Bloggedí blogg frá Bakkastöðum

Djöfull er það pirrandi að geta ekki komið orði að neinu þegar manni langar að skrifa svo ótal margt ?  Mér finnst ég hafa alveg helling að segja en ég bara kem ekki orðum að því.  

Fyrr í vikunni skráði ég mig aftur í skólann eða allt svo skráði mig í 3 fög í fjarnáminu.  Námsráðgjafinn var búinn að ráðleggja mér að taka 4 fög en þar sem að ég fer á annað námskeið sambærilegt því sem að ég var í fyrir áramót þá þótti mér það ekki ráðlegt að taka svo mörg fög í skólanum.  Maður verður jú að hafa tíma fyrir börnin, karlinn og heimilið.  Já og vinnuna kannski smá ....... Fögin sem urðu fyrir valinu eru náttúrufræði 123, siðfræði 102 og næringarfræði 103.  Ég er búin að skrá mig, borga og kaupa bækurnar þannig að nú er bara að bíða eftir því að fjarnámssvæðið opni en það verður þann 22. janúar.  

Í gær fór Kristján Atli í Hólaberg í sína mánaðarlegu vist þar.   Þar af lleiðandi er voðalega rólegt í kotinu.  Það er svo skrítið að þegar þeir bræður eru sitt í hvoru lagi þá dettur allt í dúnalogn á heimilinu.  

Í gær fór ég á fyrsta samráðsfundinn eftir áramót.  Eða allt svo ég ætlaði á þann fund en þegar ég mætti á staðinn var mætingin svo léleg vegna veikinda og annarra ástæðna að fundinum var blásið af í bili og annar fundur settur eftir nokkra daga.   Ég notaði nú samt tímann til að rabba svolítið við einhverfuráðgjafann hjá svæðisskrifstofunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

ohhh Anna, þegar ég les svona færslu fæ ég heimþrá...sakna svo Hólabergs, sakna samráðsfundanna.  En ég kem aftur í Hólaberg:)  Það er allavega stefnan.

Kveðja

Kolla 

Kolbrún Jónsdóttir, 17.1.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er svo sammála um hversu pirrandi það er að vilja skrifa fullt en ...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Verð nú bara að taka undir með Kollu. Vonandi mun ég koma aftur í Hólaberg.....þokkalegur söknuður í gangi sko

Knús á línuna**

Berta María Hreinsdóttir, 18.1.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér manni langar að skrifa fullt en svo getur maður það ekki.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.1.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband