Ég heiti Anna og ég er NÖRD ...... (NOT)

Ég er alveg svakaleg !  Þannig er að um daginn var hringt í mig frá símanum og mér boðið svokallað "Safn".   En það er einskonar gagnageymsla á netinu.  Ég skráði mig auðvitað fyrir trallinu og byrjaði að setja ljósmyndir þar inn.  Svo einhverra hluta vegna hætti ég og gleymdi þessu alveg þangað til fyrir svona viku síðan en þá datt mér í hug að fara að hrúga myndum þarna inn.  Ég sest við tölvutrallið og byrja að moka myndum inn á "safnið mitt".  Nema hvað svo allt í einu hættir draslið að virka og ég var sko ekki kát Devil Hringi í 800-7000 og segi farir mínar ekki sléttar í viðskiptum við þetta dót !   Konan sem ég tala við fær hjá mér aðgangsorð og passa til að prófa að setja inn mynir og ekkert gengur ..... Hún segir mér að bilunin sé þá greinilega ekki staðbundin í vélinni hjá mér.  Eftir þetta er mér lofað að það yrði farið í að laga þetta strax daginn eftir.  Ég prófa trallið kvöldið eftir og ekkert gengur ....... Devil  Ég hringi aftur og kvarta yfir því að það skuli ekki vera búið að laga þetta árans dót !  Ég fæ afsökunarbeiðni eftir að nokkrar tilraunir hafa verið gerðar að setja inn myndir og annað loforð um að þetta yrði lagað daginn eftir ..... Kvöldið eftir sest ég við tölvuna mína og logga mig inn á safnið og fer að skoða mig um þar og uppgötva að plássið sem ég hafði skráð mig fyrir var orðið fullt og þess vegna vildi "helv... trallið" ekki taka við fleiri myndum Grin  Ég hafði skráð mig fyrir byrjunarpakkanum eða 500 mb og þeir sem hafa smá vit á þessu dóti sjá það í hendi sér að það komast nú ekki nein ósköp af myndum á það pláss .......  Nema hvað ég breytti auðvitað skráningunni minni í 2 GB og er hætt að ónáða aumingja fólkið sem svarar í símann 800-7000 ........  Er ég ekki klár ?

~Anna NÖRD~ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe en mér er illskiljanlegt hvernig starfsfólkið gat ekki tekið eftir því líka.....

Gerða (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband