Reykjavík - Mosó - Húsafell - Reykjavík

Þetta er s.s. ferðaröð dagsins í dag.  Við byrjuðum daginn á að skreppa í heimsókn í Mosóborg eins og Sigurjón kýs að kalla staðinn Glottandi  Þar fórum við í morgunkaffi til Öllu og Valla.  Valli var að vísu ekki heima fyrst um sinn.  Við fengum alveg dýrindis kaffi og enn betri pönnukökur.  Ekki amalegt að fá kaffi og pönnsur í morgunmat .... ja kannski ekki alveg það hollasta en það er laugardagur í dag og laugardagar eru jú nammidagar ..... ekki bara hjá börnunum mínum heldur líka hjá mér Brosandi  Sigtryggur og Sigurjón skemmtu sér konunglega við að skoða og leika við kanínur með Signýju frænku.  Sigtryggur fór meira að segja í leiðangur með Signýju að leyta að villtum kanínum.  Þau náðu svo sem engri en sáu víst 2. 
Eftir morgunkaffið í Mosóborg drifum við okkur í bíltúr upp í Húsafell að heimsækja vinafólk okkar í sumarbústað þar.  Komum svo heim rétt um kvöldmatarleytið með allt litla stóðið okkar þreytt og ánægt með daginn Hlæjandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband