Fimmtudagur 16. nóvember

Kominn tími á blogg .......  er það ekki ?   Hjá mér gengur allt sinn vanagang, sinna börnum, heimilinu, vinnunni og auðvitað karlinum Grin  Það þarf að sinna honum líka Tounge

Ég var í fríi í vinnunni í dag og var þess í stað heima að gera "aðeins" ...... Þetta aðeins fólst í því að þrífa ísskápinn, bakaraofninn, skipta á rúmum og þvo þvott, ja eða allt svo láta blessaða þvottavélina þvo ....... Ekki má gleyma að ég álpaðist til að fara í Bónus í stórinnkaup Angry  Ég hefði sennilega ekki átt að gera það því ég kom heim 11.000 krónum fátækari og gjörsamlega frosin á höndum og fótum !  Þvílíkur helvítis skítakuldi ......


7. nóvember

Neibb ég er ekki hætt að blogga ..... bara svolítið löt við það þessa dagana.   Ég er svona að vinna í því að finna rétta taktinn við að vinna úti - sinna heimilisstörfum - vera mamma o.s.frv. Grin  Það gengur bara alveg ljómandi hjá mér nema kannski að skvísa inn óþarfa eins og bloggi ...... Fellur blogg kannski undir "sinna heimilisstarfa-liðinn" ????  

Það er ekki laust við að það sé svolítill hamagangur á heimilinu þegar við erum að búa allt liðið út á morgnana Grin  Ég hrúga öllu litla liðinu mínu út í bíl klukkan hálf átta og þar bíðum við eftir skólabílnum.   Þegar hann kemur svo, yfirleitt um klukkan 8:35, fara strákarnir yfir í skólabílinn og við Halla förum upp í Gvendargeisla en þar er Halla Katrín í pössun á daginn meðan að ég er að vinna. 

Haldiði að unglingurinn minn hann Kristján Atli er kominn með strípur í hárið W00t 

Kristján Atli unglingur

Já núna sníst allt um að líta vel út fyrir stelpurnar í skólanum Grin  og drengurinn er líka farinn að suða um að fá eyrnalokk í annað eyrað Errm  Mér leyst satt að segja ekki alveg á blikuna þegar hann bað um lokkinn en ég er að spá í að láta þetta eftir honum samt ....... 
Það eru fleiri en Kristján Atli sem sýna ótvíræð merki um að vera að fullorðnast því núna fyrir nokkrum dögum síðan byrtist fyrsta fullorðinstönnin hjá honum Sigurjóni Stefáni Smile  Hann er búinn að missa 2 barnatennur og nú er fyrsta fullorðins tönnin komin og svei mér þá hún fyllir eiginlega alveg í skarðið eftir þessar 2 sem eru farnar.

DSC04170

Af Sigtryggi Einari  er það helst að frétta að hann er farinn að huga að jólunum og byrjaður að föndra Smile  Hann er mikið að teikna og lita þessa dagana og það mokast alveg frá honum alveg frábærar teikningar.  Sökum mikillar leti þá nenni ég ekki að skanna inn sýnishorn af teikningum í kvöld en það er aldrei að vita nema það birtist sýnishorn hérna einn góðan veðurdag ....... Í staðinn set ég inn mynd af listamanninum sjálfum í óða önn við að búa til pappírslengju fyrir jólin  Smile

DSC04169


Laugardagur - nammidagur

Heima hjá mér ríkir mikil eftirvænting eftir því að fara í nammiland Hagkaups á laugardögum og var dagurinn í dag engin undantekning.  Sigtryggur Einar byrjaði að spyrja rétt fyrir hádegi hvenær við færum þangað.  Ég sagði honum að við færum um leið og Óli kæmi heim.  Sem og við gerðum.  Fyrst var farið í nammilandið í Hagkaup og svo fórum við í nammilandið okkar Óla en það er ísbúðin í Fákafeni Brosandi Millistærðarbragðarefur með tvöföldum af jarðaberjum og snikkers klikkar ekki Ullandi  Á leiðinni heim úr ísbúðinni ákváðum við að fá Sigurjón Stefán lánaðan þangað til á morgun.  Hann var hjá Óla um síðustu helgi en þá hitti ég hann ekkert og ég var eiginlega farin að sakna hans svolítið.  Drengurinn var sko alveg til í að koma með okkur heim Brosandi  Hann varð auðvitað að taka uppáhalds PS2 leikina sína með ...... annað kom ekki til mála.  Annar þeirra leikja sem hann tók með er Cars.  Ég fékk þessa snilldarhugmynd að keppa við drenginn í leiknum, þ.e.a.s. við færum í kappakstur í Cars.  Eftir á að hyggja var þetta ekki svo góð hugmynd ..... það eina sem ég hafði upp úr þessu var tap fyrir drengnum og í miðjum kappakstri sagði hann við mig: "Þú verður að læra að keyra mamma !"   Ég vil taka það skýrt fram að hæfileikar mínir í að aka venjulegum bíl eru ekki svona slæmir ..... held ég Skömmustulegur

 

 


Komin heim frá Boston

Þá er það gamanið búið ..... Ég kom heim frá Boston á mánudagsmorgunn, alveg eldsnemma.  Við lentum klukkan 6:30.  Eitthvað gekk mér illa að sofa í vélinni á leiðinni heim þannig að ég var orðin alveg verulega syfjuð og þreytt þegar heim kom.  Þetta var alveg meiriháttar skemmtileg ferð svona að flestu leyti.  MIKIÐ verslað eins og sönnum Íslendingum sæmir.  Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verslað eins mikið á jafn skömmum tíma .....  O M G hvað þetta var gaman !
Ég fataði sjálfa mig alveg upp, keypti líka mikið á strákana og Óla en ég held að ég hafi verslað mest á krílið hana Höllu Katrínu.  Ji minn eini hvað ég sleppti mér í stelpufötunum !  Mikið svakalega var nú samt gott að koma heim aftur.  Í mitt eigið rúm með karlinn mér við hlið !
Hryllilega voru matarskammtarnir stórir þarna úti !  Þetta var sko ekkert smávegis ..... Sumir réttirnir sem við pöntuðum hefðu dugað 3 - 4 meðal "Jónum" hér er eitt dæmi:

DSC04081

Þessi skammtur hefði hæglega getað dugað í allavega 2 - 3 !  En af þeim stöðum sem við borðuðum á stendur einn alveg uppúr, en það er CheesecakeFactory.  Maturinn var alveg frábær og ostakökurnar voru hreint út sagt HRYLLILEGA GÓÐAR !

DSC04083

Ég þarf ekki nema horfa í smá stund á þessa mynd og þá er lyklaborðið mitt í stórhættu ..... SLURP !

Eftir að heim kom tók við daglegt amstur.  Fyrst var auðvitað að vinna sig niður á botn í þvottakörfunni og sá loksins fyrir endann á því í dag.  Það er ekki svo að karlinn minn hafi ekki staðið sig í að þvo meðan að ég var úti heldur voru gestir um helgina og svo var þessi elska hann Óli minn búinn að mála þvottahúsið mitt fína og flísaleggja ofan við vaskaborðið þar líka þegar að ég kom heim !

Well lengra verður þetta ekki í þetta sinn ..... Þar til næst ....... adios !
(Ekki myndi það nú skemma ef ég fengi kvitt í gestabók eða comment svona til að sjá hverjir eru að lesa)


Orlitid blogg fra USA

Tha er fyrsti dagurinn i Boston a enda ........ Buin ad versla alveg helling Brosandi  Madur fer gjorsamlega i trans i budunum herna ...... Verdid er MJOG lagt herna og svo ofana thad er lika haust utsala og 20 - 50 % afslattur naestum thvi allsstadar Brosandi

En thad er ekki laust vid thad ad eg sakni litla lidsins mins og Ola svolitid ...... reyndar svolitid mikid ...... 

Kvedja fra Boston


Helgin hálfnuð ......

og bara 4 dagar þar til að ég fer til Boston Brosandi  Ég veit ég er óþolandi ..... en ég bara hlakka svooooooooooo mikið til !  Innkaupalistinn er alltaf að stækka.  Hann er reyndar orðinn svo stór að ég er komin með litla bók undir allar upplýsingarnar sem ég verð að taka með mér, bæði innkaupalistann og svo auðvitað mál af þeim sem ég ætla að versla föt á.  Það er jú betra að koma með þetta heim í nokkurnveginn réttum stærðum Glottandi  Strákunum mínum fannst ég alveg stórskrítin þegar ég bað þá um að standa uppi á borði meðan að ég tók mál af þeim .... Þeir voru ekki alveg að skilja þetta.  

Ég er búin að vera heima í dag með stóru strákana mína og Höllu Katrínu.  Veðrið er búið að vera ömurlegt þannig að það var ekkert farið út að undanskyldu því að ég setti Höllu litlu út í vagninn sinn að sofa rétt fyrir hádegið.  Ég skorðaði vagninn bara vel þannig að hann fyki nú ekki og svo svaf litla daman í næstum því 3 klukkutíma Brosandi  Ég hugsa að ég hefði líka sofið vel ef einhver ruggaði mér til í rúminu Glottandi  Þegar Halla vaknaði "loksins" að drengjanna mati og fékk pelann sinn fórum við í Hagkaup að versla laugardagsnammið.  Það er jú heilög skylda að kaupa laugardagsnammi.  En svakalega fannst þeim systir sín sofa lengi ...... Ég ætlaði í kaffi til tengdó með strákana eftir búðarferðina og var lögð af stað þangað þegar Óli hringdi og sagðist vera búinn að vinna þannig að ég sneri við og sótti hann og svo fórum við öll í kaffi til tengdó.  Á leiðinni heim aftur var komið við í Laufrimanum í smá kaffisopa þar og kleinur.  Við vorum að sækja Sigurjón svo Sævar kæmist obbolítið út á lífið Brosandi  Þetta þýðir sko að hjá okkur Óla er núna "fullt hús" af börnum Brosandi  Við splæstum í Dominos-veislu og svo var "fjölskyldubíó" ..... og horft á "Brother Bear II" sem Óli keypti í BT um leið og hann sótti pizzurnar Brosandi 


Bara verð ......

að deila því með ykkur að það eru einungis 5 dagar þar til að ég fer til Boston Ullandi

Miðvikudagur og bara 7 dagar í brottför til Boston

Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í dag.   Dagurinn byrjaði auðvitað á því að koma Kristjáni í skólann.  Sem reyndar var frekar einfalt í morgun því hann kom inn til okkar fimm mínútur fyrir sjö alklæddur og bauð góðan daginn ..... Venjan er sú að við þurfum að vekja hann og halda honum við efnið við að koma sér á fætur svo að hann missi ekki af skólabílnum.  Hann er nefnilega svo þreyttur á morgnana.  Þegar Kristján og Óli voru farnir í skóla og vinnu fórum við Halla á fætur og drifum okkur niður á heilsverndarstöð í vigtun ..... Vigta hana Höllu, ekki mig Glottandi  Halla hefur verið að þyngjast mjög vel og er oðin 5.230 grömm og 61 cm. 
Þegar ég var búin að sinna erindinu á heilsuverndarstöðinni þá var klukkan orðin rúmlega 10 þannig að ég ákvað að fara bara heim til tengdó með Höllu því klukkan 13 átti ég að mæta á fund niður í Síðumúla.  Mér fannst eiginlega ekki taka því að fara alla leið heim og þurfa að rjúka strax aftur..... Það er svona að búa "langt uppi í sveit" Brosandi  Þ.e. á reykvískan mælikvarða.  Ég mætti á fundinn á réttum tíma.  Þessi fundur var samráðsfundur vegna Kristjáns og Sigtryggs sem haldnir eru á u.þ.b. 6 vikna fresti.  Á fundinum kom svo sem lítið nýtt fram.  Strákarnir eru báðir að standa sig mjög vel í skólanum og í Hólabergi eru flestir hlutir að ganga upp.  Það er svona eins og venjulega svolítið "drama" í kringum hann Kristján minn en það er ekkert sem staffið í Hólabergi ræður ekki við.  Enda alveg úrvals fólk að vinna þar.  Eins og í skólanum,  þar finnst mér vera snillingur í hverri stöðu Brosandi
Sigtryggur minn er búinn að vera í Hólabergi síðan í gær og hann kemur heim eftir skóla á morgun.  Það er alveg yndislegt hvað hann er sáttur við að vera í þarna.  Í gærkvöldi skrapp ég þangað því ég hafði gleymt að senda með honum orkudrykkinn hans og fór því með drykkinn til hans.  Sigtryggur kom til dyra með starfsmanni og var bara glaður að sjá mig, kyssti mig og kvaddi og fór aftur inn með bros á vör Brosandi  Hann var líka voða glaður að sjá að ég var að koma með orkudrykkinn því honum finnst þetta alveg nauðsynlegt á hverjum morgni.
Hann er alveg frábær hann Sigtryggur minn.  Á samráðsfundinum í dag kom fram að hann hefur undanfarið verið að færa sig upp á skaftið við það að þykjast vera starfsmaður í Hólabergi.  Hann hnupplar blöðum með ýmsum reglum og les þetta fyrir hina krakkana og skammar hina fyrir að fara ekki eftir reglunum Brosandi  Hann var staðinn að verki um daginn með möppuna góðu (sem inniheldur ýmsar reglur og upplýsingar)  og þá sagði hann: "Ég er ekki barn, ég er fullorðinn !"  Strákpjakkurinn ......
Daginn endaði ég svo á því að baka speltbrauð Brosandi  Alveg hryllilega gott og með eindæmum hollt Ullandi

Ekki meira í þetta sinn......  


Allt er nú rannsakað !

Ja hérna ..... ég segi ekki meir

mbl.is Konur flottari í tauinu og djarfari í klæðaburði við egglos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánudagur .... ekki til mæðu

Þessi mánudagur er ekki til mæðu .... allavega ekki hjá mér.  Ja, þá meina ég auðvitað það sem liðið er af þessum degi þegar þetta er skrifað Glottandi  Ég er nefnilega búin að ráða mig í vinnu frá og með 1. nóvember n.k. Brosandi  Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt að fara að vinna úti.  Ég fer í 70 % vinnu á Hrafnistu.  Ég og Halla fórum í  morgun þangað að skoða og skrifa undir Brosandi  Dísa vinkona er að vinna þarna líka og hún tók Höllu að sér meðan að ég talaði við deildarstjórann og hún sýndi mér staðinn.  Stelpukrílinu henni Höllu tókst auðvitað að heilla alla upp úr skónum á meðan Glottandi

Mein kampf

Í gær fórum við Óli í Borgarleikhúsið að sjá Mein Kampf eftir George Tabori.  Tengdó hafa boðið okkur Óla í leikhús ca. einu sinni á ári. 
Þetta leikrit, Mein kampf, er alveg stórskemmtilegt mæli ég eindregið með því.  Það segir frá þegar Hitler hinn ungi kemur til Vínarborgar til að sækja um skólavist og vingast við bóksala af gyðingakyni sem tekur hann undir sinn verndarvæng og kveikir hjá honum áhuga á stjórnmálum.
Alveg sprenghlægilegt stykki Brosandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband