Skólabyrjun, snjókoma og nýjustu tölur

Þá er fyrsti dagurinn í skólanum liðinn.  Ég mætti klukkan hálf fimm í dag niður í Rafiðnaðarskóla vitandi það eitt að fagið sem að ég væri að fara í héti "Félagsleg virkni".  Það var reyndar búið að hringja í mig frá skólanum í gær og mér tjáð að ég ætti að mæta vel klædd því kennarinn ætlaði með allt liðið út að ganga.  Ég hlíddi auðvitað og mætti í flíspeysu, dúnvesti og strigaskóm.  S.s. vel gölluð til gönguferðar.  EN það hékk sko meira á spítunni en gönguferð.  Það kom í ljós þegar líða tók á tímann að kennarinn er obbolítið félagslega ofvirkur og lét hann okkur ganga frá Rafiðnaðarskólanum og niður í Laugardal (að þvottalaugunum) og þar var liðið látið fara í allskyns leiki.  Flesta hafði ég aldrei farið í áður.  Í rauninni var "hlaupa í skarðið" eini leikurinn sem að ég hafði prófað áður.   Þetta var reyndar svona fullorðins útgáfa af hlaupa í skarðið og var í raun "ganga mjög hratt í skarðið" Tounge  Það mátti s.s. ekki hlaupa, bara ganga mjög hratt ........  Þetta uppátæki kennarans fór misvel í fólkið en flestir skemmtu sér þó alveg ágætlega á endanum sýndist mér.  Þegar við gengum svo til baka að skólanum fór að snjóa Pouty  Ég var orðin eins og snjókerling þegar ég kom að bílnum mínum, dauðfegin að vera loksins á leið heim .......
Það er ég viss um að kennarinn er svolítill íþróttaálfur í sér því að hann mæltist til þess að við mættum alltaf vel búnar í tíma hjá honum ..... Það er ég viss um að hann ætlar aftur með okkur út að leika .........

Í dag fór ég og sótti unglinginn minn í skólann því að ég var búin að "lána hann" Grin  Þetta er sko í þriðja sinn sem að Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins leytar til mín um að fá drengina mína lánaða.  Nú er Kristján í annað sinn í láni og Sigtrygg hef ég lánað einu sinni. 
Greiningarstöðin heldur einu sinni á ári námskeið í skipulagðri kennslu sem er byggð á hugmyndafræði TEACCH kerfisins.  Drengirnir mínir hjálpa til á þessu námskeiði með því að vera "nemendur" fyrir þá sem sitja námskeiðið.  Kristjáni mínum fannst þetta vera upphefð að fá að gera þetta
Grin

Í morgun kom svo að vikulegri ferð minni á vigtina og í dag sýndi hún töluna 81,2 Smile  Það þýðir 600 grömm niður á við og bara 1,3 kg í verðlaunin.  Ég var spurð tvisvar sinnum að því í dag í hverju verðlaunin fælust en þau felast í því að ég ætla að kaupa mér skó.  Ég gerði samning við sjálfa mig í upphafi um að þegar ég væri búin að léttast um 15 kíló þá keypti ég mér skó / stígvél sem að ég hef aldrei áður tímt að kaupa.  Þar sem að ég var 95,5 kíló í upphafi þá hefði vigtin orðið að sýna 80,5.  Ég ákvað samt að breyta samningnum þannig að ég fæ ekki verðlaunin fyrr en að blessuð vigtin sýnir mér tölu sem að byrjar á 7 Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lýst vel á þennann kennara :) til hamingju með nýjustu tölur og keep up the good work

Brynhildur (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 14:20

2 identicon

Sæl Anna mín

takk fyrir síðast.  Þú átt frábæran strák, sem stóð sig með stakri príði í dag og gær.  Þú átt skilið mikið hrós fyrir dugnaðin í átakinu þínu. Vona að þú eigi eftir að finna þessi  fínu  stígvél, þú átt þau svo sannalega skilið.                                                                       Kv.María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband