Komin heim frá Boston

Þá er það gamanið búið ..... Ég kom heim frá Boston á mánudagsmorgunn, alveg eldsnemma.  Við lentum klukkan 6:30.  Eitthvað gekk mér illa að sofa í vélinni á leiðinni heim þannig að ég var orðin alveg verulega syfjuð og þreytt þegar heim kom.  Þetta var alveg meiriháttar skemmtileg ferð svona að flestu leyti.  MIKIÐ verslað eins og sönnum Íslendingum sæmir.  Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei verslað eins mikið á jafn skömmum tíma .....  O M G hvað þetta var gaman !
Ég fataði sjálfa mig alveg upp, keypti líka mikið á strákana og Óla en ég held að ég hafi verslað mest á krílið hana Höllu Katrínu.  Ji minn eini hvað ég sleppti mér í stelpufötunum !  Mikið svakalega var nú samt gott að koma heim aftur.  Í mitt eigið rúm með karlinn mér við hlið !
Hryllilega voru matarskammtarnir stórir þarna úti !  Þetta var sko ekkert smávegis ..... Sumir réttirnir sem við pöntuðum hefðu dugað 3 - 4 meðal "Jónum" hér er eitt dæmi:

DSC04081

Þessi skammtur hefði hæglega getað dugað í allavega 2 - 3 !  En af þeim stöðum sem við borðuðum á stendur einn alveg uppúr, en það er CheesecakeFactory.  Maturinn var alveg frábær og ostakökurnar voru hreint út sagt HRYLLILEGA GÓÐAR !

DSC04083

Ég þarf ekki nema horfa í smá stund á þessa mynd og þá er lyklaborðið mitt í stórhættu ..... SLURP !

Eftir að heim kom tók við daglegt amstur.  Fyrst var auðvitað að vinna sig niður á botn í þvottakörfunni og sá loksins fyrir endann á því í dag.  Það er ekki svo að karlinn minn hafi ekki staðið sig í að þvo meðan að ég var úti heldur voru gestir um helgina og svo var þessi elska hann Óli minn búinn að mála þvottahúsið mitt fína og flísaleggja ofan við vaskaborðið þar líka þegar að ég kom heim !

Well lengra verður þetta ekki í þetta sinn ..... Þar til næst ....... adios !
(Ekki myndi það nú skemma ef ég fengi kvitt í gestabók eða comment svona til að sjá hverjir eru að lesa)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti nú bara að vera bannað að birta myndir af svona girnilegum kökum sko!

kv Lena

ps Takk fyrir gistinguna og allt :)

Lena (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 08:01

2 identicon

Hæ hæ, velkomin heim, ég kem og kíki á góssið um leið og hálsbólgan batnar :)
Kveðja Anna Málfríður

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband