Litli listamaðurinn minn

Hann Sigtryggur Einar settist við tölvuna bróður síns í dag og teiknaði þessa mynd.  Myndina kallar hann  "Rauðblesótt og sokkótt móðurást" Smile 

rauðblesótt og sokkótt móðurást
Rauðblesótt og sokkótt móðurást
-----------------------------------------------------------------------------------------

Nú  er Halla litla orðin hitalaus og fær hún loksins að fara á leikskólann á morgun.  Svona til öryggis þá verður hún nú samt  að vera inni á morgun. 

Framundan er svo rólegheitahelgi hjá okkur hjónakornunum.  Við fengum í brúðargjöf s.l. sumar gistingu eina nótt á Hótel Rangá í de luxe herbergi ásamt fjögurra rétta kvöldverði.  Planið er að nota þessa góðu gjöf um helgina Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Þú átt svo sannarlega lítinn listamann....

Kolbrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 06:43

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ójá, hann Sigtryggur er sko sannarlega listamaður! 

Góða skemmtun á laugardaginn

Rannveig Lena Gísladóttir, 9.5.2008 kl. 07:23

3 identicon

Vá hvað þetta er yndislega flott mynd og nafnið á henni... sniff sniff jafnvel hörðustu naglar sjúga upp í nefið núna

Njótið rómantískrar helgar elskurnar

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:46

4 Smámynd: Ragnheiður

Snilldarmynd hjá honum. Njóttu helgarinnar

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða helgi elsku Anna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.5.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ekkert smá falleg mynd hjá Sigtryggi....hann er algjör listamaður:) Gott að Halla er að hressast:)

Berta María Hreinsdóttir, 9.5.2008 kl. 21:01

7 Smámynd: www.zordis.com

Flottur strákur sem þú átt!  Mynd og nafn hrein snilld.

Njótið helgarinnar og hvor annars

www.zordis.com, 10.5.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Glæsilegt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:59

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá hvað myndin er flott. Kannski að Ian nái þessari tækni einhvern tíma svona vel. Nafnið á myndinni er auðvitað baaaara frábært

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2008 kl. 09:14

10 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Flottur listamaður hann sonur þinn, vonandi eruð þið hjónin úthvíld eftir helgina og kvefpestin horfin af heimilinu.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 13.5.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vááá! Ótrúlega flott mynd og nafnið baaaara bjútífúl!  

Bergljót Hreinsdóttir, 13.5.2008 kl. 14:02

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá linkinn hjá Jónu. Snilldar mynd og flott nafn á henni. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:13

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig og þína

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:27

14 identicon

Stórkostlegi listamaðurinn þinn er hreint yndislegur...... vona að þið hjónin hafið það gott og njótið ástarinnar

Kær kveðja

Nafna

Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 22:58

15 identicon

Hæ aftur, ég verð bara að koma með annað kvitt núna...... Þannig er það nú að ég fór að kíkja á sjónvarpið eftir að ég var að lesa bloggið þitt  áðan...æ...... það í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi...... en ég fór að flakka um á Skjánum og finn fyrir algjöra tilviljun þáttinn Dýravini frá í janúar.  Þú getur rétt ímyndað þér hvað ég var hissa og snortin að sjá strákinn ykkar í aðalhlutverki þar.....  Vá, hvað hann var flottur, og þú að sjálfsögðu líka.   Mér finnst þetta vera ansi mögnuð tilviljun því að ég var rétt nýbúin að hugsa með mér hvað það væri gaman ef að myndin hans Sigtryggs, sem að ég var nýbúin að sjá,  birtist í svona þætti.  Ég hafði ekki hugmynd að hann kæmi fram í þættinum stuttu seinna. 

kær kveðja

Anna og strákarnir

Anna fjallabjálfi (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 00:58

16 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Hann Sigtryggur er engum líkur. Hann er fæddur listamaður. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.5.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband