Kakan er búin !

Nú er kakan góða búin !  Ég snerti ekki á’enni fyrr en karlinn minn kom heim í gærkvöldi, svo þegar unglingurinn kom heim úr skólanum í dag fengum við okkur obbolítinn bita (bara svona til að fá tilbreytingu við ísinn .....) nú og svo komu gestir til okkar í kvöld og þá kláraðist kakan góða !  Gott að eiga góða vini sem að vilja hjálpa manni að borða svona kökur .......

Í morgun fór ég í fyrsta foreldraviðtalið á leikskólann sem að litla stelpuskottið mitt dvelur á alla virka daga.  Þar kom svo sem ekkert nýtt sem ég ekki vissi fyrir.  Stelpunni gengur vel á leikskólanum og er á fullri ferði í þroskanum.  Deildarstjórinn á deildinni sagði að það vekti almenna eftirtekt hjá þeim hvað dóttir mín er dugleg við að laga til eftir sig og AÐRA !  Hún er í því í tíma og ótíma að tína upp hluti og setja á sinn stað ...... Bara krútt !

Fyrir þá sem vilja þá er uppskriftin af kökunni hér:

Frönsk súkkulaðikaka 

4 egg
2 dl sykur
200 gr smjör
200 gr súkkulaði
1 dl hveiti 

Hitið ofninn í 170°c.Þeytið egg og sykur vel saman þar til það verður létt.  Bræðið smjörið og súkkulaðið og kælið aðeins og hellið síðan varlega saman við eggjablönduna.  Hveitið sigtað út í og hrært vel saman við.  Bakað í 25 - 35 mínútur. 

Krem:
70 gr smjör
150 gr súkkulaði
2 msk sýróp 

Bræðið saman smjör og súkkulaði og bætið sýrópinu saman við. 
Þessi uppskrift passar í 24 cm hringform


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

MMMMMMMMMMMMMMM, búinn að fitna um mín 12 kíló..TAKK ANNA. Ég elska þig alltaf. Get ekki beðið eftir að prófa hana. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.3.2008 kl. 23:19

2 identicon

mmmm Takk fyrir okkur í gærkvöldi. Við mæðgurnar erum sammála um að þetta er besta súkkulaðikaka í heimi!!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

þú sem sagt geymdir ekki bita handa mér    en þú sleppur... ég kem í næstu viku þannig að þú hefur nokkra daga til að taka aðra æfingu

Rannveig Lena Gísladóttir, 5.3.2008 kl. 10:08

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir uppskriftina. Anna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

takk fyrir uppskriftina.Ég ætla sko að prófa hana þessa,hún er ábyggilega algjört æði..namm..

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.3.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir uppskriftina, þessi verður sko prófuð fljótlega

Huld S. Ringsted, 5.3.2008 kl. 23:45

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk,við eigum örugglega eftir að prófa að baka þessa flottu köku.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:06

8 Smámynd: Halla Rut

Hva, áttu þríbura stráka og eina skottu? Eða er þetta allt sama barnið þarna efst????

Og...Ps ég get ekki bakað og ekki sungið...flest annað. 

Halla Rut , 7.3.2008 kl. 01:33

9 Smámynd: Anna Gísladóttir

Neibb þetta eru ekki þríburar ....... en þeir eru óneitanlega frekar líkir  

Anna Gísladóttir, 7.3.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband