Helgin á enda runnin og unglingurinn minn að verða 15 ára !

Á föstudagskvöldið fengum við hjónin pössun og skelltum okkur í bíó að sjá Sólskinsdrenginn.  ÓMG (ó mæ god) hvað ég þarf að sjá hana aftur til að meðtaka betur.  Ég er svo heppin að vera búin að lofa henni mömmu minni að fara og sjá myndina með henni þegar hún kemur í bæinn eftir nokkra daga Smile

Fyrir akkúrat 15 árum síðan lá ég flöt á fæðingarbekk á sjúkrahúsinu á Blönduósi við að kreista frumburðinn í heiminn Pouty  Drengurinn lét mig hafa svolítið fyrir því að koma sér í heiminn og fæddist hann ekki fyrr en klukkan 02:35 um nóttina og á því tæknilega séð afmæli á morgun Smile  Um þetta leyti fyrir 15 árum var samt útséð með háralitinn á guttanum þó ekkert annað væri komið í ljós ....... 

Þessi mynd er svo tekin skömmu eftir klukkan 02:35 þann 12. janúar 1994:

kas_nyfaeddur

Á myndinni sjást vel afleiðingarnar af því að vita háralitinn svona lengi ...... en það lagaðist á rúmum sólarhring Smile  

Elsku Kristján Atli, innilega til hamingju með afmælið InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG hvað þetta er falleg mynd. Og dýrmæt að eiga.

Til hamingju með daginn!

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: .

ójá, hann lét hafa fyrir sér drengurinn.... til hamingju með daginn.....

., 12.1.2009 kl. 04:29

3 identicon

Já, til hamingju með strákinn okkar :)

Sif (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 08:38

4 identicon

Til hamingju með drenginn 

Vala (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:41

5 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með litla krúttið þitt sem er orðin 15 ára! Ekkert smá flottur og heill.

Njótið dagsins saman.

www.zordis.com, 12.1.2009 kl. 13:56

6 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Innilega til hamingju með frumburðinn, vá tíminn líður, minn frumburður er á leið í hjónaband

Sjáumst í dag

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 15.1.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband