1 búið - 2 eftir .....

Já nú er blessað sálfræðiprófið búið og ég er ekkert smá fegin !  Þetta eru búnir að vera svolítið strembnir dagar.  Halla litla er búin að vera lasin, með augnvírus og kvef og hefur þess vegna sofið mjög illa.  Í gærkvöldi fór ég svo í vinnuna og þar sem að stressið var alveg að fara með mig þá notaði ég hverja mínútu í nótt sem ekkert var að gera til að lesa fyrir sálfræðiprófið.  Í stresskastinu í nótt var ég alveg harðákveðin í að vera bara í vinnunni fram að prófinu og lesa en þegar vaktinni lauk var ég svo búin á því að ég fór heim og svaf í tæpa 2 tíma.  Vaknaði tímanlega, fór í góða sturtu til að vakna almennilega og fór svo í prófið.  Ég held svei mér þá að mér hafi gengið bara alveg sæmilega.  Ég skildi bara 1 spurningu eftir (sem gilti 6%).  Svo er bara að sjá hverju hinar spurningsanta13arnar skili mér.  Verkefni á önninni sem voru 4 giltu 20% í lokaeinkunn og 2 gagnvirk próf giltu 10%.  Ég fékk 7,8  9,2  9,2  og 9,0 fyrir verkefnin og 4,0 og 7,5 fyrir gagnvirku prófin þannig að ég þarf bara að ná 4,5 í lokaprófinu til að ná örugglega áfanganum og fj..... hafi það ég er viss um að ég náði .........  Það kemur í ljós um helgina en kennarinn er búinn að setja loforð inn á skólavefinn um að skila einkunnum á sunnudaginn.

Eins og undanfarin ár er hann Sigtryggur minn mjög duglegur við að skrifa óskalista til jólasveinsins.  Hann er svolítið búinn að uppfæra verkið og er farinn að hnuppla umslögum til að setja óskalistann í og utaná er svo skrifað: "Til sveinka"  og til að vera viss um að allt fari þetta nú á réttan stað teiknar hann frímerki í hægra hornið á umslaginu og setur það svo í skóinn sinn Grin  Listinn á myndinni hérna til hliðar gæti sko alveg hæglega verið listinn frá Sigtryggi því það er ansi margt sem hann langar í í jólagjöf Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þú átt eftir að rúlla þessu upp

Gerða Kristjáns, 6.12.2007 kl. 23:32

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Haltu áfram að standa þig vel...

Ég á tvö próf eftir í þessari lotu... og líklegast endurtekningarpróf í janúar að auki

Rannveig Lena Gísladóttir, 6.12.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Þú átt pottþétt eftir að ná þessu. En er augnvírus, er það ekkert hættulegt?? Góðan bata til hennar. Já, hann Sigtryggur er duglegur að skrifa jólalistann sinn. Hafðu það gott og gangi þér vel. Góða helgi. koss knús

Guðmundur Þór Jónsson, 7.12.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband