Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

10. október

diaryEkki fór það svo að ég næði takmarkinu að blogga einu sinni á dag eins og kennarinn sagði fyrir um.  Reyndar sagði hann að við ættum að skrifa í dagbók á hverjum degi en ég hef svo sem ekki gert það heldur þannig að nú verð ég að fara að bæta úr þessu.  Hvort sem það verður hérna í formi bloggs eða bara svona á gamla móðinn Smile 

Í gær fór ég í tíma númer 2 í félagslegri virkni hjá íþróttaálfinum sem að ég er b.t.w. búin að leggja vel á minnið að heitir Trausti en ekki íþróttaálfur Smile  Hann sleppti því auðvitað ekki að drífa okkur aðeins út í smá leik en sem betur fer þá var bara farið út á næsta auða bílaplan og aðeins í einn leik.  Veðrið bauð bara ekki upp á meira ......
Fyrir utan leikinn fór tíminn í að fjalla um hópa alls staðar í samfélaginu.  Hvernig þeir væru saman settir og hvaða hópum við tilheyrðum.  Alveg stórskemmtileg pæling.

Stóru fréttirnar frá mér eru kannski að í morgun var stóra takmarkinu náð !  Ég steig á vigtina og hún sýndi mér tölu sem að byrjar ekki á 9, ekki á 8 heldur byrjaði hún á 7 Grin  Þarna blasti við mér

79,5 kg 

Þetta þýðir að það eru farin 16 kíló síðan að ég byrjaði á breyttum lífsstíl og nú er ég búin að vinna fyrir verðlaununum.  Vegna efnahagsástandsins ætla ég samt að hinkra með það um sinn að spæna í Kringluna eða Smáralindina og kaupa verðlaunin .......

Ég er að rifna úr stolti af sjálfri mér Tounge


Tveggja daga blogg ......

Eitt af verkefnunum sem að okkur voru sett fyrir í skólanum á fimmtudaginn var að skrifa í dagbók á hverjum degi sem á svo að skila í lok kennslu í þessi fagi, þ.e. félagslegu virkninni.  Ég ákvað að nota bloggið sem vettvang fyrir þetta verkefni og rita hverja færslu hérna inn .... (Ehemm við skulum sjá hvernig gengur að skrifa á hverjum degi)  Svo er bara að copy / paste eða klippa og klístra þegar kemur að skilum prenti.  Helstu punktarnir sem að við fengum fyrir þessar dagbókarfærslur voru að við máttum ekki skrifa um vinnuna okkar heldur áttum við að skrifa um daglegt líf okkar og okkar eigin félagslegu virkni.

En hvað er félagsleg virkni ?  Þar sem að ég nenni varla að búa til mína eigin útgáfu af útskýringu á þessu fyrirbæri klístra ég hér inn texta sem að ég fann í áfangalýsingunni inni á mimir.is:

Fjallað er um þróun frístundastarfs og hugmyndafræði þess kynnt, þ.m.t. kenningar í félagssálfræði og hugmyndir um vöxt og þróun einstaklingsins. Komið er inn á helstu hugtök og þjónustuleiðir á sviði frístunda m.a. innan heilbrigðis- og skólakerfisins og sveitarfélaga. Í þessu sambandi eru kynntir helstu frístundamöguleikar og nemendur örvaðir til skapandi hugsunar á því sviði. Fjallað er um notendur félags- og heilbrigðisþjónustu og helstu aðferðir til að meta þörf þeirra og leiðir í frístundastarfi. Áhersla er lögð á að kenna nemendum að skipuleggja frístundastarf á sem fjölbreyttastan hátt með þarfir mismunandi einstaklinga að leiðarljósi, jafnframt því að kenna þeim að skynja og virða þarfir þeirra fyrir gefandi frístundastarf óháð heilsufari, hömlun, fötlun eða félagslegri stöðu.

Spennandi ekki satt ?

Dagurinn hjá mér var ósköp fábrotinn hvað félagslega virkni varðar.  Ég var eiginlega félagslega óvirk ..... ja eða allavega illa virk. 

Í morgun fór ég niður í Rimaskóla ásamt Sævari að horfa á leiksýningu hjá yngsta syni okkar og bekkjarfélögum hans.  Alveg frábær skemmtun sem krakkarnir kalla föstudagsfjör.

Þegar leið að því að sækja stelpuna mína í leikskólann vaknaði ég upp við þann vonda draum að ég var búin að steingleyma því að foreldrafélag leikskólans væri með kökubasar þennan dag og ég var ekki einu sinni farin að hugleiða hvað ég ætti að leggja til á basarinn.  Ég dreif mig að sækja stelpuna og samdi við umsjónarkonur basarsins að fá að borga mig út úr gleymskunni og lét þær bara hafa pening í stað köku. 
Eftir á að hyggja fannst mér það líka ekki góð hugmynd að ég færi að baka þar sem að ég hef ekki einu sinni smakka brauð hvað þá kökur í rúmlega 2 mánuði.  Ég var eiginlega fegin að hafa gleymt þessu ....

Þegar ég hafði sótt stelpuna og reddað mér út úr þessum kökuvandræðum fórum við Halla og sóttum konu sem að vinnur með mér og saman fórum við allar í Kringluna að kaupa sængur / skýrnargjöf handa vinkonu okkar og fyrrum vinnufélaga sem að eignaðist strák um daginn.

--------------------------------------------------------

4. október

Þegar ég kom heim úr vinnunni var ég staðráðin í að ný skyldi ég aldeilis sofa alveg til allaveganna 3.  Þar sem að ég vissi að ég fengi engan kvöldlúr áður en að ég færi á vakt nú í kvöld.  En að venju var ég glaðvöknuð rúmlega 1 og gat ekki með nokkru móti sofnað aftur þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að drífa sig á fætur og athuga hvar liðið mitt væri. 
Ég hringdi í karlinn minn og kannaði málið og þau voru rétt ókomin heim þannig að ég gerði mig klára í að fara út með þeim.  Við skruppum suður í Hafnarfjörð og kíktum við hjá vinkonu minni sem var í mestu vandræðum með rafmagnið heima hjá sér.  Hún mátti helst ekki horfa á háfinn fyrir ofan eldavélina hvað þá snerta hann því að þá sló öllu rafmagni út í íbúðinni og sá hinn sami sem var svo óheppinn að koma nálægt háfnum var í stórhættu að fá verulegar krullur af stuðinu ..... Óli minn var ekki lengi að kippa þessu í liðinn þannig að gestirnir sem að vinkona mín átti von á þurftu ekki að óttast að yfirgefan samkvæmið með krullur í hárinu. 

Í gær fór ég ekkert í ræktina þannig að það var ekkert annað í stöðunni en að drífa sig þangað og ólmast obbolítið áður en ég fór svo á haustfagnað Hrafnistu sem haldið var í Gullhömrum nú í kvöld.  Stórskemmtilegt kvöld með skemmtilegu fólki sem gerði það alveg þess virði að sleppa kvöldlúrnum fyrir vaktina.


Skólabyrjun, snjókoma og nýjustu tölur

Þá er fyrsti dagurinn í skólanum liðinn.  Ég mætti klukkan hálf fimm í dag niður í Rafiðnaðarskóla vitandi það eitt að fagið sem að ég væri að fara í héti "Félagsleg virkni".  Það var reyndar búið að hringja í mig frá skólanum í gær og mér tjáð að ég ætti að mæta vel klædd því kennarinn ætlaði með allt liðið út að ganga.  Ég hlíddi auðvitað og mætti í flíspeysu, dúnvesti og strigaskóm.  S.s. vel gölluð til gönguferðar.  EN það hékk sko meira á spítunni en gönguferð.  Það kom í ljós þegar líða tók á tímann að kennarinn er obbolítið félagslega ofvirkur og lét hann okkur ganga frá Rafiðnaðarskólanum og niður í Laugardal (að þvottalaugunum) og þar var liðið látið fara í allskyns leiki.  Flesta hafði ég aldrei farið í áður.  Í rauninni var "hlaupa í skarðið" eini leikurinn sem að ég hafði prófað áður.   Þetta var reyndar svona fullorðins útgáfa af hlaupa í skarðið og var í raun "ganga mjög hratt í skarðið" Tounge  Það mátti s.s. ekki hlaupa, bara ganga mjög hratt ........  Þetta uppátæki kennarans fór misvel í fólkið en flestir skemmtu sér þó alveg ágætlega á endanum sýndist mér.  Þegar við gengum svo til baka að skólanum fór að snjóa Pouty  Ég var orðin eins og snjókerling þegar ég kom að bílnum mínum, dauðfegin að vera loksins á leið heim .......
Það er ég viss um að kennarinn er svolítill íþróttaálfur í sér því að hann mæltist til þess að við mættum alltaf vel búnar í tíma hjá honum ..... Það er ég viss um að hann ætlar aftur með okkur út að leika .........

Í dag fór ég og sótti unglinginn minn í skólann því að ég var búin að "lána hann" Grin  Þetta er sko í þriðja sinn sem að Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins leytar til mín um að fá drengina mína lánaða.  Nú er Kristján í annað sinn í láni og Sigtrygg hef ég lánað einu sinni. 
Greiningarstöðin heldur einu sinni á ári námskeið í skipulagðri kennslu sem er byggð á hugmyndafræði TEACCH kerfisins.  Drengirnir mínir hjálpa til á þessu námskeiði með því að vera "nemendur" fyrir þá sem sitja námskeiðið.  Kristjáni mínum fannst þetta vera upphefð að fá að gera þetta
Grin

Í morgun kom svo að vikulegri ferð minni á vigtina og í dag sýndi hún töluna 81,2 Smile  Það þýðir 600 grömm niður á við og bara 1,3 kg í verðlaunin.  Ég var spurð tvisvar sinnum að því í dag í hverju verðlaunin fælust en þau felast í því að ég ætla að kaupa mér skó.  Ég gerði samning við sjálfa mig í upphafi um að þegar ég væri búin að léttast um 15 kíló þá keypti ég mér skó / stígvél sem að ég hef aldrei áður tímt að kaupa.  Þar sem að ég var 95,5 kíló í upphafi þá hefði vigtin orðið að sýna 80,5.  Ég ákvað samt að breyta samningnum þannig að ég fæ ekki verðlaunin fyrr en að blessuð vigtin sýnir mér tölu sem að byrjar á 7 Grin

 


Augnablik liðinna daga

Tíminn líður óðfluga eða eins og óð fluga ....... og ég hef ekki haft nennu í mér til að blogga.  Hef svo sem haft ýmislegt til að tjá mig um en einhvernveginn ekki haft mig í það fyrr en nú.  

Það sem gerst hefur í íslenskum fjármálaheimi undanfarna daga ætla ég ekki að tjá mig um í smáatriðum heldur láta duga að deila með ykkur mynd sem að ég fékk í e-mail í gær

S.l. helgi eða nánar tiltekið á s.l. laugardag brá ég mér á ráðstefnu um notendastýrða þjónustu.  Afar áhugaverð ráðstefna um fyrirkomulag þjónustu við fatlaða þar sem þjónustan er sniðin að notandanum en ekki öfugt eins og kerfið okkar hérna á klakanum hefur verið síðan elstu menn muna.  Þetta nýja kerfi er algjör snilld Smile  

Fyrir nokkru síðan fékk ég afar ánægjulegt símtal frá forstöðukonu Skammtímavistunarinnar í Hólabergi.  Hún hringdi til að bjóða unglingnum mínum skipti á helgum.  Það þýðir svona í stuttu máli sagt að hann er færður til um eina helgi og fær þá að vera með hinum unglingunum í Hólabergi en ekki vera elstur af öllum eins og staðan hefur verið undanfarin ár.  Þetta fannst unglingnum mínum afar mikið gleðiefni því að svo mikið var hann farinn að langa í tilfærslu að hann óskaði sér að hann fengi þetta í fermingargjöf í vor Grin 

Fimmtudagur á morgun ...... spennandi að vita hvað vigtin mín segir ????  S.l. fimmtudag sýndi blessunin 81,8 sem þýðir að ég er bara 1,9 kg frá því að fá verðlaunin mín Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband