Ekki mikið að gera í vinnunni ........

red_rose2..... er þá ekki tilvalið að nota tímann til að blogga ofurlítið frekar en að góna úr sér augun við imbann ? 

Ég er búin að ákveða að framvegis ætla ég ekki að senda frá mér blogg öðruvísi en að myndskreyta það svolítið.  Þar sem að ég á eftir að hlaða nýjustu myndunum af krílunum mínum í tölvuna heima þá læt ég þessa fallegu rós nægja í þetta sinn.  Myndirnar af krílunum koma bara næst ...... já eða þarnæst Smile 

Núna er ég á vakt númer 2 af 3 í þessari lotu.  Þessa helgina er Sigurjón Stefán hjá okkur Óla og stóru strákarnir eru hjá pabba þeirra.  Reyndar voru allir gaurarnir hjá okkur Óla í gærkvöldi, ja reyndar voru þeir bara hjá Óla því ég var auðvitað í vinnunni.  Þegar ég var að klára vaktina í morgun fékk ég sms og ég sagði við vinnufélagana í gamni mínu: "það þori ég að veðja að þetta er frá manninum mínum og krökkunum og þau eru að biðja mig um að koma við í bakaríi á leiðinni heim".  Viti menn, ég hafði sko alveg rétt fyrir mér Smile  Auðvitað kom ég við hjá "héraðsstubbnum" og fór heim með rúnstykki og kleinuhringi handa hernum mínum, fékk mér smá bita með þeim og fór svo að sofa og svaf til klukkan 3 í dag.  Þegar að ég vaknaði var Sævar búinn að sækja stóru strákana þannig að við Óli fórum í bíltúr með Höllu og Sigurjón upp í Svínadal til Valla frænda. 

Restin af aðlöguninni hjá Höllu litlu á leikskólanum gekk eins og í góðri sögu.  Aðlögunin átti að vera yfir alla vikuna en á fimmtudaginn sögðu þær við okkur að við skyldum bara leyfa henni að vera allan tímann á föstudeginum því hún væri svo góð og það gengi svo vel með hana.  Við samþykktum það auðvitað og föstudagurinn gekk ofsalega vel Smile  Nú er mín bara orðin "fullgild" leikskólastelpa Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband