Vegabréfið fundið

Nú líður að því að ég fari til Boston og það er ekki laust við það að ég hlakki svolítið til Glottandi  Um daginn dreif ég mig í að leyta að blessuðu vegabréfinu og í stuttu máli sagt þá sneri ég heimilinu hreinlega við, við að leyta að þessum bévaða pésa Öskrandi  Ég varð að játa mig sigraða fyrir heimilisdraugnum sem ég auðvitað kenndi um að hafa stolið vegabréfinu og fór og sótti um nýtt vegabréf.  Ég sótti um nýtt þann 20. sept og konan sem afgreiddi mig spurði hvort það væri ekki nóg fyrir mig að vera búin að fá þetta í síðasta lagi 4. október.  Það var auðvitað í lagi því ég fer ekki út fyrr en þann 18. október.  Daginn eftir að ég sótti um eða þann 21. sept kom nýja vegabréfið inn um lúguna hjá mér Hissa  Þetta kalla ég snögga þjónustu.
Í dag er svo 24. september og ég var að skipta um herbergi fyrir Kristján Atla og í því brambolti og tilfæringum haldiði að ég finni ekki hitt %#/$#$/%$(%& djö vegabréfið Öskrandi  Þetta á samt að vera betra vegabréf sem ég er komin með núna.  Þ.e. ef mar er að fara til USA.  Þá á þetta víst að vera betra heldur en gömlu sneplarnir.

Eins og fram kom hér að ofan þá vorum við að gera smá breytingar hérna heima.  Við færðum Kristján Atla inn í herbergið við hliðina á baðinu.  Karl-greyið var ekki alveg að höndla að vera í forstofuherberginu.  Það stressaði hann að vita af útidyrahurðinni rétt hjá sér og svo var líka erfitt fyrir hann að vera svona langt frá okkur ..... Vonandi verður þessi breyting til þess að honum líði betur og gangi betur að sofna á kvöldin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband