Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Jólakveðja

 
santa7Mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári !
 
Þúsund þakkir fyrir árið sem er að líða Smile
 
Jólakveðja
~Anna~ 

Aðeins 2 dagar til jóla !

Sem betur fer eru þeir bara 2 dagarnir fram að jólum.  Þetta segi ég ekki af því að mér leiðist jólin heldur er biðin svolítið erfið heima hjá mér.  Ætli biðin sé ekki ansi erfið mjög víða ....  Reyndar finnst mér jólin yndislegur tími en það er eins með þau eins og sumarið,  ég hlakka mikið til þeirra en er líka mjög fegin þegar þau eru búin ...... 
Ég var í fríi í gær og við fórum í Blómaval að kaupa jólatré.  Tréið góða fékk að gista svalirnar í nótt en núna í kvöld var það fært inn í stofu og sett í standinn svo að það væri nú örugglega orðið þurrt þegar skreytingameistararnir mínir taka til hendinni á morgun Smile  Kristján Atli og Sigtryggur Einar eru umtalaðir skreytingameistarar.  Kristján er búinn að vera í Hólabergi síðan á miðvikudaginn s.l. og við ætlum að sækja hann um hádegisbil á morgun svo að hann fái að vera með okkur við lokaundirbúning jólanna Smile
Þessi jólin verða "stóru" strákarnir hjá okkur Óla um jólin og minnsti stóri strákurinn okkar hjá pabba sínum Smile  Ég heyrði í Sigurjóni í síma núna í kvöld og hann sagði mér stoltur að hann væri sko búinn að hjálpa til við að skreyta tréð heima hjá honum og pabba Grin  

Í dag fórum við Óli í Kringluna.  Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema kannski fyrir það að við vorum að fara til að velja jólagjöfina frá pabba og mömmu frá því í fyrra !  Ekki seinna vænna að drífa í því sko ......Halo  Málið er að pabbi og mamma gáfu okkur pening "eyrnamerktan" því að við færum og veldum okkur spari matarstell og keyptum okkur fyrstu hlutina í það.  Framkvæmdagleðin hjá okkur er með slíkum ólíkindum að við tókum okkur heilt ár í að drífa í því að velja stellið Grin  

Að lokum mynd af skreytingameisturunum: 

 

IMG_8794

 

~Anna framkvæmdaglaða~ 


Ég heiti Anna og ég er NÖRD ...... (NOT)

Ég er alveg svakaleg !  Þannig er að um daginn var hringt í mig frá símanum og mér boðið svokallað "Safn".   En það er einskonar gagnageymsla á netinu.  Ég skráði mig auðvitað fyrir trallinu og byrjaði að setja ljósmyndir þar inn.  Svo einhverra hluta vegna hætti ég og gleymdi þessu alveg þangað til fyrir svona viku síðan en þá datt mér í hug að fara að hrúga myndum þarna inn.  Ég sest við tölvutrallið og byrja að moka myndum inn á "safnið mitt".  Nema hvað svo allt í einu hættir draslið að virka og ég var sko ekki kát Devil Hringi í 800-7000 og segi farir mínar ekki sléttar í viðskiptum við þetta dót !   Konan sem ég tala við fær hjá mér aðgangsorð og passa til að prófa að setja inn mynir og ekkert gengur ..... Hún segir mér að bilunin sé þá greinilega ekki staðbundin í vélinni hjá mér.  Eftir þetta er mér lofað að það yrði farið í að laga þetta strax daginn eftir.  Ég prófa trallið kvöldið eftir og ekkert gengur ....... Devil  Ég hringi aftur og kvarta yfir því að það skuli ekki vera búið að laga þetta árans dót !  Ég fæ afsökunarbeiðni eftir að nokkrar tilraunir hafa verið gerðar að setja inn myndir og annað loforð um að þetta yrði lagað daginn eftir ..... Kvöldið eftir sest ég við tölvuna mína og logga mig inn á safnið og fer að skoða mig um þar og uppgötva að plássið sem ég hafði skráð mig fyrir var orðið fullt og þess vegna vildi "helv... trallið" ekki taka við fleiri myndum Grin  Ég hafði skráð mig fyrir byrjunarpakkanum eða 500 mb og þeir sem hafa smá vit á þessu dóti sjá það í hendi sér að það komast nú ekki nein ósköp af myndum á það pláss .......  Nema hvað ég breytti auðvitað skráningunni minni í 2 GB og er hætt að ónáða aumingja fólkið sem svarar í símann 800-7000 ........  Er ég ekki klár ?

~Anna NÖRD~ 


Komin heim úr sveitinni

Ég ásamt Óla og öllum börnunum okkar skruppum norður yfir helgina.  Voða rólegt og gott í alla staði. 

Ég hef fengið kvartanir um að það sé illmögulegt og stundum ekki hægt að commenta á bloggið mitt.  Núna held ég að ég sé búin að laga þá hnökra sem voru að valda þessum vandræðum.

Meira síðar .....
~Anna~


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband