Breytingar í gangi .....

Já nú er tími breytinga !  Ég byrjaði á því að breyta útlitinu á blogginu.  Það er ekki hægt að hafa það alltaf eins ......  Einhverntíman næstu daga stendur til að breyta hárlitnum en það sem tefur þá framkvæmd einna helst er ákvarðanatakan um hvaða lit skyldi velja Woundering Ætli endingin verði ekki að ég dekki það all verulega og setji nokkrar ljóskurákir efst Grin  Maður má nú ekki alveg villa á sér heimildir .......  
Eins og ég sagði frá fyrir "nokkrum bloggum" síðan þá breytti ég yfirbragði munnsvipsins hjá mér ofurlítið og lét smíða handa mér nýja framtönn.  Ég var beðin um að smella inn mynd og sýna nýja brosið en þar sem að nýja tönnin heppnaðist ekki alveg sem skyldi þá ætla ég að bíða með myndbirtingu þar til að ég hef fengið aðra og ennþá betri tönn.  Málið er að á nýju tönninni er leiðinda gráblár litur í ákveðnu ljósi og var kæri tannsi alveg sammála mér um að þetta væri nú ekki hægt þannig að það verður smíðuð önnur tönn Grin  Maður spanderar ekki 75.000 spírum í nýja tönn sem maður er ekki 100 % ánægður með ...... 

Til að myndskreyta nú svolítið ákvað ég að setja hérna inn mynd af yngsta gaurnum mínum honum Sigurjóni Stefáni Wink

IMG_8987 copy

Þar til næst .......
~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að eyða svona pening í gráa tönn....:)

Ég var svo drukkinn þegar ég sá þig að ég gleymdi að kíkja upp í þig og óska þér til hamingju með nýju tönnina:)

Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:44

2 identicon

Myndskreyting með svona mynd er líka bara fín :)  Hlakka til að sjá ykkur öll á morgun...

kv Lena

Lena (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband