Stafakarlarnir ..... einu sinni enn

1125Það telst kannski ekki til frétta að ég hafi verið að kaupa mér bók fyrir innan við 2.000 krónur, en það var ég einmitt að gera.  Ég fékk auglýsingu í e-mail um tilboð á bókinni Stafakarlarnir eftir Bergljótu Arnalds og þar sem hin tvö eintökin sem ég hef áður keypt eru upplesin ákvað ég að skella mér á eintak.  Þessi bók er algjör snilld að mínu mati.  Eins hinar bækurnar eftir sama höfund, Tóta og tíminn, Talnapúkinn, Gralli gormur og stafaseiðurinn mikli.  Allt eru þetta frábærar bækur.  
Ég vil meina að "Stafakarlarnir", bæði bókin og tölvuleikurinn, hafi átt stóran þátt í að Sigtryggur Einar og Sigurjón Stefán lærðu að lesa.  Reyndar var Gralli gormur kominn út bæði á bók og tölvuleik þegar Sigurjón lærði að lesa þannig að hann hafði þær báðar.  Báðir strákarnir voru orðnir læsir áður en þeir hófu skólagöngu.   

Að öðru ....... Í nótt vaknaði Halla litla upp og átti voðalega bágt.  Ég staulaðist á fætur og náði í mjólk í pelann hennar og gaf henni að drekka.  Þar sem að ég var ferlega syfjuð þá fékk Óli stelpuskottið í fangið til að láta hana ropa.  Það endaði með því að Halla ældi yfir sjálfa sig og pabba sinn.  Við vorum eiginlega alveg viss um að ástæðan væri sú að hún er að hætta á bakflæðilyfjunum og ákváðum að ná í hálfa töflu handa henni.  Hún fékk töfluna sína og smá meira að drekka stuttu seinna en það endaði á sama veg ....... hún ældi því öllu, nema núna fór það allt niður á milli brjóstanna á mér .......   Eftir þetta sofnaði Halla fljótlega og svaf til morguns.  Þá fékk hún morgungrautinn sinn eins og venjulega og lyfið sitt líka því við vorum viss um að hún væri bara ekki orðin nógu góð til að hætta á lyfinu.  Ekki leið á löngu þar til að hún skilaði grautnum og ældi út um allt bókstaflega.  Hún var í fanginu á mér þegar hún ældi og það var fátt af fötunum okkar beggja sem slapp við ælugusuna.  Eftir þessa stóru gusu hefur hún ekkert ælt sem betur fer.  Skýringin á öllu saman kom svo laust fyrir hádegi.  Þá hringdi nýja dagmamman í okkur og bað mig um að vera ekkert að koma með Höllu í aðlögunina í dag því hún væri að senda öll hin börnin heim ælandi !  Við fórum nefnilega í fyrstu aðlögun í gær og sennilega hefur daman smitast í þeirri heimsókn.  7 (bank) 9 (bank) 13 (bank) þá hefur Halla ekkert ælt meira þrátt fyrir að vera bæði búin að fá hádegismat og pela á eftir.

Over and out
~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi aumingja gubbustelpan mín, eins gott að mamma og pabbi eiga öfluga þvottavél!

En ég er alveg sammála þér með bækurnar hennar Bergljótar Arnalds. Stafakallarnir og Talnapúkinn voru mikið lesnar heima hjá mér í denn, núna geymi ég þær handa barnabörnum

Kveðja úr Dýrahlíð 1

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband