Verkur í veskjum .....

dentist_tcm4-299516Í dag fór Kristján Atli í fyrstu ferðina sína til tannréttingasérfræðings.  Drengurinn var búinn að bíða spenntur eftir þessum tíma en þegar á hólminn var komið varð hann held ég bara fyrir vonbrigðum.  Þetta var sennilega ekki jafn spennandi og hann hélt.  Ég fór reyndar ekki með hann sjálf því að ég var á næturvakt s.l. nótt þannig að pabbi hans fór með hann.  Þegar ég svo heyrði í pabbanum var ekki laust við að hann væri kominn með obbolítinn verk í veskið sitt eftir að hafa setið á biðstofunni og fylgst með þegar fólk var að koma út frá tannsanum og borga ..... þarna voru á ferðinni ansi háar upphæðir Pouty  Ég held nú samt að ég hafi náð að róa hann svolítið þegar ég sagði honum að það væri lán í óláni að strákurinn er svolítið "gallaður".  Það vantar nefnilega í hann 4 fullorðinstennur.  Þær vantar alveg þannig að þær eru ekki einu sinni á leiðinni .......  og þetta er ein af þeim forsendum sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir stærri hluta af tannréttingameðferð ........  En sjitt hvað þetta er dýrt að láta laga í sér tennurnar !  Tannlæknirinn sagði að svona réttingar væru á bilinu 400 - 600 þúsund !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ég veit hvað þetta er DÝRT!! Maður brosir í stólnum og tannlæknar taka ekki einu sinni mynd af manni...sama hversu brosið er fallegt. Gott að Tryggingastofnun greiði stærsta hlutann. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 31.1.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Vá hvað þið sleppið vel. Ég held að ég sé búin að borga mun meira og ekki búið enn og það bara með einu barni.

Hafðu það annars sem best.

Fjóla Æ., 31.1.2008 kl. 09:38

4 identicon

Úff ég þori varla að taka saman hvað ég er búin að borga mikið!! En áætlunin var eitthvað svipuð og þetta. Tryggingastofnun borgar alls 150 þúsund hjá mér, þ.e. 50 þús á ári!! Ekki nærri því nóg fyrir mig :(

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:42

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

o my god..verðið á þessu..

Agnes Ólöf Thorarensen, 31.1.2008 kl. 10:11

6 identicon

og mér fannst foreldrar okkar borga mikið !!!!  vá...

Sif (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:17

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla nú bara ekki segja hvað ég er búin að borga mikið fyrir son minn og mig. Það er svo mikið.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Spurning hvort þetta sé ekki ódýrara annars staðar, t.d. í Danmörku....kannski ódýrara að fljúga til okkar og græja þetta hér  Þetta er náttúrulega hreint og beint okur!!!

Gangi ykkur vel með þetta**

Berta María Hreinsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:34

9 identicon

Úff þetta er ógeðslega dýrt ...

Búin að ganga í gegnum þennan pakka með Alla minn....

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:34

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef ekkert að segja vill bara láta vita af mér

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.1.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegur kostnaður ..... en þú færð þetta sem betur fer niðurgreitt eða er þetta upphæðin eftir niðurgreiðsluna?

Gangi ykkur vel með drenginn!

www.zordis.com, 31.1.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband