9. febrúar rétt að byrja .......

Síðusti 1 1/2 sólarhringur hefur verið svolítið strembinn.  Á miðvikudagsmorgunn reyndi ég eins og ég gat að sofa út því um kvöldið átti ég að mæta á næturvakt.  Ég vaknaði fyrst um klukkan 10 til að sinna kalli náttúrunnar og gat svo ekki sofnað alveg strax eftir það.  Því næst vaknaði ég klukkan rúmlega 11:30 og sofnaði ekkert eftir það.  Einhverra hluta vegna lagði ég mig ekki eftir kvöldmatinn þannig að ég mætti á vaktina frekar lítið sofin svo ekki sé meira sagt ...... Það gerði svo sem ekki mikið til því að ég var ekkert syfjuð um nóttina og vaktin frekar létt.    Í gærmorgunn að vaktinni lokinni gat ég svo ekki farið að sofa fyrr en um klukkan 10 því að Halla gat ekki farið til dagmömmunnar vegna veikinda heima hjá henni.  Ég vakti því með Höllu litlu þar til að tengdamamma mætti á svæðið og tók við stelpunni.  Ég svaf í 2 tíma og fór svo á Málþing á vegum Sjónarhóls upp í Gullhamra.  Hver ræður för ? Virðing og samvinna í þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir / Skólaganga barna með sérþarfir, var yfirskrift málþingsins.  Þetta var mjög athyglisvert málþing í alla staði en ég verð að viðurkenna að ég hefði alveg viljað vera betur upplögð til að ná betur því sem fram fór.  Það var ekki alveg laust við það að ég væri syfjuð þannig að móttakarinn var ekki að virka sem skyldi.  Þarna fór margt merkilegt fram sem ég ætla ekki að tíunda frekar hér en það er ein tilvitnun sem situr föst eftir í huga mér eftir daginn.  En hún er:

"Það sem skilur menn að, er ekki það sem þeim er gefið,
heldur það sem þeir gera úr því sem þeim er gefið" 
(Nelson Mandela 1995)

Hafið það eins gott og þið getið
~Anna~


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megirðu sofa vel og lengi næst þegar þú kemst í það :)

og til hamingju með tönnina :) hlakka til að sjá þig brosa !!

Sif (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband