Í sveitinni

Vetrarfrí í skólanum hjá strákunum þýddi að við brugðum undir okkur betri fætinum (ja eða allt svo nýja bílinn okkar) og skelltum okkur norður í sveitina okkar á fimmtudagskvöldið.  Strákarnir voru reyndar í fríi á fimmtudeginum en ég var það ekki og Óli þurfti líka að vinna og þess vegna fórum við bara af stað seinnipartinn á fimmtudaginn.  Við brunuðum beint í Efri - Mýrar til Árnýjar en 053þar erum við búin að halda til þó að við höfum farið ansi víða Grin Á föstudaginn fórum við í hina sveitina okkar, Steiná.  Kata frænka var búin að bjóða okkur í kvöldmat.  Þegar Halla Katrín var búin að sofa miðdegislúrinn sinn fórum við frameftir og strákarnir fengu auðvitað að kíkja aðeins í fjárhúsin og svo borðuðum við alveg dýrindiskvöldmat sem samanstóð af lambalæri (steikt í mjööööööööööög langan tíma), kartöflum, brúnni sósu (svona alvöru sósu, ekki sveppa, pipar eða neitt sollis), hrásalati og rauðkáli Grin  Eftirrétturinn var svo bláber og rjómi og það var ekki laust við að manni hafi verið orðið svolítið illt af ofáti þegar staðið var upp frá matarborðinu ........ 
Morgnanir hafa farið í að fara með Árnýju systir og frænku í hænsnahúsið að pakka og  tína  egg.  Meira segja Halla Katrín er búin að prófa að hjálpa pínulítið til.  Hún fékk körfu með eggjum á gólfið og hún rétti eitt og eitt egg upp á gegnumlýsingarvélina en þegar hún var farin að leika sér með eggin og missa full mikið í gólfið fékk hún að "hætta störfum" Smile
Í gærkvöldi fórum við Óli í mat til Völu og Gumma.  Þetta var svona barnlaus hittingur þar sem að við borðuðum góðan mat, fengum okkur í glas (já og flöskur, bjórflöskur sko) og fórum svo í  heita pottinn með drykkina okkar og skemmtum okkur heilan helling við að spjalla saman og segja misgáfulega brandara .....  Þessi elska hún Árný systir passaði ormana okkar á meðan og alveg þangað til að við skiluðum okkur í sveitina á ellefta tímanum í morgun.  Hún naut dyggrar aðstoðað Svanhildar frænku allan tímann og ef þið lesið þetta Árný og Svanhildur:

Þúsund þakkir fyrir að passa fyrir okkur Kissing

Í dag var svo farið í heimsókn til afa og ömmu á Blönduósi og fyrst fengum við vöfflur og rjóma og svo var kvöldverður þar sem Lena og hennar fjölskylda komu líka ásamt þeim Gumma mág og Svanhildi.  Vala systir missti af herlegheitunum þar sem hún þurfti að fara af stað suður til Reykjavíkur og Árný missti af því líka því hún var búin að fá annað matarboð og þiggja það þegar að mamma bauð í mat.  Það var sko af miklu að missa því að í matinn var lambalæri og folaldasnitsel í raspi með öllu tilheyrandi ! 

Á morgun förum við svo heim ....... og ég leyfi mér að fullyrða að ég hef allavega ekki lést mikið í þessari ferð ........  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég verð bara svöng við að lesa þessa færslu hjá þér kona. Frábært að eiga svona góða og yndislega helgi.

Fjóla Æ., 4.11.2007 kl. 23:00

2 identicon

Mmmm... ég segi það sama, maður verður bara svangur af þessum lestri!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ummm....lambalæri......væri sko alveg til í eitt svoleiðis með hraðpósti til Horsens:)

Mikið hefur verið gaman hjá ykkur í sveitinni, enda yndislegt að vera í sveitasælunni. Og Halla Katrín greinilega upprennandi eggjatínslukona:)

Hafið það gott öll sömul**

Berta María Hreinsdóttir, 5.11.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband