Helgin hálfnuð ......

og bara 4 dagar þar til að ég fer til Boston Brosandi  Ég veit ég er óþolandi ..... en ég bara hlakka svooooooooooo mikið til !  Innkaupalistinn er alltaf að stækka.  Hann er reyndar orðinn svo stór að ég er komin með litla bók undir allar upplýsingarnar sem ég verð að taka með mér, bæði innkaupalistann og svo auðvitað mál af þeim sem ég ætla að versla föt á.  Það er jú betra að koma með þetta heim í nokkurnveginn réttum stærðum Glottandi  Strákunum mínum fannst ég alveg stórskrítin þegar ég bað þá um að standa uppi á borði meðan að ég tók mál af þeim .... Þeir voru ekki alveg að skilja þetta.  

Ég er búin að vera heima í dag með stóru strákana mína og Höllu Katrínu.  Veðrið er búið að vera ömurlegt þannig að það var ekkert farið út að undanskyldu því að ég setti Höllu litlu út í vagninn sinn að sofa rétt fyrir hádegið.  Ég skorðaði vagninn bara vel þannig að hann fyki nú ekki og svo svaf litla daman í næstum því 3 klukkutíma Brosandi  Ég hugsa að ég hefði líka sofið vel ef einhver ruggaði mér til í rúminu Glottandi  Þegar Halla vaknaði "loksins" að drengjanna mati og fékk pelann sinn fórum við í Hagkaup að versla laugardagsnammið.  Það er jú heilög skylda að kaupa laugardagsnammi.  En svakalega fannst þeim systir sín sofa lengi ...... Ég ætlaði í kaffi til tengdó með strákana eftir búðarferðina og var lögð af stað þangað þegar Óli hringdi og sagðist vera búinn að vinna þannig að ég sneri við og sótti hann og svo fórum við öll í kaffi til tengdó.  Á leiðinni heim aftur var komið við í Laufrimanum í smá kaffisopa þar og kleinur.  Við vorum að sækja Sigurjón svo Sævar kæmist obbolítið út á lífið Brosandi  Þetta þýðir sko að hjá okkur Óla er núna "fullt hús" af börnum Brosandi  Við splæstum í Dominos-veislu og svo var "fjölskyldubíó" ..... og horft á "Brother Bear II" sem Óli keypti í BT um leið og hann sótti pizzurnar Brosandi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ferð verður frábær hjá ykkur:)

Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband