Óréttlæti á háu stigi .....

eflingFljótlega eftir að ég byrjaði í vinnu á Hrafnistu voru kynnt fyrir mér námskeið í umönnun sem stéttarfélagið Efling stendur fyrir og fjármagnar fyrir sitt fólk í samstarfi við Mími símenntun.  Umönnunarnámskeiðin eru tvö og í heild færa þau manni 3 launaflokka hækkun þegar maður hefur lokið báðum námskeiðum.  Eins eru þessi námskeið undanfari að svokallaðri félagsliðabrú sem ég ætla svo ekki að fara nánar út í hérna. 
Í síðustu viku byrjaði ég á fyrra námskeiðinu, fagnámskeiði I í umönnun.  Ég var reyndar búin að afskrifa það að komast að á þessu námskeiði því að þegar að ég sótti um var mér tjáð að báðir hóparnir væru orðnir fullir og ekki séð fram á að þeim yrði fjölgað.  Sú varð ekki raunin því að aðsóknin í þetta var þvílík (nýtt met er sagt) að á endanum þegar af stað var farið þá var startað í fjórum hópum.  Ég fékk tilkynningu um að ég væri í hóp 2 sem væri kennt í Rafiðnaðarskólanum á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 2. október til 22. nóvember.  Ég mætti í fyrsta tímann s.l. þriðjudag full bjartsýni og tilhlökkun en OMG hvað sjokkið var mikið þegar á hólminn var komið.  Í hópnum mínum eru 20 manns og þar af aðeins 5 íslendingar Pouty, ég þar með talin.  Ég ákvað samt að gefa þessu sjens en sótti um að vera flutt í hóp 1 en þar er ein sem vinnur með mér jafn alein í heiminum og ég í hóp 2.   Það var ekki hægt að verða við ósk minni fyrstu dagana þannig að síðustu viku sat ég námskeiðið í hóp 2.  Eftir að líða tók á námskeiðið í vikunni undrast ég alltaf meira og meira framkvæmdin á þessu öllu saman.  Þessi námskeið eru ætluð til að auka þekkingu okkar á því sem við erum að gera og fá út á það launahækkun.  En það sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér er að ég skuli eiga að sætta mig við sitja sama námskeið og fá jafnmikla launahækkun og fólk sem talar ekki stakt orð í íslensku !  Ég er að eyða miklum tíma í að sitja þetta námskeið og læra það sem þar er kennt og fæ vonandi launahækkun eins og fyrirfram er lofað EN þarna eru líka fólk af allavega 4 þjóðernum sem situr og sendir sms, lakkar á sér neglurnar og talar saman í tímum á sínu móðurmáli Devil  Svo þegar það er yrt á þetta fólk á okkar ástkæra ilhýra (sem er jú tungumálið sem kennslan fer fram á) þá brosa þau bara sínu blíðasta og segja: "já, já ég skilja", sem þetta virðist vera automatisct svar við nánast öllum spurningum sem fyrir þau er lagt. 
Í dag fékk ég svo upphringingu frá Mími þar sem mér var tjáð að ég mætti færa mig í hóp 1 á morgun og sitja þar námskeiðið með vinkonu minni sem vinnur með mér.  Ég stóðst ekki freistinguna og tjáði mig (mjög kurteislega) um hvað mér finnst um þetta fyrirkomulag á námskeiðinu.  Svörin sem ég fékk voru svo sem ekki upp á marga fiska ...... en í þeim kom fram að 70 manns sóttu um fagnámskeið I, þar af voru bara 20 íslendingar !  Miðað við hópinn sem ég sagði frá hér að framan þá mundi ég giska á að u.þ.b. 30  manns eru á þessum námskeiðum og fá launahækkun sem tala ekki stakt orð í íslensku.  Þetta finnst mér bara argasta óréttlæti !
Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki rasisti og ég hef ekkert á móti útlendingum í vinnu á Íslandi EF þetta fólk bara talar íslensku ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvað Anna mín ég skil alveg nákvæmlega hvað þú átt við enda búin að vera í sömu sporum og þú!!!! að mínu mati gætu þessi námskeið verið mikið gagnlegri ef að allir íslendingar væru saman í hóp ( og ég tala nú ekki um að þau yrðu styttri líka) því að við að tala fyrst á íslensku og svo ensku, það var allavega ekki alveg að gera sig þegar ég var á þessu í janúar.

Brynhildur (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 03:18

2 identicon

Ég er alveg sammála þér nafna, það er ekkert réttlæti í þessu!

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þetta er óréttlæti á háu stigi.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.10.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: www.zordis.com

Skil þessa afstöðu og ég sem er útlendingur í öðru landi lagði allt í að geta tjáð mig og talað á nýrri tungu.

Ef fyrirlestrar og kennsla fer fram á íslensku þá sé ég ekki hvað þetta fólk hefur þarna að gera!  Rétt eins hægt að kasta peningunum út um gluggann!¨

www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband