Ætti ég að hætta að blogga og skella mér í detox ?

Eins og sjá má á commentunum við færsluna hjá mér hérna á undan þá er ég að taka pláss á veraldarvefnum frá þeim sem hafa eitthvað “gáfulegt að blogga um”.  Það á víst ekki að taka pláss frá þessum snillingum með innantómu þvaðri um fjölskylduna sína eða persónuleg málefni.  Ætti ég ekki bara að loka blogginu mínu hið snarasta ?

Þegar gáð var að þá var þessi snillingur sem commentaði hjá mér unglingsgrey sem hefur gífurlega margt gáfulegt og innihaldsríkt til að rita um á sinni bloggsíðu ........

En að öllu gríni slepptu þá er ég mjög fylgjandi því að unglingar tjái sig bæði í orði og riti en ég held svei mér þá að þessi tiltekni unglingur sé á villigötum í þeim efnum .....

---------------------------------------------------------

Dagurinn byrjaði hjá mér á því að fara með Höllu litlu (stóru !) í ungbarnaeftirlitið í tveggja ára skoðun.  Þetta var bara svona típísk skoðun, vigta, hæðarmæla og svoleiðis.  Núna er það víst orðið þannig að þroskaskoðun fer fram um 2 ½ árs aldurinn.  Þannig að Halla fer í það í október n.k.
Daman er orðin svo stór að nú er hætt að setja hana á ungbarnavigtina.  Mín var sett á fullorðins vigt !  Hún var nú reyndar ekki alveg til í það strax að stíga á vigtina en þegar að ég var búin að taka hana í fangið og stíga á vigtina með henni (Ó mæ god, hjúkkan sá hvað við vorum samtals ....) þá var hún alveg til í að prófa ein og vigtaðist hún 11 kíló.  Eftir smá samningaviðræður og hjúkkan var búin að standa undir málbandinu á veggnum samþykkti Halla að láta mæla hæðina og þar var útkoman 88,5 cm. 

---------------------------------------------------------

Að öðru ........ Hvað er það fyrsta sem ykkur dettur í hug þegar þið heyrið orðið “detox” ?  Hjá mér er það ákveðin kona sem að presinterar detoxmeðferðir af miklum mætti í Póllandi.  Í morgun heyrði ég viðtal við Eddu Björgvinsdóttur í morgunútvarpinu á Bylgjunni og hún er að fara af stað með nokkurskonar detox-heilsunámskeið.  (Sjá nánar um þetta námskeið á madurlifandi.is)  Mér finnst þetta virkilega spennandi námskeið sem þarna er verið að bjóða upp á.   

Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á "detox-drottningunni" í Póllandi að Edda skuli ætla að bjóða upp á þessi námskeið og má sjá umfjöllun um það hér.  Miðað við skrifin hér þá er þessi kona skíthrædd við samkeppni frá Eddu.  Ef að ég mætti velja þá held ég að ég mundi taka námskeiðið hjá Eddu frekar en Póllandsferð með detox-drottningu Íslands ........ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég vil bara ekkert detox/peningaplokk hehe.

Ég er eiginlega mest hissa á að "unglingurinn" skuli ekki líka vera búinn að skamma mig hehehe...

iss tökum ekki mark á þessu..

Gaman að þessari stuttu, ekkert verið að taka neina stórvarasama sjénsa fyrr en maður er viss um að þetta sé allt óhætt. Veistu nokkuð hvað hjúkkan var löng ?

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Vá ég hlakka til að geta farið á vigtina með Ebbu....... Hafiði heyrt um manninn sem var að bíða eftir afgreiðslu í stórri búð og steig á vigt sem hann sá á gólfinu, svona bara í gamni, og vigtin sagði MMMMJÖG hátt og skýrt, þyngd þín er núna 110 kiló (á ensku reyndar) almenn gleði braust út í troðfullri búð rétt fyrir jólin á kostnað mannsins sem roðnaði víst dálítið...... Hef þetta beint frá viðkomandi .....

Gleðilegt sumar, Áfram með fjölskyldublogg og allskonarblogg.......

Herdís Alberta Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: www.zordis.com

Detox er það ekki bara eiturefnahreinsun ... fótabað og svolll ...  Æj hvað ég er lítið inn í svona bjútí málum!

Litli unglingurinn er bara flottur og fyrir alla muni þá er fjölskyldan okkur næst!  til hamingju með LITLU stóru stelpuna þína.

www.zordis.com, 30.4.2008 kl. 22:23

4 identicon

Hæ skvís ..

Ertu eitthvað heima um helgina ? Var að spá í að renna til þín:)

En þú mátt endilega breyta tenglinum af síðunni þinni yfir á mig:)

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Garún

Edda náði að detoxa mig af coke light!  Það tók reyndar 3 ár.  En það tókst!   Hún er snillingur!

Garún, 5.5.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband