Í vinnu á ný eftir ágætt frí

Nú er sælan á enda í bili og ég komin í vinnuna aftur Smile  Æi það er alveg ágætt að koma í vinnuna, hitta allt fólkið "mitt" og fara að hlakka til að fá næsta frí sem er einmitt þegar við förum til Danmerkur Grin 

vegabrefÞað sem að ég sagði í gríni í síðustu færslu, að ég ætti bara að senda fyrrverandi og núverandi saman með krakkahópinn, nefndi ég við manninn minn á fimmtudagskvöldið í gríni líka og honum fannst þetta fín hugmynd og í gærmorgunn fóru þeir saman með hópinn og sóttu um vegabréf fyrir þau öll.  Þannig að nú er von á 4 vegabréfum inn um lúguna í næstu viku Grin 
Sigtryggur minn var til að byrja með ekki alveg á því að fara í þetta.  "Ekki taka mynd" sagði hann og var svolítið órólegur yfir þessu.  Ég náði í passann hans Óla og sýndi honum og sagði honum jafnframt að hann yrði að eignast "svona bók" með mynd af sér ef hann ætlaði til útlanda í sumar.  Það fengi enginn að fara til útlanda sem ætti ekki svona bók.  Þetta virkaði og hann fór sáttur í  vegabréfaumsókn og stóð sig auðvitað mjög vel Smile

Nú er allt að verða klappað og klárt fyrir Danmerkurferðina.  Búið að sækja um vegabréf fyrir krílin og í dag gengum við frá pöntun á gistingu fyrstu nóttina í Danmörku.  Við fáum nefnilega ekki húsið fyrr en daginn eftir að við komum út.  Við pöntuðum okkur bændagistingu hér:

5-039
Lille Grynborg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Alltaf gaman að byrja aftur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.6.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: www.zordis.com

Þetta kalla ég samvinnu!  Flott hjá ykkur ... í fyrstu misskildi ég og sá Xið og núið saman í danaveldi með hópinn en svo kom ljós!

ÁST OG FRIÐUR

www.zordis.com, 16.6.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:34

4 identicon

Þið eruð ótrúleg, svei mér þá,. hafið það yndislegt og verið góð hvert við annað.

Sigrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband