Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Alveg að bresta á ........

Það eru bara 2 dagar í stóra daginn Smile  og nær því nú varla því á laugardaginn klukkan 16:00 verðum við Óli gefin saman af sr. Bolla Pétri Bollasyni í safnkirkjunni í Árbæjarsafninu Grin 
Þetta er mín helsta afsökun fyrir bloggleysi undanfarna daga ...... ég er nefnilega alveg að springa úr spenningi og stressi Smile  Það er samt allt að verða græjað ....... búin í "framköllun" og sveru andlitsbaði nú og svo er mín komin með svaaaaaaaaaaaaaaakalegar neglur og svo er bara að mæta í sprautun á morgun Grin  Úffffffffffffff 

Meira seinna .....
Sennilega þegar ég er orðin gift kona  Cool


Síðan síðast .....

hefur ýmislegt gerst hjá undirritaðri.  Mannsefnið mitt skilaði sér heim rétt eftir hádegi á 17. júní.  Heilsufarið hjá honum blessuðum var alveg ótrúlega gott.  Allavega miklu betra en ég átti von á ......  Það varð svo sem ekki mikið úr deginum hjá okkur því Halla litla var orðin lasin þannig að við létum nægja að fara í smá bíltúr og svo í mat til tengdó um kvöldið.    Halla er búin að vera með hita síðan eða þangað til í kvöld en þá var hún hitalaus. 

IMG_9943
Halla Katrín á góðri stund Smile

Á mánudaginn kom unglingurinn minn hann Kristján Atli heim eftir rúmlega 1/2 mánaðar dvöl fyrir norðan ýmist í sveitinni hjá Árnýju systir eða á Blönduósi hjá afa sínum og ömmu. 
Elsku Árný, mamma og pabbi og allir hinir, takk fyrir strákinn minn stóra
Núna eru þeir bræður byrjaðir á leikjanámskeiði í Langholtsskóla.  Það er ekki laust við að ég finni hvað þeir eru fegnir að byrja í "sumarskólanum", hann hefur verið fastur passi í lífi þeirra svo lengi. 
Í dag fór Sigtryggur Einar í Hólaberg og hann kemur heim aftur á fimmtudaginn.  Nú fer að líða að því að það loki í Hólabergi, þ.e. árleg sumarlokun en við vorum svo séð að skipuleggja sumarfríið okkar meðan að sú lokun stendur yfir.

Snúður ÖnnusonÁður en að Kristján Atli kom heim dreif ég mig í að taka herbergið hans rækilega í gegn.  Og þá er ég sko að meina RÆKILEGA !  Eitt af því sem sat á efstu hillu í herberginu hans var gamli bangsinn minn hann Snúður karlinn, orðinn vel rykugur og slitinn.  Þegar ég tók hann niður og ætlaði með hann út að dusta af honum rykið sá ég að það hefði í raun engan tilgang, hann mundi örugglega detta í sundur við það.  Þarna voru örlög hans ráðin .... Ég fór með hann inn í stofusófa og tók af honum myndir og svo fór hann með öðru dóti út í bíl og þaðan í sorpu Crying
Rosalega er erfitt að láta svona dót fara.  Þessi bangsi er búinn að vara stór hluti að lífi mínu í svo langan tíma.  Ég fékk Snúð þegar pabbi og mamma ákváðu að nú skildi ég hætta að skríða uppí til þeirra á nóttunni.  Áætlun þeirra tókst og ég steinhætti að fara inn til þeirra á nóttunni.

 

Núna eru bara 10 dagar og 13 klst þangað til að stóra stundin rennur upp !  Ég verð að viðurkenna að ég er orðin þokkalega spennt og svolítið stressuð Pouty  Ég var alveg viss um að ég væri sko búin að græja allt og undirbúa en þegar betur var að gáð þá voru ýmsir litlir og laflausir endar eftir ....... en ekkert sem næst ekki að græja í tæka tíð !

Þar til næst ..... Hafið það eins gott og þið mögulega getið !

 


Numinn á brott !

Já tilvonandi eiginmaður minn var numinn á brott í dag af mjög vafasömum mönnum Gasp Nei ..... smá grín ..... þeir voru ekki svo vafasamir Smile  Þarna voru á ferðinni félagar hans sem komu að sækja hann í þeim tilgangi að steggja greyið hann Óla minn Tounge  Ég hef nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því hvert átti að fara með hann og gera við hann og satt að segja er það allt mjög saklaust.  Allavega í samanburði við það sem ég varð vitni að í dag.  Ég fór niður í Rimaapótek í dag og á planinu þar kom hópur af mönnum út úr bíl.  Einn af þessum mönnum var mjög svo undarlegur til fara og greinilega alls ekki edrú.  Strákgreyið var í kvennærfatnaði með sokkaböndum og alles í næfurþunnum undirkjól Smile  Félagar hans voru sennilega ekki edrú heldur og voru þeir að láta greyið fara inn í verslanir í þessari múnderingu Smile 
Félagar hans Óla fóru með hann í river rafting og svo í sumarbústað þar sem átti að grilla og fá sér obbolítið í eina tánna.  Ég fékk hátíðlegt loforð um að þeir mundu skila honum, ja eða restinni af honum heim ekki seinna en á hádegi á morgun Grin

 


Það eru bara .....

16 sólarhringar, 11 klukkustundir og 10 mínútur þangað til að stóra stundin rennur upp Smile
eða 395 klukkustundir og 10 mínútur ..........
já eða 23.710 mínútur !

Svei mér þá þetta er að bresta á !!!!!


Það er víst bannað að ljúga ...

nema þegar það hefur mjög jákvæðan tilgang og gert öðrum til hagsbóta (eða er það ekki ?) Ég laug nefnilega að litlu systur minni núna nýlega Pouty   En allt var það nú samt gert til að gleðja hana sko Grin   Málið er nefnilega að ekki fyrir löngu síðan hringdi kærastinn hennar í mig og bað mig um að hjálpa sér svolítið.  Þau ætluðu að koma í borgina um helgina og gista hjá mér og hann langaði að koma henni svolítið á óvart á föstudagskvöldið.  Mitt hlutverk var að finna upp á einhverju til að hún færi í sparifötin og hefði sig til án þess að vita hvert hún væri í rauninni að fara .......  Eftir smá umhugsun hringdi ég í hana og bað hana að gera mér þann greiða að mæta með mér á opnun á ljósmyndasýningu.  Maðurinn minn kæmist ekki með mér og ég vildi ekki fara ein.  Hún var nú ekkert voða spennt í fyrstu en auðvitað lét hún eftir mér ....... Wink   Þrátt fyrir að ég væri að fara á næturvakt spilaði ég áfram með og við systurnar drifum okkur í að taka okkur til fyrir "opnunina"Smile   Það var auðvitað farið í sturtu, smelltum okkur í bingógallann, hárið blásið og sléttað og sparslað í mestu hrukkurnar í andlitinu og helstu línur skerptar þar ...... Þegar komið var að því að fara af stað blasti við henni kærastinn (auðvitað kominn í bingógallann) á HRIKALEGA flottum bíl að sækja hana LoL   Nú þau fóru út að borða eitthvað svakalega fínt og ég fékk mér pizzusneið, lagði mig í smá stund og fór svo svona svakalega fín í VINNUNA Grin

Stóð upp í fyrsta sinn

Hún Halla Katrín stóð upp í fyrsta sinn alveg sjálf í gær Smile  Ég var svo stálheppin að myndavélin var innan seilingar þannig að ég náði mynd af litlu hetjunni:

 DSC05097

Hún stóð ekki lengi en þegar hún reyndi aftur skömmu seinna var ég tilbúin með myndavélina á upptöku og náði smá myndbandbroti af því Smile 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband