Ég er svoooo stolt !
5.10.2006 | 23:22
Í gær fór ég á foreldrafund niður í Rimaskóla, en það er skólinn hans Sigurjóns Stefáns. Í stuttu máli sagt þá kom ég eiginlega svífandi út af þessum fundi. Þetta er fyrsti fundurinn eftir að drengurinn byrjaði í skólanum og hann er alveg að brillera strákurinn Hann stendur sig alveg rosalega vel námslega, er orðinn alveg læs. Hann mætir alltaf á réttum tíma, líka þegar hann fer einn á milli t.d. í dans og íþróttir. Ég verð að hrósa skólanum fyrir alveg frábært starf. Það er rosalega vel hugsað um þennan vel-virka og hressa gutta minn sem þarf mikið aðhald
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umræðan á barnalandi.is ..... stórkostleg skemmtun !
3.10.2006 | 15:01
Já ef manni leiðist og langar til að brosa svolítið þá er um að gera að lesa obbolítið í umræðunni á barnalandi.is. Hér er lítið dæmi:
Hvað er það klikkaðasta sem þið hafið gert í bíl?.
ég var einu sinni að rúnta með stórusystur og við stoppuðum við svona gatnaljós...við áttum að beyja til vinstri en þeir sem voru í bílunum hægra megin við okkur áttu að keyra áfram...
ég horfi við hliðina á mér sem sagt til hægri og sé geggt sætann gaur í bílnum...
systir mín fer að gelta og garga og við hlæjum og hlæjun og keyrum svo af stað þegar ljósið verður grænt...en hann horfir endalaust á okkur sér að við keyrum af stað svo að hann gleymir sér og gerir það líka...
án þess að líta fram fyrir sig og keyrir á næsta mann... HAHAHAHA :) það voru sko good times ;D
Lífið er eins og spil.
Það snýst ekki fyrst og fremst um það sem þú hefur á hendi,
heldur hvernig þú spilar úr því sem þér er gefið.
Ja hérna hér .... ég segi ekki meir .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í leit að vinnu
2.10.2006 | 11:57
Ég er mest að spá í að sækja um á öldrunarmiðstöðinni í Grafarvogi. Það á ágætlega við mig að vinna með gamla fólkinu. Ég veit að þetta er sennilega ekki best borgaða vinna sem völ er á en það er ekki allt sem skiptir máli. Hins vegar ef þið vitið um bankastjórastöðu, framkvæmdastjórastöðu eða eitthvað slíkt á lausu, þá endilega látið mig vita
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var nú ljóta vitleysan !
29.9.2006 | 10:27
Ekki veit ég nákvæmlega hvað þessi gjörningur átti að fyrirstilla en það veit ég að mér finnst þetta fáránleg framkvæmd. Það eina sem þetta hafði í för með sér var skelfileg slysahætta.
Í gærkvöldi var ég stödd í Kópavoginum þegar ljósin voru slökkt og þurfti að keyra þaðan og upp í Grafarvog í myrkrinu. En sjitt hvað ég var smeik á leiðinni ! Það var eins og 80 % þeirra sem voru úti að aka misstu gersamlega getuna til að keyra ! Fólk var út um allan veg svínandi hver á annan og sumir hægðu VEL á sér og sköpuðu þannig mikla hættu.
Mikið svakalega var ég fegin þegar ég var komin heim til mín í Grafarvoginn á óskemmdum bíl og heil á húfi sjálf ......
Götuljós slökkt á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur 28. september .......
28.9.2006 | 23:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur 27. september
27.9.2006 | 21:40
Það eru bara 21 dagur þar til að ég fer til Boston Ég held að ég sé að fara á límingunni af spenningi ! Ég tek reglulegar tarnir á netinu í að skoða, spá og spegulera í því sem ég "þarf" nauðsynlega að kaupa í Boston (Bráðnauðsynlegur óþarfi þ.m.t.) ...... Alltaf missi ég meira og meira andlitið yfir því hvað munar miklu á verði á hinum ýmsu hlutum.
Í dag fór Kristján Atli í Hólaberg og verður þar þangað til á mánudaginn. Seinnipartinn í dag fór ég í bíltúr með krakkana og skutlaði töskunni hans Kristjáns til hans og knúsaði hann pínulítið. Það er ekki laust við að hann Sigtryggur njóti sín alveg í botn þegar Kristján fer í Hólaberg ...... en þá er enginn heima sem böggar hann
Sigurjón Stefán kom til mín eftir skóla og var hjá mér þar til að pabbi hans var búinn að vinna en þá skutlaði ég hann heim um leið og ég fór með töskuna hans Kristjáns. Alltaf jafn yndislegt að fá litla/stóra karlinn hann Sigurjón í heimsókn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stórlaxar og kenjótt kona
26.9.2006 | 23:33
Börnin mín eru sko alveg frábær ! Við kvöldmatarborðið var Kristján Atli að tala um afmæli hjá bekkjarfélaga sínum og hvernig hann kæmist í afmæli. Þ.e. hver myndi keyra hann. Ég svarði að annaðhvort ég eða Óli myndum örugglega gera það. Þá spurði Kristján: "Má ég ekki bara taka leigubíl ?" Ég leit á hann, brosti og sagði: "Heldurðu að þú sért einhver stórlax ?" Kristján svaraði um hæl og sagði brosandi: "Nei, bara smálax" Ég gjörsamlega missit mig úr hlátri Hann er algjör perla hann Kristján Atli Sigtryggi fannst þetta nú heldur kjánalegt og sagði við mig: "Kjáni ertu mamma, hann er ekki lax. Hann er strákur " Rétt skal sko vera rétt, allavega hjá honum Sigtryggi mínum.
Í dag fengum við loksins túttur handa kenjakonunni henni Höllu Katrínu. Þannig er að þegar hún fékk fyrst pela inni á vökudeild fékk hún einnota túttur sem notaðar eru þar. Þegar við komum með hana heim og ætluðum henni að fara að nota venjulegar túttur var litla damana sko ekki sammála okkur. Ó nei ...... Hún vill bara sínar einnota túttur og ekkert múður ! Svo um daginn kláruðust tútturnar og við pöntuðum fleiri en þá kom babb í bátinn .... þessi tegund af túttum er ekki til í landinu og ekki von á þeim því það er einhver bilun í verksmiðjunni úti. Tútturnar voru jú til en á einnota pelum í setti og þetta gátum við keypt en einungis ef við tækjum 100 stykki í kassa á 12.000 krónur kassin ! Hvaðan skyldi barnið hafa þessa sérvisku ? Hmmm maður spyr sig !
Sigtryggur minn er búinn að vera mjög kvefaður undanfarið en samt verið hitalaus. Ég hef verið að velta því fyrir mér að hafa hann heima en það tekur hann ekki í mál ! Það er samt svolítil hentistefna hjá honum hvort hann viðurkennir að hann sé veikur eða ekki ..... Hann er t.d. "mjög lasinn" þegar ég bið hann að taka til í herberginu sínu eða eitthvað slíkt en þegar ég segi að hann verði að vera heima því hann sé lasinn þá er hann það sko alls ekki að eigin mati
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Líf og fjör
25.9.2006 | 22:10
Í morgun dreif ég mig í svokallaðan "júlí-mömmuhitting". Brjálað stuð og börn út um allt Ég set nokkrar myndir þaðan inn á myndaalbúmið hennar Höllu fljótlega ...... Ég og Halla erum svolítið öðruvísi í þessum félagsskap því Halla er jú fædd í apríl Litli þjófstartarinn .....
Ji minn eini ég lenti svo svakalega í'ðí núna í kvöld ! Mig langaði allt í einu svooooo mikið í Coca Cola Light að ég dreif mig út í sjoppu BARA til að kaupa mér KÓK ! Ég er svo hissa á sjálfri mér að láta þessa vitleysu eftir sjálfri mér ....... uuuu nú er ég farin að tala eins og klofinn persónuleiki ...... HIN ég, allt henni að kenna ......
Hætt að bulla í þetta sinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vegabréfið fundið
24.9.2006 | 21:35
Nú líður að því að ég fari til Boston og það er ekki laust við það að ég hlakki svolítið til Um daginn dreif ég mig í að leyta að blessuðu vegabréfinu og í stuttu máli sagt þá sneri ég heimilinu hreinlega við, við að leyta að þessum bévaða pésa Ég varð að játa mig sigraða fyrir heimilisdraugnum sem ég auðvitað kenndi um að hafa stolið vegabréfinu og fór og sótti um nýtt vegabréf. Ég sótti um nýtt þann 20. sept og konan sem afgreiddi mig spurði hvort það væri ekki nóg fyrir mig að vera búin að fá þetta í síðasta lagi 4. október. Það var auðvitað í lagi því ég fer ekki út fyrr en þann 18. október. Daginn eftir að ég sótti um eða þann 21. sept kom nýja vegabréfið inn um lúguna hjá mér Þetta kalla ég snögga þjónustu.
Í dag er svo 24. september og ég var að skipta um herbergi fyrir Kristján Atla og í því brambolti og tilfæringum haldiði að ég finni ekki hitt %#/$#$/%$(%& djö vegabréfið Þetta á samt að vera betra vegabréf sem ég er komin með núna. Þ.e. ef mar er að fara til USA. Þá á þetta víst að vera betra heldur en gömlu sneplarnir.
Eins og fram kom hér að ofan þá vorum við að gera smá breytingar hérna heima. Við færðum Kristján Atla inn í herbergið við hliðina á baðinu. Karl-greyið var ekki alveg að höndla að vera í forstofuherberginu. Það stressaði hann að vita af útidyrahurðinni rétt hjá sér og svo var líka erfitt fyrir hann að vera svona langt frá okkur ..... Vonandi verður þessi breyting til þess að honum líði betur og gangi betur að sofna á kvöldin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavík - Mosó - Húsafell - Reykjavík
23.9.2006 | 22:53
Eftir morgunkaffið í Mosóborg drifum við okkur í bíltúr upp í Húsafell að heimsækja vinafólk okkar í sumarbústað þar. Komum svo heim rétt um kvöldmatarleytið með allt litla stóðið okkar þreytt og ánægt með daginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)