Blessaður jólasveinninn

Nú er komið að því einu sinni enn að fara að aðstoða blessaðan jólasveininn sem þeytist um allan heim og gefur góðu börnunum í skóinn.  Það er að vísu ekki fyrr en aðra nótt sem að sá fyrsti kemur til byggða, samkvæmt venju er það blessaður karlinn hann Stekkjastaur sem staulast í bæinn. 

Á hverju ári hef ég heitið sjálfri mér því að vera svolítið forsjál og fara í innkaupaleiðangur snemma til að kaupa eitthvað smálegt fyrir sveinka ef hann skyldi ekki hafa tíma til að kíkja við sjálfur Wink  En eins og öll hin árin sem að ég hef heitið þessu klikka ég á því og þarf því þess vegna að kíkja í búð á morgun og redda þessu ......

Tvisvar sinnum hef ég látið tilleiðast og keypt kassa til styrktar einhverju góðu málefni (SÁÁ held ég) en jafnoft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með innihald kassans þannig að ég hef gefist upp þeirri leið.   

Heima hjá mér er trúað á þann rauðklædda og litla (stóra) liðið mitt bíður spennt eftir því að setja skóinn út í glugga annað kvöld.  Ég hef lengi velt því fyrir mér með þann elsta hvort hann trúi í raun og veru eða ekki og ef hann trúir hvernig tekur hann því ef að hann lendir í því að einhverjir krakkar leiðrétta þetta við hann eða gera grín að því að hann trúi á sveinka.  Í dag tók ég ákvörðun um að tala við drenginn og segja honum "sannleikann um sveinka".  Í ljósi þess hversu viðkvæmur hann getur verið ákvað ég að útskýra málið fyrir honum sjálf í stað þess að taka sénsinn á því að hann heyrði þetta einhversstaðar þar sem hann fengi ekki næga útskýringu með.  

Þegar drengurinn kom heim úr skólanum í dag ræddum við málið.  Svei mér þá ...... ég held að þetta sé eitt það erfiðaðsta sem að ég hef þurft að útskýra fyrir honum.  En eftir langt og mjög athyglisvert spjall milli okkar mæðginanna virtist hann vera búinn að ná þessu og var sáttur.    Sér í lagi þegar ég var búinn að segja honum að hann hætti ekkert að fá í skóinn þó hann vissi af þessu, þetta yrði bara leyndó okkar á milli svo að systkini hans gætu trúað lengur.  Þau eru jú börn ennþá en hann alveg að verað fullorðinn.   Það var alveg greinilegt á tali drengsins að hann trúði af öllu hjarta þannig að þetta var svolítið erfitt fyrir hann en það var örugglega rétt ákvörðun hjá mér að segja honum þetta sjálf ......

Smá viðbót; fyrir þá sem ekki þekkja til þá er sonur minn sem um ræðir næstum 15 ára gamall og einhverfur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Engin hreindýrategund sem við þekkjum getur flogið. Hins vegar er álitið að rúmlega 300.000 tegundir af lífverum séu ennþá óflokkaðar og þó að mest af þeim séu skordýr og sýklar, er ekki hægt að álíta svo óyggjandi sé að fljúgandi hreindýr sé til, og aðeins einn maður hefur séð, það er jólasveinninn.


Talið er að heiminn byggi um tvær biljónir barna þ.e. undir 18 ára aldri. En þar sem Jólasveinninn virðist ekki annast þá sem eru Múslimir,Hindúar, Gyðingar eða Búdda trúar, nær umfang starfsemi hans aðeins til u.þb. 15% af heildinni, eða 378 milljóna ef marka má nýjustu manntalsheimildir. Á hverju heimili er að finna að meðaltali 3.5 börn sem þýðir að þau búa á 91.8 milljón heimilum. Við skulum gera ráð fyrir því að a.m.k. eitt gott barn sé að finna á hverju heimili.
Jólasveinninn hefur 31 stund til að skila hlutverki sínu svo við tökum með í reikninginn hin mismunandi tímahvel jarðar og að hann fari frá austri til vesturs sem er jú rökrétt. Það þýðir að hann þarf að komast yfir 822,6 heimili á hverri sekúndu, það er að segja hvert kristið heimili þar sem a.m.k. eitt gott barn er að finna.

Jólasveinninn hefur 1/1000 úr sekúndu til að leggja sleðanum, hoppa af honum, stökkva niður um reykháfinn, troða gjöfunum undir jólatréð, fylla skóna, hirða það sem skilið hefur verið eftir handa honum, klifra aftur upp um reykháfinn, koma sér fyrir á sleðanum og að næsta húsi. Ef við gerum ráð fyrir að öll þessi 91.8 milljón húsa séu nokkuð jafnt dreifð um jörðina sem við þó vitum að ekki er alveg rétt, eru rétt um 125 km milli húsa. Það gera samtals 800.000 km sem jólasveinninn þarf að ferðast. Þetta þýðir að hann þarf að fara á 1040 km hraða á sekúndu sem er um þrjú þúsund sinnum hraði hljóðsins. Til samanburðar má geta þess að hraðskreiðasta farartæki sem maðurinn hefur búið til er Geimkanninn Ulysses sem silast áfram á 44 km hraða á sekúndu en venjulegt hreindýr getur hlaupið hraðast á 24 km hraða á klukkustund.


Hyggjum nú aðeins að farangrinum á sleða jólasveinsins. Gerum ráð fyrir að hvert barn fái ekkert annað en miðstærðina á lego kubba pakka sem vegur ca.eitt kíló, eru 321.300 tonn á sleðanum án þess þó að telja jólasveininn sjálfan með, sem yfirleitt er lýst sem þungum manni. Á landi getur venjulegt hreindýr dregið 150 kg. Jafnvel þó við gerum ráð fyrir að fljúgandi hreindýr geti dregið 10 sinnum meiri þyngd þarf meira en 8 eða jafnvel 10 til að vinna þetta verk.  Við þyrftum 214.200 hreindýr.  Slíkur fjöldi eykur á heildarþungan svo hann verður 353.430 tonn. Til samanburðar er það fjórum sinnum þyngd skemmtiferðaskipsins Elísabetu drottningu.


Þegar að rúmlega 353.000 tonn fljúga í gegnum loftið á 1040 km hraða á sekúndu skapast mikið loftviðnám. Loftviðnámið verður til þess að hreindýrin hitna á sama hátt og þegar að geimflaug kemur inn í gufuhvolf jarðar. Fyrstu tvö hreindýrin þurfa að þaka á sig 14,3 trilljónir orkueininga á sekúndu, hvert um sig. Í stuttu máli mundu þau samstundis leysast upp í hitanum og þannig færi einnig um þau sem á eftir fylgdu. Þar að auki mundi stórkostleg hraðasprenging verða í kjölfar þeirra svo að allur hreindýrahópurinn mundi verða að engu á 4.26 þúsundustu úr sekúndu. Jólasveinninn yrði á meðan að þola hröðunaráhrif sem væru 17.500,06 meiri en aðdráttarafl jarðar. 150 kg jólasveinn sem þó væri í léttara lagi ef marka má sumar myndir af honum, yrði þrýst aftur í sleðann með 2.157.507,5 kg afli.


Niðurstaða alls þessa er að ef að jólasveinninn afhent einhverntíma gjafir á jólanótt, er hann nú dauður.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Almáttugur hvað þetta er skemmtileg lesning ......
Hafðu bestu þakkir fyrir þessi sterku rök fyrir því að jólasveinninn sé ekki til. En hvað gerir það manni að hafa smá trú ?

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá bætti ég við færsluna smá klausu þess efnis að umræddur sonur minn er alveg að verða 15 ára gamall og einhverfur.

Anna Gísladóttir, 11.12.2008 kl. 10:59

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekkert að því að hafa smá trú Anna, en það skiptir vissulega máli hvað maður trúir á. Annars sendi ég þennan pistil til að sýna þér hvernig þetta lýtur út frá sjónarhorni vantrúarmannsins sem eins og einhver sagði, veit hvað allt kostar en þekkir ekki verðmæti neins.

kv, 

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Takk fyrir þetta   Skil hvað þú meinar held ég en það sem að ég meinti er að trúa á jólasveininn, eða annað sem vekur gleði gerir manni ekkert illt svo lengi sem að sú trú gangi ekki of langt og kannski þess vegna vel ég ákveðinn tímapunkt til að segja börnunum mínum sannleikann og ræða málið við þau.

Anna Gísladóttir, 11.12.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: www.zordis.com

Þú þekkir engilinn þinn best og hefur örugglega gert rétt. Hjartað hefur eflaust tekið nokkur slög af vonbrigðum en honum líður vonandi betur með sannleikann!

Ég held samt að jólasveinninn sé til og fullt af þeim. Jólaknús til ykkar .....

www.zordis.com, 11.12.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æji greyið kallinn...örugglega erfitt að þurfa að kyngja því að jóli sé ekki til, sérstaklega þar sem hann trúði svona mikið á hann.

En ég held að miðað við þessi rök frá Svani þá er alveg útilokað að trúa á jólasveininn....ja nema þeir séu bara fleiri en einn (eða þrettán) og skipti með sér verkum, hehe:) Frábær lesning engu að síður:)

Jólaknús í kotið Anna mín**

Berta María Hreinsdóttir, 11.12.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband