Miðnæturblogg

Í tilefni af því að ég er loksins búin að ljúka við blessaða siðfræðiritgerðina ætla ég að blogga ofurlítið.   Ég er svo sem ekki búin að skila ritgerðinni en hún er komin í yfirlestur til hennar mömmu minnar.  Takk mamma mín fyrir að nenna þessu fyrir mig.  Það eru bara fáir (eiginlega enginn samt) sem ég treysti betur til að leiðrétta málfar og stafsetningu. 

Vegna skrifa minna um meðferð borgarráðs í frístundamálefnum 10 – 16 ára barna í Reykjavík langar mig að taka fram að ég er afar þakklát fyrir að þessi fyrirætlan þeirra var dregin til baka og starfið í sumar hefur verið tryggt.  Ákveðinn hluta af því sem að ég skrifaði má alveg lesa sem óþarflega óvægin orð í garð Ólafs F Magnússonar og biðst ég afsökunar á þeim.   Ég er bara mannleg og á það til að ganga aðeins of langt þegar ég verð svona reið og sár.  Ekki bætir úr skák þegar um málefni er að ræða sem maður verður ítrekað fyrir sárindum, hræðslu og öðru tilfinningalegu uppnámi.  Eins og ein ágæt “bloggvinkona” mín sagði þá á Ólafur alveg skilið hrós fyrir að snúa þessu við.

 

Nýjustu fréttir af skólamálum hjá mér eru þær að sennilega fæ ég ekki undanþágu til að byrja í félagsliðbrúnni fyrr en í janúar 2009.  Hljómar langt þangað til en það eru samt ekki nema rúmlega 8 mánuðir.  Þar sem að ég er búin með slatta af þeim fögum sem eru hluti af félagsliðabrúnni þá þarf ég bara að taka eitt fag í dreifnámi Borgarholtsskóla til að geta byrjað á 2. önn í brúnni í janúar 2009.   Þar sem að ég er búin að vera í fjarnámi í FÁ finnst kannski sumum skrítið að ég skuli ætla að færa mig í Borgarholtsskóla en ástæðan er sú að þetta fag, félagsleg virkni, er ekki kennt í FÁ. 

 

Af unga fólkinu mínu er allt gott að frétta.  Unglingurinn minn er þessa dagana í Hólabergi og á meðan er miðjumaðurinn heima eins og prins.  Samkomulagið hjá þeim 2 hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið þannig að þeir eru voða fegnir þegar hinn fer í Hólaberg.Litla skottið hún Halla er í stöðugri framför í að tala.  Núna í kvöld voru afinn og amman í Heiðarseli að passa ormana og hafði amman orð á því að talaði heil ósköp en hún bara skildi voða lítið af því.  Það þarf eiginlega ísl. þýðingu með henni dóttur minni.  Sem dæmi: dussi=djús (en bara ákveðinn teg. af Brazza), gúkki er fjölnotaorð hjá henni og þýðir dúkka, kúkur, kaka og ýmislet fleira, gúkki beia sem fylgt er eftir með banki á rassinn þýðir að hún er búin að kúka og svo er hún svo yndislega kurteis þessi elska að þegar henni er boðið e-h þá er svarið ýmist já gakk eða nei gakk,  svona mætti lengi telja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef mikinn og stóran skilning á því að þú hafir verið svona reið... 

- Hef ekkert meira að segja svo ég segi bara; Góðan daginn! 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.4.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Til lukku með ritgerðarlokin... það má ekki bjóða þér að spreyta þig á prófi í rekstrarstjórnun um helgina?  Þetta er ekkert svo flókið efni... snýst um að reikna út hinar ýmsu leiðir í birgðastjórnun... 

Rannveig Lena Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 11:39

3 identicon

Heyrðu! ég er í Fá :) hahaha

allaveganna, flott blogg :)

Hafrún Eva (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 03:54

4 Smámynd: www.zordis.com

Duglega kona, auðvitað leitar þú til mömmu mús!

Gangi þér vel í farmhaldinu.  Tíminn líður ótrúlega hratt svo 8 mánuðir verða að engu ...........

www.zordis.com, 13.4.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gott er að eiga góða að, segi nú ekki annað. Ég skil þig MJÖG VEL að hafa verið svona reið, en gott að þetta er komið í lag. Eigið þið góða viku og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 13.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband