Búin að fá nýja bílinn minn !

Dominos-SegullÞegar að ég var búin að sofa nægju mína í dag fórum við Óli og sóttum nýja bílinn "minn" Grin  Alveg rosa flottur glænýr stubbastrætó Tounge  Sigtryggur og Halla Katrín komu með okkur að sækja bílinn og þegar búið var að skrifa undir alla pappíra og afhenda gamla bílinn fórum við á nýja bílnum að sækja Kristján Atla í frístundklúbbinn.  Því næstu fórum við í Laufrimann, sníktum smá kaffi og kleinur og fengum svo Sigurjón Stefán lánaðan með okkur heim.  Það varð jú að sýna honum nýja bílinn Smile  Svo var splæst í Dominos pizzur í kvöldmatinn svona í tilefni dagsins ....... já og líka að ég nennti ekki að elda Blush  Það var auðvitað meiningin að setja inn mynd af kagganum en vegna veðurs verður myndatakan að bíða betri tíma. 

Þegar að við vorum að borða kvöldmatinn segir Sigurjón við Óla: "Ég get ekki borðað meira en 2 sneiðar".  "Nú af hverju ekki ?" svarar Óli.  "Sko, ef að ég borða meira þá fæ ég stóra bumbu eins og þú og þá spring ég og þá verður kók, vatn og kjöt út um allt !"   Hann er svoooo mikill bullukollur þessi elska LoL

SporðdrekiSporðdreki: Þú heldur ekki lengur að það besta eigi eftir að koma. Það besta er það sem þú fæst við núna, og smám saman gerirðu þetta að miklu heillaári. 

Núna eru bara 5 dagar í brottför ..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með nýja kaggann

Rannveig Lena Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 09:19

2 identicon

Til hamingju með bílinn elskurnar.

mamma/tengdó (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með nýja bíllinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.10.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Til hamingju með kaggann, á mínu heimili eru svona bílar kallaðir strumpastrætóar.

Eins gott að passa hvað maður borðar svo maður springi ekki, það er eitthvað svo sóðalegt.

Fjóla Æ., 13.10.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband