Þar kom að því ......

... að hringingin sem að ég hef verið að bíða eftir kom.  Mamma mín hringdi í mig í dag og sagði mér að nú væri komið að því að það væri búið að selja sveitina mína.  Ja eða sveitina okkar ...... Þetta er svo sem búið að standa til ansi lengi en vegna ýmissa ástæðna hefur þetta dregist mikið og á tímabili hélt ég satt að segja að það yrði hreinlega ekkert af þessu.  Kannski hefur pínulítill hluti af mér óskað þess að ekkert yrði af þessu til að ég þyrfti ekki að takast á við það að sjá á eftir æskuheimilinu mínu í sveitinni í hendur ókunnra manna.  En nú er þetta staðreynd og mamma sagði að þau væru búin að skrifa undir og það væri ekki aftur snúið. 

Pabbi og mamma keyptu sveitina sumarið áður en ég varð 7 ára.  Ein af fyrstu minningum mínum á æfinni eru frá því að ég fékk að fara með pabba í sveitina og skoða.  Ég man sérstaklega eftir því þegar bóndinn sem þá átti sveitina labbaði með okkur í fjárhúsin.  Fyrir ofan þau var svo mikil drulla að  við urðum að ganga eftir löngum planka yfir drulluna til að komast inn. 

Í dag batt ég einn af síðustu hnútunum í fermingarundirbúningnum (púff þetta er langt orð....), ég pantaði fermingartertuna !  Ég kom við í ísbúðinni á leið minni á námskeiðið í dag og pantaði 40 manna ístertu.  Núna er bara eftir að kaupa skó á unglinginn og baka slatta ......

Já og alveg rétt það eru bara 14 dagar þar til að ég fer til London !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er ekki vel við hæfi að óska ykkur til hamingju ... endir er líka góður því þá kemur nýtt upphaf!  Vona að foreldrar þínir og systkyni séu sátt og sæl.

London ... væri alveg til í smá hopp og hí þar!

www.zordis.com, 27.2.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

æi..maður vill alltaf halda svolítið í enda eru þetta ræturnar..

Agnes Ólöf Thorarensen, 27.2.2008 kl. 22:34

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég væri alveg til í að flytja í sveit og prófa það í einhvern tímaog vera með hesta,það yrði yndislegt .

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.2.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skil þig vel sambandi við sveitina þetta er alltaf sárt enda eru ræturnar þar.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég er fædd og uppalinn í sveit.... í Dalasýslu og bjó þar fyrstu 6 ár ævi minnar.  Þar eru ræturnar..... ræturnar þínar munu alltaf vera í sveitinni þinni, jafnvel þótt hún hafi nú skipt um eigendur.

Kveðja til ykkar allra:) 

Kolbrún Jónsdóttir, 28.2.2008 kl. 17:50

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef aldrei verið í sveit en heimsótt marga... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.2.2008 kl. 19:53

7 Smámynd: Garún

Mín bestu ár voru í sveitinni þar sem ég sá um að gefa heimalingunum og kálfunum, reka beljur, moka og benda sæðinginn á rétta belju.  Karakter byggjandi.  En þegar einni bók er lokið þá er bara að hafast handa við að lesa þá næstu!

Garún, 29.2.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband