Vegna fjölda áskorana .....

ja allavega tveggja, þá hef ég ákveðið að setja inn smá fréttir héðan úr uppsveitum Reykjavíkur Wink  Af mér og mínum eru að mestu leyti bestu fréttir.  Allir við hestaheilsu eins og er og verða vonandi eitthvað áfram ......
Nú er blessaður skólinn að verða búinn hjá drengjunum og boj hvað allavega sá elsti er farinn að hlakka til Pouty  Hann er komin með skólaleiða á mjög háu stigi !  Ekki lagaðist sá leiði þegar Sigtryggur Einar fékk að fara norður á Blönduós með ömmu sinni á föstudaginn og sleppa þar af leiðandi við 2 heila daga í skólanum !  Þetta fannst Kristjáni mikið ranglæti ...... Woundering  Stefnan er að Sigtryggur komi suður með ömmu sinni á morgun en miðað við síðustu fréttir eru þau mamma og hann ekki alveg sammála um hvort það sé svo mikilvægt að fara suður ...... Drengurinn er víst ekki á því að það sé svo nauðsynlegt.
Af minnsta stráknum mínum honum Sigurjóni er líka allt gott að frétta.  Hann fékk að koma til okkar Óla í gær í smá aukaheimsókn.  Við Óli skiluðum honum svo heim um klukkan fjögur í dag.  Drengurinn búinn að vera mikið úti að leika sér í allan dag og farinn að kynnast krökkunum hérna í kring og alsæll.  Rétt eftir kvöldmatinn var hringt í mig og ég beðin að taka símann af honum Sigurjóni því hann hafði verið að ónáða viðkomandi mörgum sinnum (hún hélt ca 20 símtöl og slatti af sms) ég þurfti ekki að klóra mér lengi í hausnum til að fatta að litli símasjúklingurinn minn hafði náð að stela símanum af stóra bróður sínum og farið með hann heim.  Ég hringdi auðvitað í gemlinginn og innti hann eftir því hvort hann væri með símann og hann viðurkenndi það að lokum en að undangengnu því að játa líka fyrir mér að hann hefði verið týndur og pabbi hans hafði þurft að leyta að honum og fundið hann að lokum uppi á þaki á einhverju húsi í nágrenninu.  Það þarf varla að taka það fram að pabbi hans var ekki hress með þessi uppátæki hjá drengnum.  Refsingin verður að hann fær ekki að hafa sinn síma (sem er b.t.w. dótasími) í óákveðinn tíma.  Þetta er alveg ferlegt hvað drengurinn er símasjúkur !  Hér fyrir neðan er mynd af Sigurjóni að máta hjólið mitt Tounge

 

   Tekur hann sig ekki vel út ?
 
Halla Katrín heldur áfram að stækka sem aldrei fyrr og bæta við sig ýmsum hæfileikum.  Tönnunum hefur ekkert fjölgað og eru þær ennþá bara 2.  Hún er farin að setjast upp og bisa við að reyna að standa upp.  Eitthvað gengur það síðarnefnda illa en ég er viss um að það tekst fyrr en varir.  Hún er farin að segja mamma og babba (ísl. þýð. pabbi) Smile 
 
Halla Katrín Weywadt pabbastelpa
 
Nú styttist óðum í stóra daginn ! En það er fyrir þá sem ekki vita 30. júní Smile  Þann dag ætlum við Óli minn að gifta okkur.  Undirbúningur er búinn að vera svolítill en hann er á lokastigi.  Við erum búin að fá eina svona fyrirfram brúðargjöf.  Við fengum svona "tungusófa" frá vinum okkar þeim Gunnu og Sævari Grin  Ef þið lesið þetta, Sævar og Gunna ..... Kærar þakkir Kissing
 
Að lokum langar mig að benda á myndasíðuna okkar en hana finnið þið undir slóðinni http://myndir.us/anna/gallery  Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jey... IT'S ALIVE !!!

Lena (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:12

2 identicon

Til lukku með þetta :D:D   þann 30 júní verðum við í flugi til dk :D:D

færð eitthvað sætt frá mér , kannski bara pössun meðan þið farið út að borða :D 

Ingunn Hrefnudóttir (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Árný Sesselja

Jæja....þú sem sagt kannt ennþá á tölvuna....   Sussubía..... hurru er gistipláss næstu helgi ef mar skyldi nú slysast í syndaborgina?

Árný Sesselja, 29.5.2007 kl. 09:06

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Alltaf nóg pláss elskan

Anna Gísladóttir, 29.5.2007 kl. 11:01

5 identicon

Loksins kom blogg:)

Kveðja Inda...

Ps við vonandi náum að skella okkur út að hjóla áður en ég fer norður:)

Inda (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband