Þetta var nú ljóta vitleysan !

Ekki veit ég nákvæmlega hvað þessi gjörningur átti að fyrirstilla en það veit ég að mér finnst þetta fáránleg framkvæmd.  Það eina sem þetta hafði í för með sér var skelfileg slysahætta. 
Í gærkvöldi var ég stödd í Kópavoginum þegar ljósin voru slökkt og þurfti að keyra þaðan og upp í Grafarvog í myrkrinu.  En sjitt hvað ég var smeik á leiðinni ! Það var eins og 80 % þeirra sem voru úti að aka misstu gersamlega getuna til að keyra !  Fólk var út um allan veg svínandi hver á annan og sumir hægðu VEL á sér og sköpuðu þannig mikla hættu.

Mikið svakalega var ég fegin þegar ég var komin heim til mín í Grafarvoginn á óskemmdum bíl og heil á húfi sjálf ......


mbl.is Götuljós slökkt á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kunnið þið þarna í borginni ekki á ljósin á bílunum ykkar? Og ertu alveg búin að gleyma því hvernig maður keyrir í sveitinni þar sem að engin götuljós eru???

rifaðu bara upp sveitalúðann í þér ef þú lendir í þessu aftur :)

Kv Lena

Lena (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 11:44

2 identicon

LOL rifjaðu upp sveitalúðann.....góð!!

Inda (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 13:49

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Sko ! Ég er í góðu sambandi við minn innri sveitalúða ! Það voru bara hálvitarnir sem voru á ferðinni um leið og ég sem kunnu ekki að keyra !

Anna Gísladóttir, 29.9.2006 kl. 14:10

4 identicon

Hæ takk fyrir kveðjuna og til hamingju með litla sólargeislann þinn. kv Inga Dís

Inga Dís (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 15:38

5 identicon

Ég hefði nú bara beðið þar sem ég var stödd þá stundina, frekar en hætta mér út við þessar aðstæður, þetta var bara stóraukin slysahætta, eins og væri ekki nóg komið af slíku í umferðinni þetta árið.......

Mamma...... (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband