Apótek eru stórhættulegir staðir !

Ég hef lengi átt við þann leiða vanda að stríða að eiga mjög erfitt með að þurfa að bíða mikið eftir afgreiðslu lyfja í apótekum.  Jú, það endar sko yfirleitt með því að ég fer að rölta um staðinn meðan að ég bíð og þá finn ég alltaf (já eða næstum alltaf) einhver bráðnauðsynlegan óþarfa sem ég bara verða að kaupa !  Fer jafnvel inn  með lyfseðil fyrir lyfjum sem ég þarf ekki að borga fyrir en kem samt út 2 - 3000 krónum fátækari ......Pouty  Þess vegna finnst mér þessi apótek vera stórhættulegir staðir !

Ég vann hins vegar mikinn sigur í dag þegar ég fór inn í Rimaapótek, eins og venjulega í þeim erindagjörðum að leysa út lyf fyrir syni mína.  Þegar ég lagði af stað að heiman einbeytti ég mér að því að hugsa og söngla fyrir munni mér "bara ná í lyfin, bara ná í lyfin"  Þetta var svona eins og ég væri að reyna að dáleiða sjálfa mig sko ...... Viti menn, þetta virkaði næstum því alveg.  Ég náði í lyfin og keypti bara einn brúsa af hárnæringu, svona flækjusprey, en þessi nauðsynlegi vökvi er alveg að verða búinn heima hjá mér Grin  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já apótek geyma ýmsan varning sem ég á auðvelt með að langa í og þá er ég ekki að tala um smokka hehe

bkv bev

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Anna: Kannast við þetta.

Bryndís.. hahahahaha

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.12.2008 kl. 07:42

3 identicon

Það varð rekstrarhalli í Lyfju í Lágmúla eftir að ég flutti norður. Þvílíka magnið af allskyns dollum, túpum, krukkum og boxum sem ég hef staulast út með þaðan.

Hjúkkitt að Lyfja á Blönduósi og Skagaströnd bjóða ekki upp á neinn óþarfa... nema smá :)

Kveðja,

Eva

Eva á Sturluhóli (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband