12 ára í dag, 13 ára á morgun .......

Þetta sagði frumburðurinn minn við mig þegar hann kom heim úr skólanum í dag.  Hjá honum ríkir mikil spenna fyrir afmælisdeginum og er hann sannfærður um að það breyti honum mikið að verða 13 ára.  Hann verður jú "táningur" !  Ekki minnkaði gleðin hjá honum þegar ég sagði honum það að þegar hann vaknaði á morgun yrði hann orðinn 13 ára því hann væri fæddur klukkan 02:35.  Annar mikilvægur maður í lífi mínu átti afmæli í gær.  En það er hann Grímur afi minn.  Hann varð 95 ára í gær.  Í hádegisfréttunum á rás 1 var sagt frá afmælinu hans afa og hér  má heyra þá frásögn og smá viðtal við afa. 
Í byrjun árs 1994 ríkti mikil spenna hvort að krílið mitt sem gekk með þá myndi nú fæðast á afmælisdegi langafa síns.  Það hefði vissulega verið gaman ef svo hefði farið en drengurinn valdi sér sinn eigin afmælisdag og kom 2 dögum síðar eða þann 12. janúar.  

~Anna~ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þá báða flottu kallana í lífi þínu!

Kveðja, Anna Málfríður

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 09:18

2 identicon

Til lukku með afmælisbarnið!  best að drífa í því að hringja í stráksa og óska honum til hamingju :)

 kv Lena systir

Lena (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband