Strætó á HRAÐFERÐ !

20070411180704987Eitt helsta gleðiefni dagsins var að verða vitni að því að strætóinn (einn af þeim) sem keyrir um götuna "mína" var tekinn fyrir of hraðan akstur Smile  Skv. mbl var hann tekinn á 69 km hraða þar sem er 30 km hámarkshraði.  Það er búið að vera mikið baráttumál hjá þeim sem búa í staðahverfinu að fá þrengingar og hraðahindranir  í götuna til að reyna að sporna við miklum hraðakstri.  Til að byrja með var skólinn í hverfinu, Korpuskóli, á Korpúlfsstöðum og á þeim tíma eða fyrir ca 3 - 4 árum síðan þá var keyrt á son nágranna minna þegar hann var að ganga yfir Korpúlfsstaðaveg.  Þetta slys varð til þess að settar voru 2 hraðahindranir á þann veg.  Reyndar ekki fyrr en íbúar í hverfinu höfðu skrifað undir undirskriftalista sem bað um úrbætur.  Fyrir 2 árum flutti svo Korpuskóli í nýtt húsnæði sem stendur við Bakkastaði.  Eftir að skólinn flutti er búið að setja 2 þrengingar í götuna til að draga úr hraða.  Þessar þrengingar voru settar upp núna í vor en ég get ekki séð að það hafi haft mikið að segja varðandi hraðakstur hjá strætó í götunni.  SAMT er 30 km hámarkshraði og hægri réttur (sem er btw nánast aldrei virtur af mörgum ...) út úr öllum botnlöngum götunnar !  Eitthvað eru mótmælin farin að virka fyrst að löggan er farin að radarmæla þarna og góma strætó á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Það er nú löngu kominn tími til að strætó sé tekinn í gegn hvað hraðakstur varðar.  Lögreglan mætti drífa sig út á þjóðvegina líka og taka vöruflutningabílstjóra og rútubílstjóra aðeins í gegn...

Rannveig Lena Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband