Stórlaxar og kenjótt kona

Kristján Atli Börnin mín eru sko alveg frábær !  Við kvöldmatarborðið var Kristján Atli að tala um afmæli hjá bekkjarfélaga sínum og hvernig hann kæmist í afmæli.  Þ.e. hver myndi keyra hann.  Ég svarði að annaðhvort ég eða Óli myndum örugglega gera það.  Þá spurði Kristján: "Má ég ekki bara taka leigubíl ?"  Ég leit á hann, brosti og sagði:  "Heldurðu að þú sért einhver stórlax ?"  Kristján svaraði um hæl og sagði brosandi: "Nei, bara smálax"   Ég gjörsamlega missit mig úr hlátri Hlæjandi  Hann er algjör perla hann Kristján Atli Brosandi  Sigtryggi fannst þetta nú heldur kjánalegt og sagði við mig: "Kjáni ertu mamma, hann er ekki lax.  Hann er strákur Brosandi"  Rétt skal sko vera rétt, allavega hjá honum Sigtryggi mínum.

Kenjakonan hún Halla KatrínÍ dag fengum við loksins túttur handa kenjakonunni henni Höllu Katrínu.  Þannig er að þegar hún fékk fyrst pela inni á vökudeild fékk hún einnota túttur sem notaðar eru þar.  Þegar við komum með hana heim og ætluðum henni að fara að nota venjulegar túttur var litla damana sko ekki sammála okkur.   Ó nei ......  Hún vill bara sínar einnota túttur og ekkert múður !  Svo um daginn kláruðust tútturnar og við pöntuðum fleiri en þá kom babb í bátinn .... þessi tegund af túttum er ekki til í landinu og ekki von á þeim því það er einhver bilun í verksmiðjunni úti.  Tútturnar voru jú til en á einnota pelum í setti og þetta gátum við keypt en einungis ef við tækjum 100 stykki í kassa á 12.000 krónur kassin !  Hvaðan skyldi barnið hafa þessa sérvisku ? Hmmm maður spyr sig !

Sigtryggur minn er búinn að vera mjög kvefaður undanfarið en samt verið hitalaus.  Ég hef verið að velta því fyrir mér að hafa hann heima en það tekur hann ekki í mál !  Það er samt svolítil hentistefna hjá honum hvort hann viðurkennir að hann sé veikur eða ekki ..... Hann er t.d. "mjög lasinn" þegar ég bið hann að taka til í herberginu sínu eða eitthvað slíkt en þegar ég segi að hann verði að vera heima því hann sé lasinn þá er hann það sko alls ekki að eigin mati Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri perlan han Kristján Atli!

Lena (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband