Leitin að betri heilsu

Djöfull getur það verið pirrandi að langa til að gera 100 hluti en geta ekki vegna vankunnáttu gert 20 % af þeim og hefur ekki orku í að gera 80 % Devil  Þannig líður mér einmitt núna.  Heilsan er samt á uppleið en mikið %()%&($%&$ er það að ganga hægt finnst mér.  Í morgun fór ég á stúfana í leit að töfralausnum við kvefi og annarri óáran sem er að hrjá mig.  Ég fór í Heilsuhúsið og skoðaði mig vel um.  Fljótlega kom til mín alveg yndælis manneskja og bauð fram aðstoð sína við að finna það sem ég var að leita að.  Það var nú svo sem ekki hlaupið að því þar sem að ég vissi eiginlega ekki að hverju ég var að leita, nema að það ætti að losa mig við þetta ógeð sem virðist vera fast í hausnum á mér.  Konan hélt nú að hún gæti nú sýnt mér og selt eitt og annað.  13EngiferÉg endaði á að kaupa Tea trea olíu og var aðeins að hugsa mig um þegar að hún bauð mér og mælti eindregið með engifersnafsi Pouty  Ég ákvað að prófa en mín fyrsta hugsun eftir að ég náði andanum eftir sjússinn var að hún væri að reyna að drepa mig.  Þvílíkt og annað eins ógeð hef ég aldrei á æfinni smakkað.  “Viltu vatnsglas ?” spurði aumingja konan þegar hún sá hvernig mér leið eftir sjússinn.  Ég þáði vatnsglasið og eftir smá stund var ég aftur orðin sannfærð um að ég mundi nú lifa þetta af og sennilega hefði þetta nú ekki verið tilræði ....... og fljótlega fann ég líka að mér létti töluvert í horkögglinum, hausnum á mér.  Þannig að eftir allt saman þá verð ég eiginlega að viðurkenna að þetta virkaði eins og konugreyið sagði upphaflega.  Ég er meira að segja að spögulera í að kaupa mér engiferrót og sjóða mitt eigið seyði, kannski ekki jafn sterkt og ég fékk í dag........

Þrátt fyrir mjög lélega heilsu lét ég verða af því að fara með unglinginn minn og verðandi fermingarbarn í fermingarfataleit.  Eins og kom fram hérna á blogginu mínu um daginn þá var ég orðin ákveðin í að leigja bara föt á prinsinn í stað þess að kaupa þau þannig að stefnan í dag var tekin á Brúðarkjólaleigu Katrínar.  Þarna fengum við alveg sérdeilisprýðilega þjónustu og fórum þaðan út hálftíma seinna búin að máta dressið og ganga frá pöntun Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

vonandi hressist þú fljótt að þessu svaðalega mjöð sem þú skelltir í þig..hehe...

Agnes Ólöf Thorarensen, 25.2.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: .

Allt í lagi með vondan mjöð ef hann virkar...... þú veist að það styttist hratt í London....

., 25.2.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Og hér eru nokkrir batnaðar straumar~~~~~~~~~~~~~

Fjóla Æ., 25.2.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert að upplifa þjónustu sem ég tek varla eftir á Íslandi..

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband