Miðvikudagur 27. september

Það eru bara 21 dagur þar til að ég fer til Boston Ullandi  Ég held að ég sé að fara á límingunni af spenningi ! Ég tek reglulegar tarnir á netinu í að skoða, spá og spegulera í því sem ég "þarf" nauðsynlega að kaupa í Boston (Bráðnauðsynlegur óþarfi þ.m.t.) ...... Alltaf missi ég meira og meira andlitið yfir því hvað munar miklu á verði á hinum ýmsu hlutum. 

Í dag fór Kristján Atli í Hólaberg og verður þar þangað til á mánudaginn.  Seinnipartinn í dag fór ég í bíltúr með krakkana og skutlaði töskunni hans Kristjáns til hans og knúsaði hann pínulítið.   Það er ekki laust við að hann Sigtryggur njóti sín alveg í botn þegar Kristján fer í Hólaberg ...... en þá er enginn heima sem böggar hann Brosandi

Sigurjón Stefán kom til mín eftir skóla og var hjá mér þar til að pabbi hans var búinn að vinna en þá skutlaði ég hann heim um leið og ég fór með töskuna hans Kristjáns.  Alltaf jafn yndislegt að fá litla/stóra karlinn hann Sigurjón í heimsókn Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú finnur örugglega fuuuuullt af bráðnauðsynlegum óþarfa! En ef svo ólíklega myndi henda að það yrði obbolítið pláss í töskunum þínum þá máttu kaupa fyrir mig strákabuxur í stærð 122... Anton minn verður orðinn á brókinni bráðum!

kv Lena

Lena (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 13:34

2 identicon

Ég stórefa að ég verði með aukapláss í töskunni ! Spurning um að fjölga bara töskunum :)

Ég sjálf (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband