Aðeins 2 dagar til jóla !

Sem betur fer eru þeir bara 2 dagarnir fram að jólum.  Þetta segi ég ekki af því að mér leiðist jólin heldur er biðin svolítið erfið heima hjá mér.  Ætli biðin sé ekki ansi erfið mjög víða ....  Reyndar finnst mér jólin yndislegur tími en það er eins með þau eins og sumarið,  ég hlakka mikið til þeirra en er líka mjög fegin þegar þau eru búin ...... 
Ég var í fríi í gær og við fórum í Blómaval að kaupa jólatré.  Tréið góða fékk að gista svalirnar í nótt en núna í kvöld var það fært inn í stofu og sett í standinn svo að það væri nú örugglega orðið þurrt þegar skreytingameistararnir mínir taka til hendinni á morgun Smile  Kristján Atli og Sigtryggur Einar eru umtalaðir skreytingameistarar.  Kristján er búinn að vera í Hólabergi síðan á miðvikudaginn s.l. og við ætlum að sækja hann um hádegisbil á morgun svo að hann fái að vera með okkur við lokaundirbúning jólanna Smile
Þessi jólin verða "stóru" strákarnir hjá okkur Óla um jólin og minnsti stóri strákurinn okkar hjá pabba sínum Smile  Ég heyrði í Sigurjóni í síma núna í kvöld og hann sagði mér stoltur að hann væri sko búinn að hjálpa til við að skreyta tréð heima hjá honum og pabba Grin  

Í dag fórum við Óli í Kringluna.  Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema kannski fyrir það að við vorum að fara til að velja jólagjöfina frá pabba og mömmu frá því í fyrra !  Ekki seinna vænna að drífa í því sko ......Halo  Málið er að pabbi og mamma gáfu okkur pening "eyrnamerktan" því að við færum og veldum okkur spari matarstell og keyptum okkur fyrstu hlutina í það.  Framkvæmdagleðin hjá okkur er með slíkum ólíkindum að við tókum okkur heilt ár í að drífa í því að velja stellið Grin  

Að lokum mynd af skreytingameisturunum: 

 

IMG_8794

 

~Anna framkvæmdaglaða~ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvaða stell valdiru svo?  Kv Lena

Lena (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 22:12

2 identicon

Það er hvítt og ferkantaðir diskar, ægilega flott

Ég sjálf (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband