Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ég á svo yndislegan mann !

gif_heart_298Ég bara verð að segja ykkur hvað ég á frábæran mann Smile  Ég hef stundum verið að stríða honum á því að það vanti svolítið meiri rómantík í hann og sagt honum að ég fari  að skrá hann í skóla, rómantík 103 Smile 

En hann kann samt að koma mér yndislega á óvart Smile  Akkúrat núna er ég í vinnunni, á aukavakt sem að ég tók fyrir vinkonu mína svo að hún geti haldið upp á afmæli mannsins síns.    Vaktin er búin að vera frekar róleg og ég setið á vaktinni, kíkt á bloggið, mbl.is og fleira.  Rétt áðan fannst mér ég heyra eitthvert skrítið hljóð og þegar að var gáð var þetta reminderinn á símanum mínum sem var að pípa.  Þegar ég tók símann upp blikkaði á skjáunum "Ég elska þig" Grin 

Hann Óli er alveg yndislegur og ég elska hann alveg heilan helling !


Útilega og ýmislegt fleira

S.l. föstudag keyrðum við miðjumanninn okkar hann Sigtrygg Einar í langþráða dvöl í sumarbúðum SLF í Reykjadal.  Hann er búinn að vita af þessu í nokkrar vikur og hefur biðin verið frekar löng að hans mati.  Hann fór í fyrsta skipti þangað í fyrrasumar og það gekk svo ljómandi vel að þegar var farið að minnast á Reykjadal aftur varð hann mjög spenntur og vildi ólmur fara þangað aftur Smile  Í dag fékk ég svo fréttir af drengnum, allt í góðu gengi og hann sæll og glaður með lífið Smile  Hvernig er hægt annað eftir að hafa fengið að fara að veiða, í sund, fjallgöngu og vaða, allt sama daginn Grin

umhverfi_05737S.l. helgi fór unglingurinn okkar hann Kristján Atli til pabba síns og Sigurjón Stefán kom til okkar.  Kristján fékk reyndar að velja hvort hann færi til pabba eða kæmi með okkur í útilegu.  Hann valdi rólegheitin hjá pabba Wink  En spurði samt hvort við færum ekki í aðra útilegu í sumar.  Við sögðum honum að það væri alveg öruggt að við færum í nokkrar útilegur í sumar þannig að hann væri sko ekki búinn að missa af því þó hann færi ekki með í þetta sinn. 
Seinnipartinn á föstudag var svo öllum gírnum ruslað út í bíl og við héldum af stað í útilegu.  Eftir að við höfðum hitt ferðafélagana, familíuna á Ormsstöðum,  á Selfossi héldum við áfram í samfloti við þau að Hellishólum í Fljótshlíð þar sem að við "tjölduðum" og höfðum það fínt um helgina.  Þarna á Hellishólum er alveg frábær aðstaða og stórskemmtilegt að vera.  Myndavélin var auðvitað með í ferðinni Wink Smellið á myndina hérna fyrir neðan til að sjá fleiri

DSC06423

Heima hjá mér er talið niður í brottför til Danmerkur og í gær sagði Kristján minn að það væru bara 11 dagar þangað til að við færum   Smile

Þangað til næst hafið það eins gott og þið getið Grin


Í vinnu á ný eftir ágætt frí

Nú er sælan á enda í bili og ég komin í vinnuna aftur Smile  Æi það er alveg ágætt að koma í vinnuna, hitta allt fólkið "mitt" og fara að hlakka til að fá næsta frí sem er einmitt þegar við förum til Danmerkur Grin 

vegabrefÞað sem að ég sagði í gríni í síðustu færslu, að ég ætti bara að senda fyrrverandi og núverandi saman með krakkahópinn, nefndi ég við manninn minn á fimmtudagskvöldið í gríni líka og honum fannst þetta fín hugmynd og í gærmorgunn fóru þeir saman með hópinn og sóttu um vegabréf fyrir þau öll.  Þannig að nú er von á 4 vegabréfum inn um lúguna í næstu viku Grin 
Sigtryggur minn var til að byrja með ekki alveg á því að fara í þetta.  "Ekki taka mynd" sagði hann og var svolítið órólegur yfir þessu.  Ég náði í passann hans Óla og sýndi honum og sagði honum jafnframt að hann yrði að eignast "svona bók" með mynd af sér ef hann ætlaði til útlanda í sumar.  Það fengi enginn að fara til útlanda sem ætti ekki svona bók.  Þetta virkaði og hann fór sáttur í  vegabréfaumsókn og stóð sig auðvitað mjög vel Smile

Nú er allt að verða klappað og klárt fyrir Danmerkurferðina.  Búið að sækja um vegabréf fyrir krílin og í dag gengum við frá pöntun á gistingu fyrstu nóttina í Danmörku.  Við fáum nefnilega ekki húsið fyrr en daginn eftir að við komum út.  Við pöntuðum okkur bændagistingu hér:

5-039
Lille Grynborg


Það er ýmist í ökkla eða eyra

Blogg númer 2 í dag og stundum ekki neitt í marga marga daga Grin  Ég bara mátti til þegar að ég sá eitt af commentunum við síðasta bloggi.  Hún Kolla var að spyrja hvar við verðum í Danmörku og svarið við því er þessi mynd:

Kolla mín, við verðum sko þarna í hvíta húsinu með gula þakinu  beint fyrir ofan ykkur þarna í Horsens Tounge Undir húsinu okkar stendum Hammel.   Það er aldrei að vita nema að við kíkjum til ykkar í kaffi ef það er í lagi Wink
Það eru svooo margir búnir að vera að spyrja mig þessarar spurningar þ.e. hvar við verðum í DK og ég bara get ekki munað þessi nöfn og hvað þá nákvæma staðsetningu Blush  Dönsk landafræði er langt frá því að vera mín sterkasta hlið sko ....  Þetta er svo nærmynd af húsinu "okkar" í DK:

 

 
 
Í dag var planið að fara með 2 gutta í vegabréfaumsókn í dag en þar sem að mér tókst að næla mér í einhverja djö.... pest sótti Sævar þá á leikjanámskeiðin og fór með þá  á lögreglustöðina í Kópavoginum (allt lokað í Borgartúninu og öllum vísað í Kópavoginn)  Þegar þangað kom hringdi hann í mig og sagðist ætla að fara bara með þá strax og opnar í fyrramálið því að það voru víst rúmlega 20 manns á undan þeim í röð og það voru gaurarnir mínir ekki alveg að sætta sig við að bíða eftir, sem skiljanlegt er.  Það væri kannski ráð að senda þá Óla og Sævar bara með allan hópinn í fyrramálið Tounge

Loksins komið að því ......

Það eru komnar myndir frá síðustu helgi !  Mamma er búin að spyrja mikið hvort að myndirnar séu nú ekki að fara koma inn á netið og nú er loksins komið að því.  145 stykki og þær má sjá á myndir.us/anna/gallery nú eða smella á myndina hérna að neðan Grin

Kirkjubólsdalur við Dýrafjörð 

S.l. fimmtudag lögðum við af stað vestur á Þingeyri.  Þar áttum við pantaðan sumarbústað og planið að eyða fjórum dögum þar ásamt því að heimsækja ömmu og afa.  Sumarbústaðurinn eða öllu heldur sveitabærinn sem við leigðum heitir Múli og er í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð. 
Þarna áttum við 4 alveg frábæra daga í alveg ágætis veðri.  Við fórum í sund á hverjum degi.  Fyrsta daginn fórum við í sund á Suðureyri og hina dagana á Þingeyri Smile  

Þessa dagana snýst allt um að undirbúa fyrirhugaða Danmerkurferð með alla fjölskylduna.  Fá vegabréf fyrir allt smáfólkið og ýmislegt fleira sem þarf að huga að.   

Blogga meira síðar ....... 


Blogg fyrir pabba minn :)

Á leið minni í vinnuna í gærkvöldi talaði ég við pabba minn.  Þegar við höfðum rætt saman um hin ýmsu málefni og ég var að  fara að kveðja spurði hann mig hvort að ég væri hætt að blogga Smile  Það er greinilega orðið aðeins of langt síðan síðast ....... Wink  En svona er þetta bara þegar sumarið brestur á en þá nenni ég voðalega sjaldan að blogga.  Ég kem til með að láta svolítið heyra frá mér í sumar en á frekar von á því að það verði í myndrænu formi frekar en rituðu máli. 

Framundan hjá mér og mínum er ferðalag vestur á Þingeyri til afa og ömmu.  Við leggjum af stað á fimmtudagsmorgunn og komum til baka n.k. mánudag Smile 

Í tilefni dagsins ein mynd að lokum:

187095A


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband