Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Svooo þreytt

 

TiredÉg var á vakt í nótt og hef lítið sofið í dag því að Sigtryggur minn er heima vegna vetrarorlofs í skólanum.  Það er alls ekki svo að hann sé að trufla mig heldur truflar það mig að vita af honum einum að væflast ......
Heimilishjálpin kíkti við hjá okkur áðan og á meðan horfðum við Sigtryggur á eina bíómynd, Lassí
Grin   Alveg ágætis mynd !

Þegar karlinn minn kemur heim í dag verður spænt í að pakka niður og gera klárt fyrir ferð norður á Blönduós um helgina !

Sé til hvort að ég blogga kannski pínulítið í vinnunni í nótt ........


Einn gamall .....

 

email%20iconNýtt netfangakerfi hjá ríkinu

Ríkisstarfsmenn eru margir hverjir óánægðir með nýtt netfangakerfi hjá ríkinu. Það er víst þannig að notaðir eru 9 stafir, svo att-merkið og nafn viðeigandi stofnunar. Stafirnir 9 eru þrír fyrstu úr fornafni starfsmanns, svo þrír fyrstu úr föðurnafni/eftirnafni og svo þrír fyrstu stafirnir úr starfsheiti.

Heyrst hefur að Rúnar Karlsson, sérfræðingur sé hættur.


Babb í bátinn .....

Nú er aldeilis komið babb í bátinn !  Ég er að fara til London þann 12. mars n.k. og áðan þegar ég var að tala við hana mömmu mína í símann áðan uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar, að ég er á næturvakt þann 11. mars sem þýðir að ég er búin á vaktinni klukkan 8 að morgni þess 12.  Flugið út er klukkan 9 og ég held bara að það sé fræðilega útilokað að ég nái að fara frá Hrafnistu í Reykjavík klukkan 8 og ná flugi á Keflavíkurflugvelli klukkan 9 !  Djö ..... nú verð ég að þjarma að deildarstjóranum mínum í fyrramálið og redda þessu ......

Þegar að ég kláraði vaktina í morgun hringi fyrrverandi tengdó í mig og bað mig um að kíkja við hjá sér og koma við í búðinni fyrst.  Minnsti gaurinn minn (stundum nefndur minnsti maurinn) sem að býr hjá henni og pabba sínum var orðinn lasinn og hún var heima með hann.  Ég kíkti við hjá þeim í kaffi og dreif mig svo heim að sofa.  Ekki veitti mér af eftir frekar erfiða nótt í vinnunni .......

Nú er bara að drífa sig í náttfötin, horfa á Criminal minds og bruna svo í bólið hjá karlinum mínum  Grin


Bloggað í vinnunni

angelssmokingxr6

Júbb þá er ég mætt í vinnuna eftir rúmlega viku frí.  Þ.e.a.s. ef frí skyldi kalla, heima með prinsessuna lasna.  En eins og blessunin hún Pollyanna hefði sagt, mikið er gott að fyrsta að hún þurfti að verða veik að hún gerði það meðan að mamman er í fríi.  Það er ekki eins og maður fái heilan helling af veikindadögum vegna barna ....... GetLostÞað er alveg yndislegt að koma í vinnuna aftur.  Allir á sínum stað og nokkrir brosa og segja: “Mikið er gott að sjá þig aftur ! Ertu búin að vera í fríi ?”  Það er alltaf jafn gaman að heyra þetta Grin  Svo þegar maður kemur heim að þá fær maður bros frá karlinum og krílunum og stundum heyrist: “Mamma, ég saknaði þín svoooooooo mikið !”  Gjörsamlega ómetanlegt !  Grin

Það verður að segjast að það er eiginlega voðalega lítið að gera í vinnunni núna, sem kannski sést best á því að ég hef tíma til að gúggla og blogga Smile  En það er mjög jákvætt á margan hátt rólegheitin, það líður greinilega flestum vel og þá sefur fólkið vel og þá hef ég meiri tíma til að læra í vinnutímanum Smile

Ástríkur stóð sko alveg fyrir sínu og við mæðginin skemmtum okkur konunglega í bíóinu Smile

Áfram með náttúrufræðina ....... Sí jú leiter .......


Heilsan öll á uppleið

Heilsan og geðheilsan á mínum bæ er öll að skána.  Litla skvísan er að ná sér held ég.  Í fyrrakvöld var hún bara með 38,0°C og örfáar kommur í gærmorgunn.  Geðheilsunni minni var reddað í gærkvöldi Grin  Ég og karlinn minn fórum í fertugsafmæli hjá vini okkar og fengum okkur obbolítið í eina tánna Wink  Tengdó voru svo elskuleg að koma og passa ungana fyrir okkur svo að við kæmumst út saman.  Þau gistu heima hjá okkur og við fórum heim til tengdó eftir skrallið og fengum að sofa út !  Ekkert smá næs Smile  Tengdamamma mældi ekki hitann hjá skvísunni en taldi að ef hún væri með einhvern hita þá væri hann mjög lítill.  Vonandi verður hún hitalaus í kvöld og þá fer maður að eigja von um að hún geti farið á leikskólann á mánudaginn.  Stelpustráið hefur ekkert farið þangað í heila viku Pouty

Í síðustu færslu bað ég um ráð varðandi fermingarföt á unglinginn minn og það stóð ekkert á því að ég fengi fín ráð.  Takk fyrir !  Ég ætla að fara að fyrsta ráðinu og leigja hátíðarbúning á piltinn.   Það er auðvitað alveg brilljant að geta leigt á hann fötin því að hann er að stækka heilmikið.  Fötin sem að ég keypti á hann í Boston í haust eru næstum öll orðin of lítil á’ann ....  Ég held að það vanti grátlega lítið uppá að drengurinn sé orðinn hærri en ég.  “Litla” barnið mitt,  það er svooooo stutt síðan að hann var litla barnið mitt FootinMouth

Afmælisveislan í gærkvöldi var alveg stórkostlega skemmtileg í alla staði.  Fínar veitingar og fullt af fjöri.  Ég tók meira að segja þátt í að troða upp og syngja fyrir afmælisbarnið.  Það var auðvitað búið að syngja afmælissönginn sjálfann en við (vinahópurinn) sungum 2 lög sem var búið að gera nýjan texta við um afmælisbarnið.  Þetta tókst svona líka bærilega hjá okkur þó ég segi sjálf frá Smile

Framundan hjá mér er svo vinna næstu 2 nætur og svei mér þá ég held að mér hlakki bara til að fara í vinnuna eftir svona marga daga í veikindum heima. 

Í dag ætla ég samt að fara með yngsta gaurinn minn í bíó að sjá Ástrík á ólympíuleikunum. 


ÓMG barnið er ennþá með hita !

DSC05909Það var því miður ekki svo gott að litla kerlingin mín væri að hressast því að hún er enn með hita Frown  Ég var svo sannfærð í gærkvöldi að nú væri hún alveg að verða hitalaus en mældi hana samt svona til að vera viss og 39,2°C var niðurstaðan.  Í morgun var svo mælt einu sinni enn og 38,0°C blasti við á mælinum í það skiptið.  Geðsmunirnir hennar í dag hafa engan veginn bent til þess að heilsan hafi verið að skána þannig að áðan þegar ég skipti um bleyju og klæddi hana í náttfötin mældi ég eina ferðina enn og 39,0°C blasti við mér Pouty  Það fer alveg að líða að því að ég gefist upp á því að bíða eftir því að hún vinni á þessu sjálf ....... Pouty  Þessi elska hann maðurinn minn kom heim í dag um hálf tvö og hleypti mér út í smá stund.  Hann þurfti nefnilega að vinna í kvöld þannig að ég held að hann hafi gert þetta til að koma ekki að mér alveg kolvitlausri þegar hann loksins kæmi heim seint í kvöld ......  FootinMouth

Þegar ég slapp út í dag fór hugurinn á flug og ég fór að spá í ýmsu sem að ég þarf að gera fyrir ferminguna hjá unglingnum.  Það er ótrúlega stutt í þetta þó að tilfinningin sé eins og það séu ár og öld.  Hvar skyldi ég fá sálmabók með áletrun ? Hvar ætli maður fái servéttur með áletrun ? Hvað skyldi þetta kosta ?  Hvar er þetta ódýrast ? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem brunuðu í gegnum hugann og svei mér þá að það fór held ég að rjúka úr toppstykkinu !  En til að forðast það að ég bræddi nú alveg úr þá hafði ég samband við reynslubolta í fjölskyldunni og fékk ráð hjá henni.  Takk Alla mín, nú er þetta allt í vinnslu .....  Bara eitt sem að ég gleymdi að spyrja hana að og set þá spurningu bara fyrir þá sem lesa bloggið mitt;  hvar fær maður almennileg jakkaföt / spariföt / fermingarföt á unglinginn ????  Er Hagkaup bara málið eða ______ ? Endilega gefið mér ráð ..... 


Heilsuleysi á heimilinu

Undanfarna daga er Halla Katrín búin að vera lasin Frown  Hún var búin að vera með nokkrar kommur um helgina sem við skrifuðum á tannpirring.  En á sunnudagskvöldið var hitinn allt í einu komin upp í 40°C og litla greyið alveg hundslöpp.  Í gærmorgunn vaknaði hún svo upp með 39,6°C og þá hringi ég á heilsugæsluna.  Þar var auðvitað enginn tími laus (eins og venjulega) þannig að ég fékk bara símtal frá hjúkrunarfræðingi.  Reyndar frá því að ég hringi og pantaði samtalið við hjúkkuna og þangað til að hún hringdi var Halla farin að æla líka.  En þetta er víst allt eitthvað sem er að ganga.  Hjúkkan sú sagði að það væri ákaflega fátt hægt að gera fyrir stelpuna.  Ég sagði henni að mér þætti þetta mjög skrítið því að það væru engin einkenni fyrir utann hitann og æluna, hún væri ekki kvefuð eða neitt slíkt.  Þá sagði hjúkkan að það væri algengt að þegar að hitinn (sem er vírus) færi að lækka þá kæmu veruleg kvefeinkenni, hor og hæsi, og það væri hægt að meðhöndla með sýklalyfjum.  Seinnipartinn í gær fór svo hitinn snarlækkandi og kvefógeðið sem hjúkkan talaði um byrjaði að láta á sér kræla.  Nú er staðan þannig að Halla litla er orðin svo að segja hitalaus en það flæðir hor úr nefninu á henni !  Ég ætla nú samt að sjá til hvort að hún vinni ekki á þessu sjálf því það er jú miklu betra heldur en að rjúka til og fá sýklalyf.......

Í gærkvöldi fengum við pössun fyrir krílin okkar og fórum á foreldrafund niður í Langholtsskóla, þ.e.a.s. í sérdeildina.  Þetta var svona óformlegur fundur til að ná saman öllum foreldrunum í spjall og hugmyndavinnu um hvað væri hægt að fá af námskeiðum, fyrirlestrum og slíku.  Ekki sakaði það að boðið var upp á rjómabollur og kaffi á eftir Smile


Dýravinurinn hann Sigtryggur Einar

Ég er svo stolt af strákunum mínum, alveg endalaust stolt !  Núna í kvöld var sýndur lokaþátturinn af Dýravinum á Skjá einum og í þeim þætti var smá umfjöllun um hann Sigtrygg minn og ferðirnar hans til hennar Ragnhildar “hestakonu”.  Jú og þarna var smá viðtal við mig líka ..... ég er jú mamma hans WinkÞað var ekkert smá skemmtilegt að fylgjast með þeim bræðrum Sigtryggi og Kristjáni við að horfa á þáttinn, það var eiginlega alveg óborganlegt.  Það var kannski eitt sem skyggði pínulítið á en það er þegar sýnd var mynd af kisunni hennar ömmu Höllu sem Sigtryggur var búinn að tússa bláan hér og þar.  Sigtryggur tók fyrir andlitið og vildi ekki sjá þá mynd.  Það held ég að tengist því að hann átti svolítinn þátt í andláti kisunnar.  Kisan var orðin háöldruð og Sigtryggur bjó vel um hana í þvottavélinni þar sem hún lést .  Þvottavélin var nú samt ekki sett í gang heldur lokaði Sigtryggur henni og kisa greyið kafnaði.  Það var líka svolítið skrítið að heyra Sigtrygg tala um hestana hans Gríms afa í þættinum.  Afi vissi af upptökum á þættinum og beið spenntur eftir að sjá hann en því miður náði hann því ekki áður en hann lést.  En það er ég viss um að afi karlinn hefur setið á góðum stað í kvöld og fylgst vel með Smile

Á myndinni hér fyrir ofan eru þeir bræður, Kristján Atli og Sigtryggur Einar spenntir með poppið að bíða eftir að þátturinn hefjist Grin  Og hérna fyrir neðan erum við Sigtryggur að horfa á endursýninguna saman:

 

Fyrir þá sem að misstu af þættinum og langar að sjá hann þá verður hann endursýndur á morgun klukkan 17:15 Grin  

Já og fleiri myndir í myndaalbúminu okkar ...... 

 


Föstudagsfjör !

Í morgun fór ég niður í Rimaskóla ásamt Sævari til að fylgjast með “föstudagsfjöri” hjá Sigurjóni Stefáni og bekknum hans.  Þetta var alveg stórkostleg skemmtun og tók gaurinn minn hann Sigurjón fullan þátt þrátt fyrir að hafa verið mjög mótfallinn því nánast allan undirbúningstímann.  Við foreldrarnir vorum eiginlega alveg undir það búin að drengurinn myndi ekki taka þátt en aldeilis ekki ....... Hann stóð sig hreint eins og hetja !

 

Hér má sá Sigurjón Stefán á sviðinu með bekkjarbræðrum sínum Smile

 

Þar sem að tölvugúrúinn okkar er farinn til útlanda í hálfan mánuð verð ég að notast við myndaalbúmið sem fylgir þessu mbl bloggi.   Það er nefnilega eitthvað bilað í hinu albúminu okkar .......  En í albúminu hérna á blogginu eru slatti af nýjum myndum bæði síðan í morgun og svo líka síðustu daga Grin   Njótið vel  Wink


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband