breyta útlitinu á blogginu.  Það er ekki hægt að hafa það alltaf eins ......  Einhverntíman næstu daga stendur til að breyta hárlitnum en það sem tefur þá framkvæmd einna helst er ákvarðanatakan um hvaða lit skyldi velja Woundering Ætli endingin verði ekki að ég dekki það all verulega og setji nokkrar ljóskurákir efst Grin  Maður má nú ekki alveg villa á sér heimildir .......  
Eins og ég sagði frá fyrir "nokkrum bloggum" síðan þá breytti ég yfirbragði munnsvipsins hjá mér ofurlítið og lét smíða handa mér nýja framtönn.  Ég var beðin um að smella inn mynd og sýna nýja brosið en þar sem að nýja tönnin heppnaðist ekki alveg sem skyldi þá ætla ég að bíða með myndbirtingu þar til að ég hef fengið aðra og ennþá betri tönn.  Málið er að á nýju tönninni er leiðinda gráblár litur í ákveðnu ljósi og var kæri tannsi alveg sammála mér um að þetta væri nú ekki hægt þannig að það verður smíðuð önnur tönn Grin  Maður spanderar ekki 75.000 spírum í nýja tönn sem maður er ekki 100 % ánægður með ...... 

Til að myndskreyta nú svolítið ákvað ég að setja hérna inn mynd af yngsta gaurnum mínum honum Sigurjóni Stefáni Wink

IMG_8987 copy

Þar til næst .......
~Anna~


Curiosity cilled the cat

Ég er að kafna úr forvitni núna !  Málið er að í kvöld fékk ég upphringingu í gemsann minn.  Þetta var eldri kona sem kynnti sig og spurði hvort ég kannaðist við númerið sem hún var að hringja úr.  Ég svarðai neitandi og spurði hana hvers vegna hún spyrði að þessu.  Þá hafði konugreyið fundið gsm síma þar sem hún var að vinna við skúringar.  Þegar hún fór í adressubókina í símanum var númerið mitt það fyrsta sem kom upp og hún hringdi í mig í þeirri von að finna út hver ætti þennan síma.  Stranheiðarleg kona þarna á ferð.  Ég bauð henni að setjast við tölvuna og reyna að finna út hver ætti símann og láta hana svo vita.  Smá uppfletting á ja.is varð til þess að ég fann út hver átti símann en náði samt bara í mömmu eigandans (sem er b.t.w. 23 ára stelpa) í síma.  Ég lét hana vita af þessari upphringingu sem ég fékk og einnig hvar hún gæti sagt dóttur sinni að vitja símans.  En það skrítna í þessu öllu saman er að ég hef ekki hugmynd um hver þessi ágæta stelpa er sem er með númerið mitt skráð í símanum sínum Errm  

Well ætli það endi ekki með því að ég hringi í stelpuna á morgun og forvitnis um hvernig á þessu stendur ...... 


9. febrúar rétt að byrja .......

Síðusti 1 1/2 sólarhringur hefur verið svolítið strembinn.  Á miðvikudagsmorgunn reyndi ég eins og ég gat að sofa út því um kvöldið átti ég að mæta á næturvakt.  Ég vaknaði fyrst um klukkan 10 til að sinna kalli náttúrunnar og gat svo ekki sofnað alveg strax eftir það.  Því næst vaknaði ég klukkan rúmlega 11:30 og sofnaði ekkert eftir það.  Einhverra hluta vegna lagði ég mig ekki eftir kvöldmatinn þannig að ég mætti á vaktina frekar lítið sofin svo ekki sé meira sagt ...... Það gerði svo sem ekki mikið til því að ég var ekkert syfjuð um nóttina og vaktin frekar létt.    Í gærmorgunn að vaktinni lokinni gat ég svo ekki farið að sofa fyrr en um klukkan 10 því að Halla gat ekki farið til dagmömmunnar vegna veikinda heima hjá henni.  Ég vakti því með Höllu litlu þar til að tengdamamma mætti á svæðið og tók við stelpunni.  Ég svaf í 2 tíma og fór svo á Málþing á vegum Sjónarhóls upp í Gullhamra.  Hver ræður för ? Virðing og samvinna í þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir / Skólaganga barna með sérþarfir, var yfirskrift málþingsins.  Þetta var mjög athyglisvert málþing í alla staði en ég verð að viðurkenna að ég hefði alveg viljað vera betur upplögð til að ná betur því sem fram fór.  Það var ekki alveg laust við það að ég væri syfjuð þannig að móttakarinn var ekki að virka sem skyldi.  Þarna fór margt merkilegt fram sem ég ætla ekki að tíunda frekar hér en það er ein tilvitnun sem situr föst eftir í huga mér eftir daginn.  En hún er:

"Það sem skilur menn að, er ekki það sem þeim er gefið,
heldur það sem þeir gera úr því sem þeim er gefið" 
(Nelson Mandela 1995)

Hafið það eins gott og þið getið
~Anna~


Breiðara bros - þynnra veski

Já núna er auðveldara fyrir undirritaða að brosa breytt Grin  Ljóta stóra tönnin mín er horfin og ný og miklu betri komin í hennar stað.  En það er sko ekki gefins að fá sér nýja tönn Shocking  Fyrir þessa annars ágætu tönn þurfti ég að borga heilar 75 þúsund krónur !  En hvað gerir maður ekki fyrir fallegra bros Wink 
Annars byrjaði sagan af ljótu tönninni fyrir mörgum árum síðan ....... Þegar ég var bara krakkakríli og bjó á Blönduósi með foreldrum mínum og systrum.  Já það eru svo mörg ár síðan að kæri bróðir var bara ekki fæddur.  Sagan byrjar á því að ég verð fyrir því óláni að detta svona snyrtilega á andlitið að ég skildi aðra barnaframtönnina í efri góm eftir pikkfasta í forláta tekk-símaborði foreldra minna.  Það verður að taka það fram að á þessum árum var ég ansi völt á fótunum og það að ég færi á hausinn var nánast daglegt brauð skilst mér ......  Nema hvað tönnin mín varð eftir í borðinu með rót og öllu saman.  Eftir þónokkurn tíma lét fullorðinstönnin sjá sig og þá verulega skökk og ljót á lit.  Það varð til þess að á unglingsárum fékk ég svokallaða járnbrautarteina.  Í tannréttingaferlinu tók ég þá ákvörðun að fá mér postulínstönn í stað þessarar sem öll skellótt og skrítin á lit eftir fallið forðum.  Þar sem umrædd tönn hafði verið öðruvísi en hinar tennurnar til margra ára ákvað ég að hafa nýja postulínið obbolítið frábrugðið hinum tönnunum að lit.  En með árunum og samhliða miklum reykingum á tímabili jókst litamunurinn mikið og tannarskömmin fór að síga lítið eitt.  Fyrir skömmu síðan ákvað ég svo að láta þessa tönn fjúka og fá mér nýja og betri í hennar stað.  Þannig að nú er ég komin með framtönn sem sker sig nánast ekkert úr Grin

Þar til næst
~Anna~


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband