Loksins komið að því ......

Það eru komnar myndir frá síðustu helgi !  Mamma er búin að spyrja mikið hvort að myndirnar séu nú ekki að fara koma inn á netið og nú er loksins komið að því.  145 stykki og þær má sjá á myndir.us/anna/gallery nú eða smella á myndina hérna að neðan Grin

Kirkjubólsdalur við Dýrafjörð 

S.l. fimmtudag lögðum við af stað vestur á Þingeyri.  Þar áttum við pantaðan sumarbústað og planið að eyða fjórum dögum þar ásamt því að heimsækja ömmu og afa.  Sumarbústaðurinn eða öllu heldur sveitabærinn sem við leigðum heitir Múli og er í Kirkjubólsdal við Dýrafjörð. 
Þarna áttum við 4 alveg frábæra daga í alveg ágætis veðri.  Við fórum í sund á hverjum degi.  Fyrsta daginn fórum við í sund á Suðureyri og hina dagana á Þingeyri Smile  

Þessa dagana snýst allt um að undirbúa fyrirhugaða Danmerkurferð með alla fjölskylduna.  Fá vegabréf fyrir allt smáfólkið og ýmislegt fleira sem þarf að huga að.   

Blogga meira síðar ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög falleg mynd af Kirkjubólsdal. Takk fyrir þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sæl Anna,

Hvar og hvenær verðið þið fjölskyldan í Danmörku? 

Kolbrún Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: www.zordis.com

Falleg myndin sem þú sýnir!  Nú ætla ég að fara og skoða hinar ....

Fallegt fyrir vestan, ekki spurning!

www.zordis.com, 12.6.2008 kl. 20:07

4 identicon

Sæl Anna mín

 Ég sé að þið hafið haft það fínt í sveitinni minni. Amma mín er frá Kristjubóli og frændfólk mitt býr þar enn. Það á einnig Múla

Kv. MB

Magga Bjarna (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband