12 ára í dag, 13 ára á morgun .......

Þetta sagði frumburðurinn minn við mig þegar hann kom heim úr skólanum í dag.  Hjá honum ríkir mikil spenna fyrir afmælisdeginum og er hann sannfærður um að það breyti honum mikið að verða 13 ára.  Hann verður jú "táningur" !  Ekki minnkaði gleðin hjá honum þegar ég sagði honum það að þegar hann vaknaði á morgun yrði hann orðinn 13 ára því hann væri fæddur klukkan 02:35.  Annar mikilvægur maður í lífi mínu átti afmæli í gær.  En það er hann Grímur afi minn.  Hann varð 95 ára í gær.  Í hádegisfréttunum á rás 1 var sagt frá afmælinu hans afa og hér  má heyra þá frásögn og smá viðtal við afa. 
Í byrjun árs 1994 ríkti mikil spenna hvort að krílið mitt sem gekk með þá myndi nú fæðast á afmælisdegi langafa síns.  Það hefði vissulega verið gaman ef svo hefði farið en drengurinn valdi sér sinn eigin afmælisdag og kom 2 dögum síðar eða þann 12. janúar.  

~Anna~ 


Nýjar myndir ....

..... í albúminu mínu ATH það er búið að breyta slóðinni á myndaalbúmið mitt.  Ég er búin að gefast upp á að setja inn myndir á barnalandstrallið þannig að nú fara allar myndir í albúmið mitt.  Endilega skiljið eftir comment í albúminu Wink

 


Gleðilegt ár !

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla Grin

Já nú er árið 2007 runnið upp og ég er búin að vera vakandi síðan á síðasta ári ...... er s.s. í vinnunni og búin að vera þar síðan um klukkan 20 í gærkvöldi.  Ég tók 1/2 kvöldvakt og svo næturvaktina mína í beinu framhaldi.  Ekker smá dugleg Grin

Alveg finnast mér flugeldar vera uppfinning andskotans !  Þvílíku lætin sem fylgja þessum skratta.  Að maður tali nú ekki um bölvaðan sóðaskapinn af þessu, bæði prik og rusl út um allt og svo sót og ógeð allsstaðar inni hjá manni Devil  Mín skoðun er sú að flugeldar eru fínir í sjónvarpinu ...... enginn sóðaskapur, engin vond lykt og hægt að lækka í þeim ef maður vill Grin


Jólakveðja

 
santa7Mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári !
 
Þúsund þakkir fyrir árið sem er að líða Smile
 
Jólakveðja
~Anna~ 

Aðeins 2 dagar til jóla !

Sem betur fer eru þeir bara 2 dagarnir fram að jólum.  Þetta segi ég ekki af því að mér leiðist jólin heldur er biðin svolítið erfið heima hjá mér.  Ætli biðin sé ekki ansi erfið mjög víða ....  Reyndar finnst mér jólin yndislegur tími en það er eins með þau eins og sumarið,  ég hlakka mikið til þeirra en er líka mjög fegin þegar þau eru búin ...... 
Ég var í fríi í gær og við fórum í Blómaval að kaupa jólatré.  Tréið góða fékk að gista svalirnar í nótt en núna í kvöld var það fært inn í stofu og sett í standinn svo að það væri nú örugglega orðið þurrt þegar skreytingameistararnir mínir taka til hendinni á morgun Smile  Kristján Atli og Sigtryggur Einar eru umtalaðir skreytingameistarar.  Kristján er búinn að vera í Hólabergi síðan á miðvikudaginn s.l. og við ætlum að sækja hann um hádegisbil á morgun svo að hann fái að vera með okkur við lokaundirbúning jólanna Smile
Þessi jólin verða "stóru" strákarnir hjá okkur Óla um jólin og minnsti stóri strákurinn okkar hjá pabba sínum Smile  Ég heyrði í Sigurjóni í síma núna í kvöld og hann sagði mér stoltur að hann væri sko búinn að hjálpa til við að skreyta tréð heima hjá honum og pabba Grin  

Í dag fórum við Óli í Kringluna.  Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema kannski fyrir það að við vorum að fara til að velja jólagjöfina frá pabba og mömmu frá því í fyrra !  Ekki seinna vænna að drífa í því sko ......Halo  Málið er að pabbi og mamma gáfu okkur pening "eyrnamerktan" því að við færum og veldum okkur spari matarstell og keyptum okkur fyrstu hlutina í það.  Framkvæmdagleðin hjá okkur er með slíkum ólíkindum að við tókum okkur heilt ár í að drífa í því að velja stellið Grin  

Að lokum mynd af skreytingameisturunum: 

 

IMG_8794

 

~Anna framkvæmdaglaða~ 


Ég heiti Anna og ég er NÖRD ...... (NOT)

Ég er alveg svakaleg !  Þannig er að um daginn var hringt í mig frá símanum og mér boðið svokallað "Safn".   En það er einskonar gagnageymsla á netinu.  Ég skráði mig auðvitað fyrir trallinu og byrjaði að setja ljósmyndir þar inn.  Svo einhverra hluta vegna hætti ég og gleymdi þessu alveg þangað til fyrir svona viku síðan en þá datt mér í hug að fara að hrúga myndum þarna inn.  Ég sest við tölvutrallið og byrja að moka myndum inn á "safnið mitt".  Nema hvað svo allt í einu hættir draslið að virka og ég var sko ekki kát Devil Hringi í 800-7000 og segi farir mínar ekki sléttar í viðskiptum við þetta dót !   Konan sem ég tala við fær hjá mér aðgangsorð og passa til að prófa að setja inn mynir og ekkert gengur ..... Hún segir mér að bilunin sé þá greinilega ekki staðbundin í vélinni hjá mér.  Eftir þetta er mér lofað að það yrði farið í að laga þetta strax daginn eftir.  Ég prófa trallið kvöldið eftir og ekkert gengur ....... Devil  Ég hringi aftur og kvarta yfir því að það skuli ekki vera búið að laga þetta árans dót !  Ég fæ afsökunarbeiðni eftir að nokkrar tilraunir hafa verið gerðar að setja inn myndir og annað loforð um að þetta yrði lagað daginn eftir ..... Kvöldið eftir sest ég við tölvuna mína og logga mig inn á safnið og fer að skoða mig um þar og uppgötva að plássið sem ég hafði skráð mig fyrir var orðið fullt og þess vegna vildi "helv... trallið" ekki taka við fleiri myndum Grin  Ég hafði skráð mig fyrir byrjunarpakkanum eða 500 mb og þeir sem hafa smá vit á þessu dóti sjá það í hendi sér að það komast nú ekki nein ósköp af myndum á það pláss .......  Nema hvað ég breytti auðvitað skráningunni minni í 2 GB og er hætt að ónáða aumingja fólkið sem svarar í símann 800-7000 ........  Er ég ekki klár ?

~Anna NÖRD~ 


Komin heim úr sveitinni

Ég ásamt Óla og öllum börnunum okkar skruppum norður yfir helgina.  Voða rólegt og gott í alla staði. 

Ég hef fengið kvartanir um að það sé illmögulegt og stundum ekki hægt að commenta á bloggið mitt.  Núna held ég að ég sé búin að laga þá hnökra sem voru að valda þessum vandræðum.

Meira síðar .....
~Anna~


25 dagar til jóla

Jólin nálgast óðfluga eða eins og hún frænka mín hún Sif sagði ...... "þau nálgast eins og óð fluga" Smile  Ég er samt ekki enn farin að verða vör við neitt svokallað jólaskap.  Jú kannski smávegis og þá aðallega í formi þess að rifja upp hvar jólaskrautið sé í veröldinni og hvar jólageisladiskarnir séu ?  Það fer að líða að því að ég kvelji þá sem í kringum mig eru með stanslausri jólatónlist Grin  Strákarnir eru farnir að velta jólunum fyrir sér og hafa nokkrar spurningar um jólasveinana verið bornar upp við mig.  Svo sem eins og "Fyrst að jólasveinarnir eru svona gamlir, fara þeir þá ekki að deyja bráðum ?"  og  "Hvað þarf maður að vera orðinn gamall til að fá í skóinn ?" Í framhaldi af seinni spurningunni kom svo: "Mér finnst að Halla Katrín eigi að fá líka í skóinn þó hún sé svona lítil og geti ekki kíkt í skóinn sjálf"  Það er stóri snillingurinn minn hann Kristján Atli sem bar þessar spurningar upp við mig Smile 
Ég er búin að taka eina stórákvörðun fyrir þessi jól og hún er að baka ekki eina einustu köku fyrir jólin.  Ég fór að velta því fyrir mér til hvers ég væri að baka þessar blessuðu smákökur og komst að þeirri niðurstöðu að smákökurnar væru alveg óþarfar þar sem strákarnir mínir hafa aldrei verið hrifnir af þeim og við Óli erum þau einu sem borðum þær hérna heima og það vita flestir að við höfum alls ekki gott af því að borða smákökur ...... En þið sem hafið hug á að heimsækja okkur yfir hátíðarnar óttist ekki veitingaskort þó smákökurnar vanti þá get ég alveg skellt í eina hnallþóru já eða ostaköku Grin

Í morgun þegar ég var á leiðinni upp í Grafarholt með Höllu Katrínu í pössun var svínað alveg skelfilega fyrir bílinn hjá mér Angry  Ég náði að bremsa í tæka tíð og það var alveg örugglega ekki bílstjóra /&%#&%#%$/#/$ fávitanum á hinum bílnum að þakka að ekki varð árekstur !  Ég varð alveg brjáluð ! og ekki skánaði skapið við það að átta mig á því að bíllinn sem svínaði á mig var einn af skólabílunum sem keyra m.a. syni mína í og úr skóla.  Fyrsta hugsunin var að ná helvítinu og hella mér yfir hann en ég hætti snarlega við það og hringdi frekar í yfirmann þessa ökuníðings og klagaði þetta aksturslag.  Ég náði númerinu á bílnum þannig að það ætti að vera einfalt að veita ökumanninum tiltal fyrir athæfið.    Það er alveg á hreinu að ég kæri mig ekki um að svona aksturslag með mín börn innanborðs Angry

~Anna~


Það var mikið !

Já það var mál til komið að þessu óréttlæti væri aflétt.  Það versta er að með þessu er aðeins hálfur sigur unnin því störfin sem skapast með þessu eru svo illa launuð að það fæst ekkert fólk og þ.a.l. verður stór hópur þessara barna sem öðluðust réttinn samt sem áður heima vegna manneklu ......
mbl.is Ríkið taki þátt í lengdri viðveru fatlaðra grunnskólabarna í 5.-10. bekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örblogg um miðja nótt .....

Jebb ég er að stelast til að blogga í vinnunni um miðja nótt !  Það er svo sem ekkert að stelast því það er ósköp rólegt hjá mér. 
Núna er ég á minni fyrstu næturvakt hérna á Hrafnistu.  Það var ferlega skrítið að fara á fætur í morgun bara til að fara með Höllu til Ágústu og fara svo heim aftur og beint að sofa.  Það tókst nú samt alveg ágætlega hjá mér og ég náði að sofa í 3 - 4 tíma.  Rétt eftir kvöldmatinn náði ég svo að leggja mig í rúman klukkutíma.  Það hefur sennilega ekki verið nóg þessi svefn því ég er alveg hræðilega syfjuð núna .........  Gasp Ja kannski er það bara líka að ég er óvön þessu ......  Gasp

Stóru strákarnir mínir fóru til pabba síns seinnipartinn í dag og Sigurjón Stefán kom til okkar Óla. Ég verð sennilega að fara að venja mig af því að segja stóru strákarnir og Sigurjón Stefán því hann er jú orðinn nokkuð stór líka og kann því mjög illa að vera sagður lítill ....... Hann er jú alveg að verða 7 ára Wink 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband